Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 11:12 Þórólfur Guðnason fór yfir stöðuna á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem stendur yfir. Hann segist áhyggjufullur varðandi stöðu mála. Hann hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum sem taka gildi 2. desember en hann hafði áður boðað vissar afléttingar í þeim tillögum. Hann segir möguleika á því að hann þurfi að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma í ljósi fleiri samfélagslegra smita undanfarið. Smitstuðull gæti verið á uppleið Ellefu greindust með Covid-19 smit innanlands í gær og voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Smitum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur en svo staðið í stað undanfarna daga. Þórólfur segir vísbendingu um að faraldurinn sé að fara aftur af stað í ljósi fjölgunar í smitum í samfélaginu sem erfitt er að reka. Þá séu vísbendingar í gögnum Háskóla Íslands þess efnis að smitstuðullinn sé að fara aftur upp á við. Nefndi Þórólfur að sum smitanna sem komið hafi upp undanfarið megi rekja til stórra verslunarmiðstöðva. Sömuleiðis til þess að fólk hafi farið óvarlega í veisluhöldum, sérstaklega síðustu helgi. Þá séu dæmi um að fólk fari óvarlega í sóttkví. Hann biðlaði til fólks að fara varlega í allri hópamyndun og huga að smitvörnum. Gæti þurft að enduskoða tillögurnar Nýjar tillögur Þórólfs um aðgerðir sem taka eiga gildi 2. desember hafa verið sendar heilbrigðisráðherra. Hann sagði ekki tímabært að ræða tillögur sínar en bæði Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, höfðu nefnt í viðtölum nýlega að reikna mætti einhverjum tilslökunum 2. desember. Þórólfur sagðist á fundinum í morgun mögulega þurfa að endurskoða tillögur sínar í ljósi nýrra aðstæðna. Töluvert væri um að fólk væri líka að greinast á landamærum. Hann nefndi aðgerðir til skoðunar varðandi sóttkví og einangrun fólks sem komi að utan og þannig lágmarka áhættuna á að fá smit inn í samfélagið. Aðspurður hvort ekki mætti reikna með hörðum aðgerðum fram í janúar sagðist Þórólfur ekki sjá fram í tímann. Hann minnti á að góður árangur hefði náðst. Fjögur hundruð stofnar veirunnar hefðu greinst á landamærum og komið í veg fyrir að kæmust inn í landið. Mikið ákall væri um afléttingu á sama tíma og merki eru um að faraldurinn sé að fara aftur af stað. „Við viljum ekki missa stjórn á faraldrinum aftur,“ segir Þórólfur. Einstaklingsbundnar sóttvarnir séu besta vörnin og skorar hann á landsmenn að standa sig næstu vikur og mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem stendur yfir. Hann segist áhyggjufullur varðandi stöðu mála. Hann hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum sem taka gildi 2. desember en hann hafði áður boðað vissar afléttingar í þeim tillögum. Hann segir möguleika á því að hann þurfi að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma í ljósi fleiri samfélagslegra smita undanfarið. Smitstuðull gæti verið á uppleið Ellefu greindust með Covid-19 smit innanlands í gær og voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Smitum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur en svo staðið í stað undanfarna daga. Þórólfur segir vísbendingu um að faraldurinn sé að fara aftur af stað í ljósi fjölgunar í smitum í samfélaginu sem erfitt er að reka. Þá séu vísbendingar í gögnum Háskóla Íslands þess efnis að smitstuðullinn sé að fara aftur upp á við. Nefndi Þórólfur að sum smitanna sem komið hafi upp undanfarið megi rekja til stórra verslunarmiðstöðva. Sömuleiðis til þess að fólk hafi farið óvarlega í veisluhöldum, sérstaklega síðustu helgi. Þá séu dæmi um að fólk fari óvarlega í sóttkví. Hann biðlaði til fólks að fara varlega í allri hópamyndun og huga að smitvörnum. Gæti þurft að enduskoða tillögurnar Nýjar tillögur Þórólfs um aðgerðir sem taka eiga gildi 2. desember hafa verið sendar heilbrigðisráðherra. Hann sagði ekki tímabært að ræða tillögur sínar en bæði Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, höfðu nefnt í viðtölum nýlega að reikna mætti einhverjum tilslökunum 2. desember. Þórólfur sagðist á fundinum í morgun mögulega þurfa að endurskoða tillögur sínar í ljósi nýrra aðstæðna. Töluvert væri um að fólk væri líka að greinast á landamærum. Hann nefndi aðgerðir til skoðunar varðandi sóttkví og einangrun fólks sem komi að utan og þannig lágmarka áhættuna á að fá smit inn í samfélagið. Aðspurður hvort ekki mætti reikna með hörðum aðgerðum fram í janúar sagðist Þórólfur ekki sjá fram í tímann. Hann minnti á að góður árangur hefði náðst. Fjögur hundruð stofnar veirunnar hefðu greinst á landamærum og komið í veg fyrir að kæmust inn í landið. Mikið ákall væri um afléttingu á sama tíma og merki eru um að faraldurinn sé að fara aftur af stað. „Við viljum ekki missa stjórn á faraldrinum aftur,“ segir Þórólfur. Einstaklingsbundnar sóttvarnir séu besta vörnin og skorar hann á landsmenn að standa sig næstu vikur og mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira