Landsréttur og geðheilbrigði í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2020 16:31 Umræður og fréttir af nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Sigríði Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra til sín í Víglínuna í dag. Þá ræðir hann einnig við Svein Rúnar Hauksson lækni um geðheilbrigðismál en hann kallar m.a. eftir afnámi laga sem heimila að þvinga sjúklinga til að taka lyf. Báðar deildir Mannréttindadómstólsins hafa kveðið upp dóma um hvernig staðið var að skipan dómara við Landsrétt þegar hann var skipaður í fyrsta sinn í fyrra. Fyrri dómurinn varð til þess að Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra og setti stjórnarsamstarfið ef til vill í hættu í mars í fyrra. Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra hinn 13. mars 2019 eftir fyrri dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við landsréttarmálið.Stöð 2/Arnar Sigríður verður meðal annars spurð hvort þrýst hafi verið á hana að segja af sér embætti dómsmálaráðherra. Þá verður farið yfir val hennar á dómaraefnum þegar hún breytti lista yfir fimmtán hæfustu einstaklingana til að gegna embættunum og samskipti hennar við forystufólk innan samstarfsflokka í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Geðheilbrigðismál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og þetta árið blandast áhrifum kórónuveirufaraldursins á þau mál. Sveinn Rúnar ræðir þessi mál opinskátt í Víglínunni. En hann hefur áratugum saman verið baráttumaður fyrir bættu geðheilbrigðiskerfi og þekkir kerfið einnig af eigin raun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja.Stöð 2/Arnar Hann er talsmaður þess að afnema lög sem heimila læknum að gefa sjúklingum lyf gegn þeirra vilja. Þá vill hann einnig leggja af lög sem heimila að svifta fólk sjálfræði í eigin málum til að leggja það inn á geðdeild. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður síðan birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu. Víglínan Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Báðar deildir Mannréttindadómstólsins hafa kveðið upp dóma um hvernig staðið var að skipan dómara við Landsrétt þegar hann var skipaður í fyrsta sinn í fyrra. Fyrri dómurinn varð til þess að Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra og setti stjórnarsamstarfið ef til vill í hættu í mars í fyrra. Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra hinn 13. mars 2019 eftir fyrri dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við landsréttarmálið.Stöð 2/Arnar Sigríður verður meðal annars spurð hvort þrýst hafi verið á hana að segja af sér embætti dómsmálaráðherra. Þá verður farið yfir val hennar á dómaraefnum þegar hún breytti lista yfir fimmtán hæfustu einstaklingana til að gegna embættunum og samskipti hennar við forystufólk innan samstarfsflokka í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Geðheilbrigðismál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og þetta árið blandast áhrifum kórónuveirufaraldursins á þau mál. Sveinn Rúnar ræðir þessi mál opinskátt í Víglínunni. En hann hefur áratugum saman verið baráttumaður fyrir bættu geðheilbrigðiskerfi og þekkir kerfið einnig af eigin raun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja.Stöð 2/Arnar Hann er talsmaður þess að afnema lög sem heimila læknum að gefa sjúklingum lyf gegn þeirra vilja. Þá vill hann einnig leggja af lög sem heimila að svifta fólk sjálfræði í eigin málum til að leggja það inn á geðdeild. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður síðan birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.
Víglínan Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira