Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2020 13:04 Helga Vala segist, eftir dóm MDE í Landsréttarmálinu svokallaða, ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum. Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum nú í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. „Það að ríkisstjórnin hafi svo lýst yfir eindregnum stuðningi við Sigríði í kjölfar niðurstöðu íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafi keppst við að kasta rýrð á hvort tveggja niðurstöðu innanlands sem erlendis hefur valdið enn frekara tjóni,“ segir Helga Vala í harðorðum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. Öllu fórnandi fyrir ráðherrastóla Helga Vala segir enn fremur: „Ég treysti ekki ríkisstjórn Íslands til að hafa hagsmuni almennings og grundvallaratriði eins og þrígreiningu ríkisvalds í forgrunni við ákvarðanatöku sína. Þau hafa lýst því yfir að seta þeirra í ríkisstjórn sé þeim meira virði en grundvöllur réttarríkisins.“ Helga Vala, sem er lögmaður, fylgdist grannt með gangi mála þegar málið var flutt fyrir fjölskipuðum dómi MDE á sínum tíma. Vísir ræddi við hana þá um þann málflutning eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. „Já, það er svartur dagur í sögu íslenskrar stjórnskipunar,“ segir Helga Vala nú. Hætta á rofi í samfélagssátt Fréttastofa hefur rætt við þær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem og fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á Andersen en þær allar telja af og frá að dómurinn þýði að í landinu ríki réttaróvissa. Sigríður telur reyndar dóminn engu breyta. Helga Vala er á öndverðum meiði. Hún segir réttarríkið eina af grunnstoðum samfélagsins. „Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum er grundvallarréttur sem skiptir ekki miklu máli heldur öllu máli.“ Helga Vala rekur að ákvörðunin um að koma á fót millidómstigi, Landsrétti, hafi átt að vera mikil réttarbót. „En Sigríði Á Andersen tókst, með einbeittum vilja til að hafa eigin pólitísku áhrif á skipan Landsréttar að valda réttarkerfinu á Íslandi og samfélaginu öllu miklu tjóni. Dómstólar verða að njóta trausts íbúa, því án trausts er hætta á að hér verði rof á nauðsynlegri samfélagssátt. Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Það að Sigríður Á Andersen hafi farið gegn eindregnum ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins segir yfirdeild mannréttindadómstólsins merki um skýran vilja til að fara ekki að settum reglum,“ segir Helga Vala og er ómyrk í máli. Hún telur alveg ljóst að það hafi ekki verið gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji til pólitískra afskipta. Landsréttarmálið Alþingi Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum nú í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. „Það að ríkisstjórnin hafi svo lýst yfir eindregnum stuðningi við Sigríði í kjölfar niðurstöðu íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafi keppst við að kasta rýrð á hvort tveggja niðurstöðu innanlands sem erlendis hefur valdið enn frekara tjóni,“ segir Helga Vala í harðorðum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. Öllu fórnandi fyrir ráðherrastóla Helga Vala segir enn fremur: „Ég treysti ekki ríkisstjórn Íslands til að hafa hagsmuni almennings og grundvallaratriði eins og þrígreiningu ríkisvalds í forgrunni við ákvarðanatöku sína. Þau hafa lýst því yfir að seta þeirra í ríkisstjórn sé þeim meira virði en grundvöllur réttarríkisins.“ Helga Vala, sem er lögmaður, fylgdist grannt með gangi mála þegar málið var flutt fyrir fjölskipuðum dómi MDE á sínum tíma. Vísir ræddi við hana þá um þann málflutning eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. „Já, það er svartur dagur í sögu íslenskrar stjórnskipunar,“ segir Helga Vala nú. Hætta á rofi í samfélagssátt Fréttastofa hefur rætt við þær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem og fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á Andersen en þær allar telja af og frá að dómurinn þýði að í landinu ríki réttaróvissa. Sigríður telur reyndar dóminn engu breyta. Helga Vala er á öndverðum meiði. Hún segir réttarríkið eina af grunnstoðum samfélagsins. „Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum er grundvallarréttur sem skiptir ekki miklu máli heldur öllu máli.“ Helga Vala rekur að ákvörðunin um að koma á fót millidómstigi, Landsrétti, hafi átt að vera mikil réttarbót. „En Sigríði Á Andersen tókst, með einbeittum vilja til að hafa eigin pólitísku áhrif á skipan Landsréttar að valda réttarkerfinu á Íslandi og samfélaginu öllu miklu tjóni. Dómstólar verða að njóta trausts íbúa, því án trausts er hætta á að hér verði rof á nauðsynlegri samfélagssátt. Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Það að Sigríður Á Andersen hafi farið gegn eindregnum ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins segir yfirdeild mannréttindadómstólsins merki um skýran vilja til að fara ekki að settum reglum,“ segir Helga Vala og er ómyrk í máli. Hún telur alveg ljóst að það hafi ekki verið gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji til pólitískra afskipta.
Landsréttarmálið Alþingi Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14