Bráðabirgðaforseti Barcelona segir að félagið hefði átt að selja Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 09:30 Lionel Messi gæti yfirgefið Barcelona á frjálsri sölu í sumar. EPA-EFE/Alejandro Garcia Lionel Messi vildi fara frá Barcelona í haust en forráðamenn Barcelona þá vildu ekki selja hann nema fyrir einhverja ruglaða upphæð. Það voru mistök samkvæmt bráðabirgðaforseta Barcelona. Carlos Tusquets settist tímabundið í forsetastólinn hjá Barcelona eftir að Josep Maria Bartomeu sagði af sér í lok október og hann er því með slæma fjárhagsstöðu félagsins á sínum herðum þessa dagana. Góð leið til að redda málunum hefði verið að selja Messi og losna um leið við það að himinhá laun argentínska knattspyrnusnillingsins. Barcelona hefði vissulega verið án Lionel Messi á þessu tímabili en um leið í miklu betri málum með fjármál sín ef félagið hefði selt argentínska snillinginn sinn í haust. Messi taldi sig hafa rétt til þess að fara frá félaginu á frjálsri sölu vegna ákvæðis í samningi sínum en þáverandi forseti, Josep Maria Bartomeu, gaf ekkert eftir. Það stefndi því í málarekstur en Messi vildi ekki enda Barcelona feril sinn í réttarsalnum. Barcelona should have sold Messi this summer to balance the books, according to acting club president Carles Tusquets. pic.twitter.com/r6ikzlp9sb— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Messi vandaði ekki forystu Barcelona kveðjurnar í framhaldinu og á endanum ákvað Josep Maria Bartomeu og öll stjórnin að segja af sér. Forsetakosningar eru framundan í janúar. „Þegar við tölum um fjárhagsstöðuna þá hefðum við átt að selja Messi í sumarglugganum,“ sagði Carlos Tusquets í útvarpsviðtali á RAC1. Það hefði kostað 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn hjá Messi en Barcelona vildi ekki einu sinni fara í viðræður um kaupverð við áhugasöm lið eins og Manchester City. „Við hefðum sparað okkur að greiða launin hans og við hefðum líka fengið mikinn pening fyrir hann. Það hefði verið eftirsóknarvert í núverandi stöðu. Þetta er samt eitthvað sem þjálfarateymið hefði þurft algjölega að samþykkja“ sagði Tusquets. „LA Liga er að reyna að setja inn hámark á launagreiðslur og salan á Messi hefði hjálpað við að koma því á,“ sagði Tusquets. Lionel Messi er sagður vera með 500 þúsund evrur í vikulaun. Hann verður laus allra mála hjá Barcelona í sumar og má meira segja byrja að ræða við önnur félög í janúar. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Carlos Tusquets settist tímabundið í forsetastólinn hjá Barcelona eftir að Josep Maria Bartomeu sagði af sér í lok október og hann er því með slæma fjárhagsstöðu félagsins á sínum herðum þessa dagana. Góð leið til að redda málunum hefði verið að selja Messi og losna um leið við það að himinhá laun argentínska knattspyrnusnillingsins. Barcelona hefði vissulega verið án Lionel Messi á þessu tímabili en um leið í miklu betri málum með fjármál sín ef félagið hefði selt argentínska snillinginn sinn í haust. Messi taldi sig hafa rétt til þess að fara frá félaginu á frjálsri sölu vegna ákvæðis í samningi sínum en þáverandi forseti, Josep Maria Bartomeu, gaf ekkert eftir. Það stefndi því í málarekstur en Messi vildi ekki enda Barcelona feril sinn í réttarsalnum. Barcelona should have sold Messi this summer to balance the books, according to acting club president Carles Tusquets. pic.twitter.com/r6ikzlp9sb— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Messi vandaði ekki forystu Barcelona kveðjurnar í framhaldinu og á endanum ákvað Josep Maria Bartomeu og öll stjórnin að segja af sér. Forsetakosningar eru framundan í janúar. „Þegar við tölum um fjárhagsstöðuna þá hefðum við átt að selja Messi í sumarglugganum,“ sagði Carlos Tusquets í útvarpsviðtali á RAC1. Það hefði kostað 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn hjá Messi en Barcelona vildi ekki einu sinni fara í viðræður um kaupverð við áhugasöm lið eins og Manchester City. „Við hefðum sparað okkur að greiða launin hans og við hefðum líka fengið mikinn pening fyrir hann. Það hefði verið eftirsóknarvert í núverandi stöðu. Þetta er samt eitthvað sem þjálfarateymið hefði þurft algjölega að samþykkja“ sagði Tusquets. „LA Liga er að reyna að setja inn hámark á launagreiðslur og salan á Messi hefði hjálpað við að koma því á,“ sagði Tusquets. Lionel Messi er sagður vera með 500 þúsund evrur í vikulaun. Hann verður laus allra mála hjá Barcelona í sumar og má meira segja byrja að ræða við önnur félög í janúar.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira