Hinn almenni borgari geti ekki keppt við yfirburði ríkisins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. desember 2020 19:20 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir það miður að fólki gefist ekki kostur á að sækja um gjafsókn við málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Íslenska ríkið hafi yfirburði sem almennur borgari geti ekki keppt við. Allir eigi að hafa jafnan aðgang að dómstólum, óháð stöðu. Líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða, en málið er tilkomið í kjölfar stefnu manns sem hafði hlotið dóm vegna umferðalagabrots. Hann stóð straum af öllum kostnaði sjálfur en fékk að lokum dæmdan málskostnað upp á 20 þúsund evrur, eða um þrjár milljónir króna, sem Berglind segir aðeins dropa í hafið. „Þetta er stofnun [íslenska ríkið] með fullt af lögmönnum innanborðs. Þeir nutu aðstoðar erlendra sérfræðinga og innlendra sérfræðinga, með tilheyrandi kostnaði. Þá fengu þeir til að mynda átta milljón króna viðbótarfjárveitingu úr ríkissjóði til þess að standa straum af rekstri þess máls fyrir yfirdeildinni,“ segir hún. „Og svo á hinn bóginn þá er einstaklingur úti í bæ sem telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Hann leggur af stað í vegferð án nokkurs bakhjarls, án þess að fá gjafsókn frá gagnaðila sínum, íslenska ríkinu, og í rauninni bara með lögmanninn sér við hlið,“ bætir Berglind við og segir að vekja þurfi athygli á þessum aðstöðumun aðila. „Það er liður í réttarríkinu að borgarar hafi aðgang að dómstólum og geti leitað til dómstóla til þess að fá úrlausn sinna mála. Og sá réttur hann þarf að vera ekki bara í orði heldur líka á borði,“ segir Berglind. „Það er eitthvað sem mér finnst að ætti að skoða, að gera einstaklingum kleift að reka mál úti í Evrópu, fyrir Mannréttindadómstólnum og geta sótt um opinbera réttaraðstoð í því skyni.“ Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða, en málið er tilkomið í kjölfar stefnu manns sem hafði hlotið dóm vegna umferðalagabrots. Hann stóð straum af öllum kostnaði sjálfur en fékk að lokum dæmdan málskostnað upp á 20 þúsund evrur, eða um þrjár milljónir króna, sem Berglind segir aðeins dropa í hafið. „Þetta er stofnun [íslenska ríkið] með fullt af lögmönnum innanborðs. Þeir nutu aðstoðar erlendra sérfræðinga og innlendra sérfræðinga, með tilheyrandi kostnaði. Þá fengu þeir til að mynda átta milljón króna viðbótarfjárveitingu úr ríkissjóði til þess að standa straum af rekstri þess máls fyrir yfirdeildinni,“ segir hún. „Og svo á hinn bóginn þá er einstaklingur úti í bæ sem telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Hann leggur af stað í vegferð án nokkurs bakhjarls, án þess að fá gjafsókn frá gagnaðila sínum, íslenska ríkinu, og í rauninni bara með lögmanninn sér við hlið,“ bætir Berglind við og segir að vekja þurfi athygli á þessum aðstöðumun aðila. „Það er liður í réttarríkinu að borgarar hafi aðgang að dómstólum og geti leitað til dómstóla til þess að fá úrlausn sinna mála. Og sá réttur hann þarf að vera ekki bara í orði heldur líka á borði,“ segir Berglind. „Það er eitthvað sem mér finnst að ætti að skoða, að gera einstaklingum kleift að reka mál úti í Evrópu, fyrir Mannréttindadómstólnum og geta sótt um opinbera réttaraðstoð í því skyni.“
Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira