Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 14:40 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 en allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðull mælir hve smit dreifast hratt á milli manna. Thor segir stuðulinn hafa verið á uppleið of marga daga í röð. „Veiran er að dreifa sér of mikið. Það eru einstaklingar að fara um með veiruna og aðrir að taka við henni,“ segir Thor. Fjölgaði um 155 í sóttkví milli daga Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. „Við verðum að muna að við á Íslandi erum á mjög góðum stað miðað við löndin í kring og árangurinn mjög góður, en það þýðir ekki að allt megi fara í slaka aftur. Þegar smitstuðullinn er yfir 1 má búast við bylgju aftur,“ segir Thor. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað tillögur til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir. Verðum að vera vel á verði Thor segir að miðað við stöðuna sem er uppi í dag, margir að greinast utan sóttkvíar og smitstuðullinn jafnt og þétt á uppleið, sé hættulegt að slaka á. „Við verðum að vera mjög vel á verði núna.“ Jólahátíðin er fram undan og óttast Thor mjög að þróun faraldursins gæti tekið slæma stefnu með tilheyrandi ferðalögum og mannamótum. „Það sést að Bandaríkjamenn eru á nálum út af sinni þakkagjörðarhátíð og löndin í kring. Þá fer fólk að hópast mjög saman og smitin geta rokið upp. Þetta er það sem fólk veit alveg og við verðum að búast við.“ Hann segir að ráðlagt yrði að vera í almennilegum aðgerðum fram að jólum. „Og þá kemur bakslagið í janúar í staðinn. Þá sættum við okkur við að vera minna á ferðinni. Þessi hreyfanleiki fólks skapar þessa hættu.“ Thor ræddi málið einnig í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 en allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðull mælir hve smit dreifast hratt á milli manna. Thor segir stuðulinn hafa verið á uppleið of marga daga í röð. „Veiran er að dreifa sér of mikið. Það eru einstaklingar að fara um með veiruna og aðrir að taka við henni,“ segir Thor. Fjölgaði um 155 í sóttkví milli daga Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. „Við verðum að muna að við á Íslandi erum á mjög góðum stað miðað við löndin í kring og árangurinn mjög góður, en það þýðir ekki að allt megi fara í slaka aftur. Þegar smitstuðullinn er yfir 1 má búast við bylgju aftur,“ segir Thor. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað tillögur til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir. Verðum að vera vel á verði Thor segir að miðað við stöðuna sem er uppi í dag, margir að greinast utan sóttkvíar og smitstuðullinn jafnt og þétt á uppleið, sé hættulegt að slaka á. „Við verðum að vera mjög vel á verði núna.“ Jólahátíðin er fram undan og óttast Thor mjög að þróun faraldursins gæti tekið slæma stefnu með tilheyrandi ferðalögum og mannamótum. „Það sést að Bandaríkjamenn eru á nálum út af sinni þakkagjörðarhátíð og löndin í kring. Þá fer fólk að hópast mjög saman og smitin geta rokið upp. Þetta er það sem fólk veit alveg og við verðum að búast við.“ Hann segir að ráðlagt yrði að vera í almennilegum aðgerðum fram að jólum. „Og þá kemur bakslagið í janúar í staðinn. Þá sættum við okkur við að vera minna á ferðinni. Þessi hreyfanleiki fólks skapar þessa hættu.“ Thor ræddi málið einnig í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira