„Hugsunin góð“ hjá Páli en hefði viljað ganga lengra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 12:52 Páll Magnússon og Benedikt Jóhannesson mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Páll hefur sjálfur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að girða fyrir óeðlilega samþjöppun aflaheimilda. Athygli hefur vakið að Páll leggi fram frumvarpið upp á eigin spýtur, einkum í ljósi þess að ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson, fer fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála. „Í fiskveiðistjórnunarlögunum er þak sem á að koma í veg fyrir að of mikið af aflaheimildum safnist á fáar hendur. Þetta þak er, ein viðmiðunin er að enginn einn aðili má fara með meira en 12% af heildaraflaheimildunum við Ísland. Þversögnin hins vegar í fiskveiðistjórnunarlögunum er sú að þessi aðili, sem hugsanlega væri kominn með 12% hann getur hins vegar keypt 49,9% í öllum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi, án þess að heimildir þeirra teldust til hans eða bættust við,“ sagði Páll. Þannig gætu tæknilega að sögn Páls, átta fyrirtæki sem ættu hvert um sig upp í þakið 12% en eitt þeirra ætti síðan helminginn í öllum hinum. „Þetta tel ég vera mikla gloppu í lögunum og ég vil freista þess að laga það með þessu frumvarpi,“ sagði Páll. Benedikt sagðist taka undir hugsunina hjá Páli, hún sé í sjálfu sér góð en að sjálfur myndi hann vilja ganga lengra. „Mér finnst þetta, af því það má eflaust deila um þessi 12%, hvort þau séu endilega rétta talan, en ef við erum með einhverja svona viðmiðun þá á náttúrlega að fara eftir því. Mér finnst hugsunin hjá Páli vera ágæt að reyna að laga þetta en mér finnst hann reyndar ekki ganga nógu langt vegna þess að fyrirtæki sem á 49,9% í einhverju fyrirtæki stjórnar því náttúrlega. Það er ráðandi hlutur. Við vitum það að á hlutabréfamarkaði að þá þurfa aðilar að gera yfirtökutilboð ef þeir fara yfir 30%, þá eru þeir taldir ráðandi í félaginu,“ sagði Benedikt. Þegar séu dæmi þessa til staðar er varðar sjávarútveginn. „Samherji á 49% að minnsta kosti í Síldarvinnslunni og þar var, að minnsta kosti til skamms tíma, forstjóri Samherja stjórnarformaður en svo er því haldið fram að þetta séu alls óskildir aðilar. Þetta er auðvitað galli og Páll bendir á þetta. Ég myndi vilja að segja að menn mættu ekki eignast ráðandi hlut, ég myndi ganga skrefinu lengra,“ segir Benedikt. Sjávarútvegur Alþingi Sprengisandur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Páll hefur sjálfur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að girða fyrir óeðlilega samþjöppun aflaheimilda. Athygli hefur vakið að Páll leggi fram frumvarpið upp á eigin spýtur, einkum í ljósi þess að ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson, fer fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála. „Í fiskveiðistjórnunarlögunum er þak sem á að koma í veg fyrir að of mikið af aflaheimildum safnist á fáar hendur. Þetta þak er, ein viðmiðunin er að enginn einn aðili má fara með meira en 12% af heildaraflaheimildunum við Ísland. Þversögnin hins vegar í fiskveiðistjórnunarlögunum er sú að þessi aðili, sem hugsanlega væri kominn með 12% hann getur hins vegar keypt 49,9% í öllum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi, án þess að heimildir þeirra teldust til hans eða bættust við,“ sagði Páll. Þannig gætu tæknilega að sögn Páls, átta fyrirtæki sem ættu hvert um sig upp í þakið 12% en eitt þeirra ætti síðan helminginn í öllum hinum. „Þetta tel ég vera mikla gloppu í lögunum og ég vil freista þess að laga það með þessu frumvarpi,“ sagði Páll. Benedikt sagðist taka undir hugsunina hjá Páli, hún sé í sjálfu sér góð en að sjálfur myndi hann vilja ganga lengra. „Mér finnst þetta, af því það má eflaust deila um þessi 12%, hvort þau séu endilega rétta talan, en ef við erum með einhverja svona viðmiðun þá á náttúrlega að fara eftir því. Mér finnst hugsunin hjá Páli vera ágæt að reyna að laga þetta en mér finnst hann reyndar ekki ganga nógu langt vegna þess að fyrirtæki sem á 49,9% í einhverju fyrirtæki stjórnar því náttúrlega. Það er ráðandi hlutur. Við vitum það að á hlutabréfamarkaði að þá þurfa aðilar að gera yfirtökutilboð ef þeir fara yfir 30%, þá eru þeir taldir ráðandi í félaginu,“ sagði Benedikt. Þegar séu dæmi þessa til staðar er varðar sjávarútveginn. „Samherji á 49% að minnsta kosti í Síldarvinnslunni og þar var, að minnsta kosti til skamms tíma, forstjóri Samherja stjórnarformaður en svo er því haldið fram að þetta séu alls óskildir aðilar. Þetta er auðvitað galli og Páll bendir á þetta. Ég myndi vilja að segja að menn mættu ekki eignast ráðandi hlut, ég myndi ganga skrefinu lengra,“ segir Benedikt.
Sjávarútvegur Alþingi Sprengisandur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira