Evrópusambandið að banna blýhögl við skotveiðar Karl Lúðvíksson skrifar 27. nóvember 2020 11:26 Evrópusambandið er í því ferli að banna alfarið notkun blýskota við veiðar á fuglum. Evrópusambandið hyggst banna notkun allra skotfæra með blýi á þessu ári og frá með 1. janúar verði aðeins leyfilegt að nota haglaskot með stálhöglum. Evrópusambandið hyggst banna notkun allra skotfæra með blýi á og við votlendissvæði þessu ári og frá með 1. janúar verði aðeins leyfilegt að nota haglaskot með stálhöglum. Ástæðan fyrir banninu er að áætlað er að um ein milljón votlendisfugla drepist á hverju ári vegna blýeitrunar þar sem blýið mengar jarðveg og vatnsból auðveldlega þegar það leysist upp í náttúrunni. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að um 40% þeirra votlendisfugla, sérstaklega svanir, voru með mjög hátt hlutfall blýs í blóðinu. Fleiri lönd hafa þegar tekið upp bann við notkun á blýhöglum, þar á meðal Danmörk en þar tók bannið gildi árið 1996. Flest lönd innan EU hafa þó ekki lagt til eða tekið upp alsherjarbann við notkun á blýhöglum en þessi nýja reglugerð gerir það að verkum að öll notkun verður bönnuð sem og sala á skotfærum til fuglaveiða sem innihalda blý. Aðlögunartíminn er 24 mánuðir frá og með 1. janúar 2021. Skotveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði 80% aukning umsókna hjá SVFR Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði
Evrópusambandið hyggst banna notkun allra skotfæra með blýi á og við votlendissvæði þessu ári og frá með 1. janúar verði aðeins leyfilegt að nota haglaskot með stálhöglum. Ástæðan fyrir banninu er að áætlað er að um ein milljón votlendisfugla drepist á hverju ári vegna blýeitrunar þar sem blýið mengar jarðveg og vatnsból auðveldlega þegar það leysist upp í náttúrunni. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að um 40% þeirra votlendisfugla, sérstaklega svanir, voru með mjög hátt hlutfall blýs í blóðinu. Fleiri lönd hafa þegar tekið upp bann við notkun á blýhöglum, þar á meðal Danmörk en þar tók bannið gildi árið 1996. Flest lönd innan EU hafa þó ekki lagt til eða tekið upp alsherjarbann við notkun á blýhöglum en þessi nýja reglugerð gerir það að verkum að öll notkun verður bönnuð sem og sala á skotfærum til fuglaveiða sem innihalda blý. Aðlögunartíminn er 24 mánuðir frá og með 1. janúar 2021.
Skotveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði 80% aukning umsókna hjá SVFR Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði