Ber sig vel eftir hálfa mínútu í skíðlogandi bíl Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 08:01 Það logaði bál í bíl Romains Grosjean eftir slysið um helgina en betur fór en á horfðist. Getty/Bryn Lennon Romain Grosjean sat í hálfa mínútu í brennandi Formúlu 1 bíl sínum en ber sig vel eftir slysið ógvænlega í Barein um helgina. Bíll Grosjeans, en hann ekur fyrir liðið Haas, fór í tvennt í skelfilegu slysi í fyrsta hring keppninnar í Barein um helgina. Ótrúlegt en satt þá slapp Grosjean úr brennandi bíl sínum án mjög alvarlegra áverka. Hann er þó með brunasár á höndunum, eins og sjá má í kveðju sem hann sendi frá sér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Romain Grosjean (@grosjeanromain) „Hæ þið öll. Ég vildi bara segja að það er í lagi með mig, eða alla vega að mestu,“ sagði franski ökuþórinn. Hann kvaðst þakklátur fyrir Halo höfuðhlífðarbúnaðinn sem byrjað var að nota árið 2018. „Takk kærlega fyrir öll skilaboðin. Ég var ekki hrifinn af Halo fyrir nokkrum árum en núna finnst mér það vera það besta sem komið hefur í Formúlu 1, og án þess gæti ég ekki verið að tala við ykkur núna,“ sagði Grosjean um leið og hann þakkaði einnig læknum og sjúkrateymi bæði á spítalanum og á keppnisbrautinni. Klippa: Grosjean slapp úr logandi bíl Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist í slysinu um helgina. Formúla Barein Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bíll Grosjeans, en hann ekur fyrir liðið Haas, fór í tvennt í skelfilegu slysi í fyrsta hring keppninnar í Barein um helgina. Ótrúlegt en satt þá slapp Grosjean úr brennandi bíl sínum án mjög alvarlegra áverka. Hann er þó með brunasár á höndunum, eins og sjá má í kveðju sem hann sendi frá sér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Romain Grosjean (@grosjeanromain) „Hæ þið öll. Ég vildi bara segja að það er í lagi með mig, eða alla vega að mestu,“ sagði franski ökuþórinn. Hann kvaðst þakklátur fyrir Halo höfuðhlífðarbúnaðinn sem byrjað var að nota árið 2018. „Takk kærlega fyrir öll skilaboðin. Ég var ekki hrifinn af Halo fyrir nokkrum árum en núna finnst mér það vera það besta sem komið hefur í Formúlu 1, og án þess gæti ég ekki verið að tala við ykkur núna,“ sagði Grosjean um leið og hann þakkaði einnig læknum og sjúkrateymi bæði á spítalanum og á keppnisbrautinni. Klippa: Grosjean slapp úr logandi bíl Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist í slysinu um helgina.
Formúla Barein Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira