Kári segir 20 hafa greinst í gær en nýr stofn sé ekki sjáanlegur Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2020 10:09 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tuttugu greindust með kórónuveiruna í gær. 18 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 2 hjá Sýkla- og veirufræðideild Háskóla Íslands. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir tuttugu smit hafa greinst innanlands í gær. Átján hjá Íslenskri erfðagreiningu og tvö hjá Sýkla- og veirufræðideild Háskóla Íslands. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. 11 greindust innanlands í fyrradag og voru aðeins þrír af þeim í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagðist bíða forvitinn eftir niðurstöðum úr raðgreiningum vegna nýrra smita til að fá úr því skorið hvort nýr stofn veirunnar væri kominn til landsins. 15. ágúst síðastliðinn slapp stofn, sem hefur fengið ljósbláan litakóða í raðgreiningarferlinum, inn í landið og hefur jafnan verið kallaður „franska-afbrigðið“. Sá stofn varð ráðandi í þriðju bylgjunni sem hefur leikið þjóðina grátt. Kári segir enga nýja stofna sjást í þeim smitum sem greinst hafa upp á síðkastið. Ljósbláa-veiran blossaði lítillega upp fyrir skömmu en aftur hefur dregið úr henni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í gær hafa skilað tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Hann sagði að þær tillögur gætu tekið breytingum ef fjöldi sýktra heldur áfram að fara upp á við, sem hann gerði sannarlega í gær miðað við nýjustu tölur. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að smitstuðullinn væri í 1,5 og allt yfir einum væri ávísun á aðra bylgju faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir tuttugu smit hafa greinst innanlands í gær. Átján hjá Íslenskri erfðagreiningu og tvö hjá Sýkla- og veirufræðideild Háskóla Íslands. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. 11 greindust innanlands í fyrradag og voru aðeins þrír af þeim í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagðist bíða forvitinn eftir niðurstöðum úr raðgreiningum vegna nýrra smita til að fá úr því skorið hvort nýr stofn veirunnar væri kominn til landsins. 15. ágúst síðastliðinn slapp stofn, sem hefur fengið ljósbláan litakóða í raðgreiningarferlinum, inn í landið og hefur jafnan verið kallaður „franska-afbrigðið“. Sá stofn varð ráðandi í þriðju bylgjunni sem hefur leikið þjóðina grátt. Kári segir enga nýja stofna sjást í þeim smitum sem greinst hafa upp á síðkastið. Ljósbláa-veiran blossaði lítillega upp fyrir skömmu en aftur hefur dregið úr henni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í gær hafa skilað tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Hann sagði að þær tillögur gætu tekið breytingum ef fjöldi sýktra heldur áfram að fara upp á við, sem hann gerði sannarlega í gær miðað við nýjustu tölur. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að smitstuðullinn væri í 1,5 og allt yfir einum væri ávísun á aðra bylgju faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40
Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12