„Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2020 20:01 Bubbi Morthens er ósáttur við fordóma gagnvart skrif- og lesblindum en biður fólk um að láta ekkert stoppa sig. Vísir/Egill Of miklir fordómar eru gagnvart skrifblindum í samfélaginu, segir Bubbi Morthens, sem hefur hafið sölu á listaverkum sem unnin eru út frá frumtextum á hans þekktustu lögum. Hann hvetur fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína. Hugmyndin kom eftir að rykfallnir pappakassar fundust á háalofti Bubba, með fjöldanum öllum af ritverkum sem hann hefur skrifað í gegnum tíðina. Hann lýsir textunum sem skrifblindum, hráum og nöktum - vitnisburð um hugrekki í landi sem telur æðstu dyggð að skrifa rétt, líkt og hann sjálfur orðar það. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár, en verkin eru á til sölu á Facebook- síðu Bubba. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ Hann hvetur fólk til að láta ekkert stoppa sig. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Bubba í dag má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Myndlist Íslenska á tækniöld Tónlist Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Hugmyndin kom eftir að rykfallnir pappakassar fundust á háalofti Bubba, með fjöldanum öllum af ritverkum sem hann hefur skrifað í gegnum tíðina. Hann lýsir textunum sem skrifblindum, hráum og nöktum - vitnisburð um hugrekki í landi sem telur æðstu dyggð að skrifa rétt, líkt og hann sjálfur orðar það. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár, en verkin eru á til sölu á Facebook- síðu Bubba. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ Hann hvetur fólk til að láta ekkert stoppa sig. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Bubba í dag má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
Myndlist Íslenska á tækniöld Tónlist Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira