Ingibjörg Sigurðardóttir er norskur meistari með Vålerenga eftir að liðið vann 4-0 sigur á Arna Bjørnar í lokaumferðinni í dag.
Ingibjörg skoraði annað mark Vålerenga í leiknum en staðan var 2-0 í hálfleik. Rosenborg vann Klepp bara 2-1 og því vann Vålerenga sigurinn á markatölu.
Bæði Vålerenga og Rosenborg enduðu með 38 stig en Vålerenga var með mun betri markatölu. Liðið er því norskur meistari en Ingibjörg spilaði allan leikinn í dag.
Ingibjörg hefur spilað stóran þátt í velgengi Vålerenga á leiktíðinni en hún var m.a. tilnefnd sem leikmaður ársins í deildinni.
Það má segja að þetta hafi verið fullkomin vika hjá Ingibjörgu en fyrr í vikunni var hún með íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM 2022.
VI ER SERIEMESTER! 2020! pic.twitter.com/8q6CrKhHCU
— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 6, 2020