Enginn Martial né Cavani í leikmannahóp Man Utd fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 07:00 Manchester United verður án Anthony Martial og Edinson Cavani verða ekki með liðinu í kvöld. Burak Kara/Getty Images Manchester United mætir RB Leipzig í Þýskalandi í leik sem sker úr um hvort liðið kemst áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Man United má ekki tapa leiknum en jafntefli dugir þeim áfram. Liðið er án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í 3-1 sigrinum á West Ham United um helgina en hvorugur þeirra ferðaðist til Þýskalands. Þá er David De Gea tæpur og óvíst með þátttöku Luke Shaw þó báðir hafi ferðast með liðinu til Þýskalands. Til að bæta gráu ofan á svart þá lét Mino Raiola – umboðsmaður Paul Pogba – gamminn geisa í viðtali í gær. Þar sagði hann að skjólstæðingur sinn væri óánægður í Manchester og þyrfti að yfirgefa félagið, helst strax í janúar. De Gea missti af leiknum gegn West Ham um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Southampton helgina þar á undan. Dean Henderson stóð vaktina í Lundúnum og gæti nú gert hið sama í Leipzig. Alex Telles hefur leyst vinstri bakvarðarstöðu Man United síðan Shaw meiddist og lagði til að mynda upp eitt marka liðsins gegn West Ham. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar varnarlega og misst af manni sínum gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni sem og gegn West Ham. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær stilli liði sínu upp í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00 og er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 4. Mögulega mun Ole stilla upp í 5-3-2 leikkerfi eða þá 4-4-2 með tígulmiðju líkt og hann gerði í 5-0 sigrinum á Leipzig er liðin mættust á Old Trafford. Hvað varðar Leipzig þá er ómögulegt að reyna rýna í leikstíl lærisveina Julian Nagelsmann. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Sjá meira
Liðið er án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í 3-1 sigrinum á West Ham United um helgina en hvorugur þeirra ferðaðist til Þýskalands. Þá er David De Gea tæpur og óvíst með þátttöku Luke Shaw þó báðir hafi ferðast með liðinu til Þýskalands. Til að bæta gráu ofan á svart þá lét Mino Raiola – umboðsmaður Paul Pogba – gamminn geisa í viðtali í gær. Þar sagði hann að skjólstæðingur sinn væri óánægður í Manchester og þyrfti að yfirgefa félagið, helst strax í janúar. De Gea missti af leiknum gegn West Ham um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Southampton helgina þar á undan. Dean Henderson stóð vaktina í Lundúnum og gæti nú gert hið sama í Leipzig. Alex Telles hefur leyst vinstri bakvarðarstöðu Man United síðan Shaw meiddist og lagði til að mynda upp eitt marka liðsins gegn West Ham. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar varnarlega og misst af manni sínum gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni sem og gegn West Ham. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær stilli liði sínu upp í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00 og er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 4. Mögulega mun Ole stilla upp í 5-3-2 leikkerfi eða þá 4-4-2 með tígulmiðju líkt og hann gerði í 5-0 sigrinum á Leipzig er liðin mættust á Old Trafford. Hvað varðar Leipzig þá er ómögulegt að reyna rýna í leikstíl lærisveina Julian Nagelsmann. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Sjá meira