Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 08:26 Dauði fálkinn við andapollinn hjá Sundlaug Akureyrar. Margrét Sóley Matthíasdóttir Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. Frétta- og mannlífsvefurinn Akureyri.net hefur fjallað um fálkadauðann undanfarið. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að yfirleitt þegar fálkar finnist dauðir sé um unga að ræða. Óvenjulegt sé að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Hinir fullorðnu fálkar fundust annars vegar á Akureyri, tveir þeirra, og hins vegar í útjaðri byggðar á Seyðisfirði. Ólafur segir helstu tilgátu sína þá að rjúpnaleysi sé um að kenna. „Þá leita fuglarnir fanga á svæðum þar sem þeir eru ekki vanir að athafna sig. Fuglinn sem fannst á Ólafsvík [sem var ungi] var illa brotinn eftir að hafa flogið á girðingu og honum varð að lóga. Þar hafði smáfuglum verið gefið og hann virðist hafa ætlað að veiða sér til matar; þegar fálkinn veiðir kemur er oft á mikilli ferð til að koma bráðinni á óvart en þarna þekkti hann ekki aðstæður og flaug á girðingu,“ segir Ólafur við Akureyri.net. Hámaði í sig hettumáv Fuglar á andapollinum á Akureyri hafi dregið fálkann sem fannst dauður við pollinn þangað. Líklega hafi hann flogið á girðingu. „Girðingar og línur reynast fálkanum oft hættulegar þegar hann stundar sína loftfimleika inni í bæjum. Aðal bráð fálkans er rjúpa en þeir taka allt frá þúfutittlingum upp í grágæsir. Og þegar mjög hart er í ári fara þeir í hræ, ekki bara fugla heldur líka kinda og þess háttar.“ Fálki gerði sig heimankominn í Fossvoginum á dögunum og auk hraustlega til matar síns. Hettumávur varð á vegi fálkans sem var hinn rólegasti á matarborðinu í garði Þórdísar Bragadóttur. Hann var hins vegar svo þungur á sér eftir veisluna að hann komst ekki á flug. Kallað var á fuglavin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stóð til að fálkinn fengi inni í Húsdýragarðinum yfir nótt. Akureyri Dýr Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu. 25. nóvember 2020 23:10 Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. 12. nóvember 2020 09:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Frétta- og mannlífsvefurinn Akureyri.net hefur fjallað um fálkadauðann undanfarið. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að yfirleitt þegar fálkar finnist dauðir sé um unga að ræða. Óvenjulegt sé að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Hinir fullorðnu fálkar fundust annars vegar á Akureyri, tveir þeirra, og hins vegar í útjaðri byggðar á Seyðisfirði. Ólafur segir helstu tilgátu sína þá að rjúpnaleysi sé um að kenna. „Þá leita fuglarnir fanga á svæðum þar sem þeir eru ekki vanir að athafna sig. Fuglinn sem fannst á Ólafsvík [sem var ungi] var illa brotinn eftir að hafa flogið á girðingu og honum varð að lóga. Þar hafði smáfuglum verið gefið og hann virðist hafa ætlað að veiða sér til matar; þegar fálkinn veiðir kemur er oft á mikilli ferð til að koma bráðinni á óvart en þarna þekkti hann ekki aðstæður og flaug á girðingu,“ segir Ólafur við Akureyri.net. Hámaði í sig hettumáv Fuglar á andapollinum á Akureyri hafi dregið fálkann sem fannst dauður við pollinn þangað. Líklega hafi hann flogið á girðingu. „Girðingar og línur reynast fálkanum oft hættulegar þegar hann stundar sína loftfimleika inni í bæjum. Aðal bráð fálkans er rjúpa en þeir taka allt frá þúfutittlingum upp í grágæsir. Og þegar mjög hart er í ári fara þeir í hræ, ekki bara fugla heldur líka kinda og þess háttar.“ Fálki gerði sig heimankominn í Fossvoginum á dögunum og auk hraustlega til matar síns. Hettumávur varð á vegi fálkans sem var hinn rólegasti á matarborðinu í garði Þórdísar Bragadóttur. Hann var hins vegar svo þungur á sér eftir veisluna að hann komst ekki á flug. Kallað var á fuglavin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stóð til að fálkinn fengi inni í Húsdýragarðinum yfir nótt.
Akureyri Dýr Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu. 25. nóvember 2020 23:10 Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. 12. nóvember 2020 09:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu. 25. nóvember 2020 23:10
Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. 12. nóvember 2020 09:56