Solskjær viðurkennir að hann hefði kannski átt að taka Fred af velli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2020 13:30 Ítalski dómarinn Daniele Orsato gefur Fred gul spjaldið í fyrri hálfleik gegn Paris Saint-Germain. Hann fékk annað gult í seinni hálfleik og þar með rautt. getty/Martin Rickett Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkennir að hann hefði kannski átt að taka Fred af velli í hálfleik í leiknum gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gær. Fred var stálheppinn að fá aðeins gult spjald þegar hann skallaði Leandro Parades í fyrri hálfleik í leiknum á Old Trafford. Hann slapp ekki jafn vel þegar hann tæklaði Ander Herrera á 70. mínútu, skömmu eftir að PSG komst í 1-2. Brassinn fékk þá sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Hann var heppinn að haldast inni á vellinum. Dómarinn gerði mistök þar en það er leyfilegt,“ sagði Solskjær aðspurður um fyrra gula spjaldið sem Fred fékk. „Hann lék vel en vegna ákvörðunarinnar sem dómarinn tók hugsar þú kannski til baka og segir að þú hefðir átt að taka hann af velli. En frammistaðan kallaði ekki á að hann yrði tekinn af velli.“ Solskjær segir að seinna gula spjaldið sem Fred fékk hafi ekki verið réttmætt. „Þetta var ekki brot. Fred var agaður í seinni hálfleik. Ég bað hann um að fara varlega og hann gerði það,“ sagði Solskjær. United þarf að fá stig gegn RB Leipzig á útivelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar til að komast áfram í sextán liða úrslit keppninnar. United vann fyrri leikinn gegn Leipzig, 5-0. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Old Trafford, fernu Giroud, mörk Börsunga og Immobile bjarga stigi á Signal Iduna Park Næstsíðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fór fram í gærkvöld og hér að neðan má sjá mörkin úr helstu leikjum miðvikudagsins. 3. desember 2020 08:31 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Fred var stálheppinn að fá aðeins gult spjald þegar hann skallaði Leandro Parades í fyrri hálfleik í leiknum á Old Trafford. Hann slapp ekki jafn vel þegar hann tæklaði Ander Herrera á 70. mínútu, skömmu eftir að PSG komst í 1-2. Brassinn fékk þá sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Hann var heppinn að haldast inni á vellinum. Dómarinn gerði mistök þar en það er leyfilegt,“ sagði Solskjær aðspurður um fyrra gula spjaldið sem Fred fékk. „Hann lék vel en vegna ákvörðunarinnar sem dómarinn tók hugsar þú kannski til baka og segir að þú hefðir átt að taka hann af velli. En frammistaðan kallaði ekki á að hann yrði tekinn af velli.“ Solskjær segir að seinna gula spjaldið sem Fred fékk hafi ekki verið réttmætt. „Þetta var ekki brot. Fred var agaður í seinni hálfleik. Ég bað hann um að fara varlega og hann gerði það,“ sagði Solskjær. United þarf að fá stig gegn RB Leipzig á útivelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar til að komast áfram í sextán liða úrslit keppninnar. United vann fyrri leikinn gegn Leipzig, 5-0. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Old Trafford, fernu Giroud, mörk Börsunga og Immobile bjarga stigi á Signal Iduna Park Næstsíðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fór fram í gærkvöld og hér að neðan má sjá mörkin úr helstu leikjum miðvikudagsins. 3. desember 2020 08:31 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Sjáðu mörkin á Old Trafford, fernu Giroud, mörk Börsunga og Immobile bjarga stigi á Signal Iduna Park Næstsíðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fór fram í gærkvöld og hér að neðan má sjá mörkin úr helstu leikjum miðvikudagsins. 3. desember 2020 08:31