Dómarakapall í Landsrétti Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2020 19:21 Frá því Landsréttur var stofnaður hafa tveir þeirra sem Sigríður Andersen færði niður 15-manna lista hæfnisnefndar fengið dómarastöðu við réttinn. Þá hafa þrír af þeim fjórum dómurum sem Sigríður færði upp listann verðið endurskipaðir í embætti. Vísir/Vilhelm Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. Allir landsréttardómararnir fjórir sem Sigríður Andersen skipti inn á í fimmtán dómara hóp þegar skipað var í dóminn fyrst árið 2017 fóru í leyfi frá störfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrra sumar. Hér er listi yfir þá fimmtán sem hæfnisnefnd taldi hæfasta í jafnmörg embætti við Landsrétt vorið 2017. Þeir sem merktir eru með rauðu færði Sigríður niður lista þeirra tuttugu og þriggja sem hún mat hæfasta. Á listanum til hægri er síðan listi Sigríðar þar sem þau fjögur sem hún færði upp listann eru merkt með bláu. Töluverð tilfærsla hefur verið á dómaraembættunum fimmtán við Landsrétt frá því hann var fyrst skipaður vorið 2017.Grafík/ HÞ Þau fóru öll í leyfi frá dómarastörfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrrasumar en þrjú þeirra hafa síðan fengið endurskipun í ákveðnum dómarakapli sem hófst þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði af sér embætti sökum aldurs haustið 2019. Eftir auglýsingu var Eiríkur Jónsson sem áður hafði verið tekinn af 15-listanum skipaður í stað Vilhjálms. Þegar Ingveldur Einarsdóttir var skipuð hæstaréttardómari í desember 2019 sótti Ásmundur Helgason um hennar embætti og var endurskipaður í Landsrétt í apríl á þessu ári. Hann sagði þá af sér samkvæmt fyrri skipun þar sem skipun dómara gildir í raun til lífstíðar. Þá losnaði fyrri staða hans sem Arnfríður Einarsdóttir sótti um og fékk í júlí á þessu ári. Við það losnaði fyrri staða hennar ásamt stöðu Sigurðar Tómasar Magnússonar sem hafði fengið skipun í Hæstarétt. Þá fékk Ragnheiður Bragadóttir endurskipun og Jón Höskuldsson sem Sigríður hafði áður fært af 15-listanum var einnig skipaður í embætti landsréttardómara. Nú er staðan sú að fyrri staða Ragnheiðar er laus til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út hinn 7. desember. Jón Finnbjörnsson er sá eini fjórmenninganna sem Sigríður færði upp listann sem enn er í leyfi og ekki fengið endurskipun. Í samtali við fréttastofu vildi hann ekki gefa upp hvort hann hyggðist sækja um embættið og fá þannig mögulega endurskipun eins og hinir dómararnir þrír. Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Allir landsréttardómararnir fjórir sem Sigríður Andersen skipti inn á í fimmtán dómara hóp þegar skipað var í dóminn fyrst árið 2017 fóru í leyfi frá störfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrra sumar. Hér er listi yfir þá fimmtán sem hæfnisnefnd taldi hæfasta í jafnmörg embætti við Landsrétt vorið 2017. Þeir sem merktir eru með rauðu færði Sigríður niður lista þeirra tuttugu og þriggja sem hún mat hæfasta. Á listanum til hægri er síðan listi Sigríðar þar sem þau fjögur sem hún færði upp listann eru merkt með bláu. Töluverð tilfærsla hefur verið á dómaraembættunum fimmtán við Landsrétt frá því hann var fyrst skipaður vorið 2017.Grafík/ HÞ Þau fóru öll í leyfi frá dómarastörfum eftir fyrri dóm Mannréttindadómstólsins í fyrrasumar en þrjú þeirra hafa síðan fengið endurskipun í ákveðnum dómarakapli sem hófst þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði af sér embætti sökum aldurs haustið 2019. Eftir auglýsingu var Eiríkur Jónsson sem áður hafði verið tekinn af 15-listanum skipaður í stað Vilhjálms. Þegar Ingveldur Einarsdóttir var skipuð hæstaréttardómari í desember 2019 sótti Ásmundur Helgason um hennar embætti og var endurskipaður í Landsrétt í apríl á þessu ári. Hann sagði þá af sér samkvæmt fyrri skipun þar sem skipun dómara gildir í raun til lífstíðar. Þá losnaði fyrri staða hans sem Arnfríður Einarsdóttir sótti um og fékk í júlí á þessu ári. Við það losnaði fyrri staða hennar ásamt stöðu Sigurðar Tómasar Magnússonar sem hafði fengið skipun í Hæstarétt. Þá fékk Ragnheiður Bragadóttir endurskipun og Jón Höskuldsson sem Sigríður hafði áður fært af 15-listanum var einnig skipaður í embætti landsréttardómara. Nú er staðan sú að fyrri staða Ragnheiðar er laus til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út hinn 7. desember. Jón Finnbjörnsson er sá eini fjórmenninganna sem Sigríður færði upp listann sem enn er í leyfi og ekki fengið endurskipun. Í samtali við fréttastofu vildi hann ekki gefa upp hvort hann hyggðist sækja um embættið og fá þannig mögulega endurskipun eins og hinir dómararnir þrír.
Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14