Segir Kára vega ómaklega að sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Samúel Karl Ólason og skrifa 29. nóvember 2020 11:45 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. Tíu greindust smitaðir innanlands í gær en þar áður voru þeir 21. Átta af tíu voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. „Tölurnar eru allavega ekki að rjúka upp úr öllu valdi. Þetta er enn náttúrlega í gangi og þó það kom hlé einn og einn dag, þá vitum við að þetta er enn í gangi í samfélaginu,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur segir að næstu sóttvarnatillögur séu enn í vinnslu. Núverandi aðgerðir gilda til 1. desember. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði frá því í gær að hann teldi að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hefðu mögulega valdið því að fólk hefði byrjað að slaka of mikið á sóttvörnum. Þórólfur sagði ómaklega að sér vegið, með því að gefa í skyn að sveiflan væri sér að kenna. „Það var ekki alveg það sem ég bjóst við,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að margt hefði líklegast áhrif. Ekki bara eitthvað sem einn segir eða segir ekki. „Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara mjög varlega,“ segir Þórólfur. „Við vitum að þessi tilmæli og reglugerðir sem eru í gildi taka enda og það þarf eitthvað nýtt að taka við. Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Sumir vænti þess að allt verði lokað og aðrir að eitthvað verði opnað. Þórólfur segir erfitt að stjórna því. „Við verðum bara að vera heiðarleg í því hvað við erum að gera,“ segir Þórólfur. Hann sagði enn fremur að alls staðar væri verið að spá í hvaða átt faraldurinn stefndi og hvaða aðgerða þyrfti að grípa til eða hvort hægt væri að létta á. Flestir reyni að sigla þennan faraldur þannig að ekki sé gripið til of harðra aðgerða. „Bestu sóttvarnaaðgerðirnar væru að loka alla inni í marga mánuði þar til þetta væri allt saman búið. Ég er ekki viss um að það myndi ganga. Það hljóta allir að sjá að þú nærð ekki samvinnu við fólk með því móti.“ Það þurfi að sigla leið þar á milli, þannig að sem mestur árangur náist án þess að hafa of íþyngjandi reglur. „Það hefur verið leiðarljós hér allan tímann,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Tíu greindust smitaðir innanlands í gær en þar áður voru þeir 21. Átta af tíu voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. „Tölurnar eru allavega ekki að rjúka upp úr öllu valdi. Þetta er enn náttúrlega í gangi og þó það kom hlé einn og einn dag, þá vitum við að þetta er enn í gangi í samfélaginu,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur segir að næstu sóttvarnatillögur séu enn í vinnslu. Núverandi aðgerðir gilda til 1. desember. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði frá því í gær að hann teldi að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hefðu mögulega valdið því að fólk hefði byrjað að slaka of mikið á sóttvörnum. Þórólfur sagði ómaklega að sér vegið, með því að gefa í skyn að sveiflan væri sér að kenna. „Það var ekki alveg það sem ég bjóst við,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að margt hefði líklegast áhrif. Ekki bara eitthvað sem einn segir eða segir ekki. „Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara mjög varlega,“ segir Þórólfur. „Við vitum að þessi tilmæli og reglugerðir sem eru í gildi taka enda og það þarf eitthvað nýtt að taka við. Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Sumir vænti þess að allt verði lokað og aðrir að eitthvað verði opnað. Þórólfur segir erfitt að stjórna því. „Við verðum bara að vera heiðarleg í því hvað við erum að gera,“ segir Þórólfur. Hann sagði enn fremur að alls staðar væri verið að spá í hvaða átt faraldurinn stefndi og hvaða aðgerða þyrfti að grípa til eða hvort hægt væri að létta á. Flestir reyni að sigla þennan faraldur þannig að ekki sé gripið til of harðra aðgerða. „Bestu sóttvarnaaðgerðirnar væru að loka alla inni í marga mánuði þar til þetta væri allt saman búið. Ég er ekki viss um að það myndi ganga. Það hljóta allir að sjá að þú nærð ekki samvinnu við fólk með því móti.“ Það þurfi að sigla leið þar á milli, þannig að sem mestur árangur náist án þess að hafa of íþyngjandi reglur. „Það hefur verið leiðarljós hér allan tímann,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira