Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 11:12 Þórólfur Guðnason fór yfir stöðuna á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem stendur yfir. Hann segist áhyggjufullur varðandi stöðu mála. Hann hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum sem taka gildi 2. desember en hann hafði áður boðað vissar afléttingar í þeim tillögum. Hann segir möguleika á því að hann þurfi að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma í ljósi fleiri samfélagslegra smita undanfarið. Smitstuðull gæti verið á uppleið Ellefu greindust með Covid-19 smit innanlands í gær og voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Smitum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur en svo staðið í stað undanfarna daga. Þórólfur segir vísbendingu um að faraldurinn sé að fara aftur af stað í ljósi fjölgunar í smitum í samfélaginu sem erfitt er að reka. Þá séu vísbendingar í gögnum Háskóla Íslands þess efnis að smitstuðullinn sé að fara aftur upp á við. Nefndi Þórólfur að sum smitanna sem komið hafi upp undanfarið megi rekja til stórra verslunarmiðstöðva. Sömuleiðis til þess að fólk hafi farið óvarlega í veisluhöldum, sérstaklega síðustu helgi. Þá séu dæmi um að fólk fari óvarlega í sóttkví. Hann biðlaði til fólks að fara varlega í allri hópamyndun og huga að smitvörnum. Gæti þurft að enduskoða tillögurnar Nýjar tillögur Þórólfs um aðgerðir sem taka eiga gildi 2. desember hafa verið sendar heilbrigðisráðherra. Hann sagði ekki tímabært að ræða tillögur sínar en bæði Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, höfðu nefnt í viðtölum nýlega að reikna mætti einhverjum tilslökunum 2. desember. Þórólfur sagðist á fundinum í morgun mögulega þurfa að endurskoða tillögur sínar í ljósi nýrra aðstæðna. Töluvert væri um að fólk væri líka að greinast á landamærum. Hann nefndi aðgerðir til skoðunar varðandi sóttkví og einangrun fólks sem komi að utan og þannig lágmarka áhættuna á að fá smit inn í samfélagið. Aðspurður hvort ekki mætti reikna með hörðum aðgerðum fram í janúar sagðist Þórólfur ekki sjá fram í tímann. Hann minnti á að góður árangur hefði náðst. Fjögur hundruð stofnar veirunnar hefðu greinst á landamærum og komið í veg fyrir að kæmust inn í landið. Mikið ákall væri um afléttingu á sama tíma og merki eru um að faraldurinn sé að fara aftur af stað. „Við viljum ekki missa stjórn á faraldrinum aftur,“ segir Þórólfur. Einstaklingsbundnar sóttvarnir séu besta vörnin og skorar hann á landsmenn að standa sig næstu vikur og mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem stendur yfir. Hann segist áhyggjufullur varðandi stöðu mála. Hann hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum sem taka gildi 2. desember en hann hafði áður boðað vissar afléttingar í þeim tillögum. Hann segir möguleika á því að hann þurfi að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma í ljósi fleiri samfélagslegra smita undanfarið. Smitstuðull gæti verið á uppleið Ellefu greindust með Covid-19 smit innanlands í gær og voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Smitum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur en svo staðið í stað undanfarna daga. Þórólfur segir vísbendingu um að faraldurinn sé að fara aftur af stað í ljósi fjölgunar í smitum í samfélaginu sem erfitt er að reka. Þá séu vísbendingar í gögnum Háskóla Íslands þess efnis að smitstuðullinn sé að fara aftur upp á við. Nefndi Þórólfur að sum smitanna sem komið hafi upp undanfarið megi rekja til stórra verslunarmiðstöðva. Sömuleiðis til þess að fólk hafi farið óvarlega í veisluhöldum, sérstaklega síðustu helgi. Þá séu dæmi um að fólk fari óvarlega í sóttkví. Hann biðlaði til fólks að fara varlega í allri hópamyndun og huga að smitvörnum. Gæti þurft að enduskoða tillögurnar Nýjar tillögur Þórólfs um aðgerðir sem taka eiga gildi 2. desember hafa verið sendar heilbrigðisráðherra. Hann sagði ekki tímabært að ræða tillögur sínar en bæði Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, höfðu nefnt í viðtölum nýlega að reikna mætti einhverjum tilslökunum 2. desember. Þórólfur sagðist á fundinum í morgun mögulega þurfa að endurskoða tillögur sínar í ljósi nýrra aðstæðna. Töluvert væri um að fólk væri líka að greinast á landamærum. Hann nefndi aðgerðir til skoðunar varðandi sóttkví og einangrun fólks sem komi að utan og þannig lágmarka áhættuna á að fá smit inn í samfélagið. Aðspurður hvort ekki mætti reikna með hörðum aðgerðum fram í janúar sagðist Þórólfur ekki sjá fram í tímann. Hann minnti á að góður árangur hefði náðst. Fjögur hundruð stofnar veirunnar hefðu greinst á landamærum og komið í veg fyrir að kæmust inn í landið. Mikið ákall væri um afléttingu á sama tíma og merki eru um að faraldurinn sé að fara aftur af stað. „Við viljum ekki missa stjórn á faraldrinum aftur,“ segir Þórólfur. Einstaklingsbundnar sóttvarnir séu besta vörnin og skorar hann á landsmenn að standa sig næstu vikur og mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira