Bóluefni gegn COVID: Fólk á átakasvæðum má ekki gleymast Heimsljós 3. desember 2020 11:24 Rauði krossinn Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) leggur áherslu á að fólki á átakasvæðum verði einnig tryggður aðgangur að bólusetningum við COVID-19. Nú þegar hillir undir bólusetningar við COVID-19 leggur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) áherslu á að fólki á átakasvæðum verði einnig tryggður aðgangur að bólusetningum, það hafi oft lítinn sem engan aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu. Samfélögin séu hins vegar jafn viðkvæm fyrir sjúkdómnum og önnur samfélög og þurfi vernd gegn veirunni. Einnig telur ICRC að rúmlega 60 milljónir einstaklinga búi á svæðum sem eru undir stjórn vopnaðra hópa og því ekki hluti af opinberum áætlunum ríkja um dreifingu bóluefna. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að jaðarsett samfélög, þ.m.t flóttafólk, innflytjendur, umsækjendur um alþjóðlega vernd og fangar, verði einnig að vera með í bólusetningaráætlunum og hafa aðgang að þeirri heilsuvernd sem bóluefnið veitir. „ICRC í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) mun styðja landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans þar sem þau hafa leiðandi hlutverki að gegna við framkvæmd bólusetninga og dreifingu bóluefna innan viðkomandi ríkja,“ segir í fréttinni. ICRC biðlar til ríkja um að tryggja að tekið verði tillit til allra hópa við gerð áætlana um framkvæmd bólusetninga. Einnig að aðilar að átökum veiti fólki, undir þeirra stjórn, aðgang að bóluefni og auðveldi störf mannúðarsamtaka og heilbrigðisstarfsfólks sem sér um bólusetningar, í samræmi við lagalegar skyldur þeirra, þ.m.t. alþjóðleg mannúðarlög. „ICRC er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að dreifa COVID-19 bóluefni með samstarfsaðilum Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sérstaklega til átakasvæða, svæða nálægt víglínum og til þeirra sem sitja í haldi,” segir Robert Mardini, framkvæmdastjóri ICRC. „Við munum einnig forgangsraða venjubundnum bólusetningum og vinna að því að veita áreiðanlegar upplýsingar um bóluefni.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent
Nú þegar hillir undir bólusetningar við COVID-19 leggur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) áherslu á að fólki á átakasvæðum verði einnig tryggður aðgangur að bólusetningum, það hafi oft lítinn sem engan aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu. Samfélögin séu hins vegar jafn viðkvæm fyrir sjúkdómnum og önnur samfélög og þurfi vernd gegn veirunni. Einnig telur ICRC að rúmlega 60 milljónir einstaklinga búi á svæðum sem eru undir stjórn vopnaðra hópa og því ekki hluti af opinberum áætlunum ríkja um dreifingu bóluefna. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að jaðarsett samfélög, þ.m.t flóttafólk, innflytjendur, umsækjendur um alþjóðlega vernd og fangar, verði einnig að vera með í bólusetningaráætlunum og hafa aðgang að þeirri heilsuvernd sem bóluefnið veitir. „ICRC í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) mun styðja landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans þar sem þau hafa leiðandi hlutverki að gegna við framkvæmd bólusetninga og dreifingu bóluefna innan viðkomandi ríkja,“ segir í fréttinni. ICRC biðlar til ríkja um að tryggja að tekið verði tillit til allra hópa við gerð áætlana um framkvæmd bólusetninga. Einnig að aðilar að átökum veiti fólki, undir þeirra stjórn, aðgang að bóluefni og auðveldi störf mannúðarsamtaka og heilbrigðisstarfsfólks sem sér um bólusetningar, í samræmi við lagalegar skyldur þeirra, þ.m.t. alþjóðleg mannúðarlög. „ICRC er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að dreifa COVID-19 bóluefni með samstarfsaðilum Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sérstaklega til átakasvæða, svæða nálægt víglínum og til þeirra sem sitja í haldi,” segir Robert Mardini, framkvæmdastjóri ICRC. „Við munum einnig forgangsraða venjubundnum bólusetningum og vinna að því að veita áreiðanlegar upplýsingar um bóluefni.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent