Hríðarveður í kortunum: Takmarkað skyggni og hviður allt að 40 metrar á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 07:15 Vindaspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 15 í dag. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið; þau landsvæði sem sleppa við viðvaranir í þetta sinn eru Suðausturland, Austfirðir, Austurland að Glettingi og Norðurland eystra. Þegar þetta er skrifað er reyndar gul viðvörun í gildi þar vegna sunnan storms en hún fellur úr gildi klukkan 8 nú í morgunsárið. Verður einna verst á Reykjanesi Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að meðalvindur geti farið í allt að 25 metra á sekúndu og í hviðum upp í allt að 38 til 40 metra á sekúndu. Veðrið verði einna verst á Reykjanesi og á svæðinu sem nær frá Þorlákshöfn og allt norður á Snæfellsnes. Þá bendir hann á að veðrinu geti fylgt há sjávarstaða og sjógangur. Þannig megi búast við hárri sjávarstöðu í eftirmiðdaginn og mikilli ölduhæð vestur og suðvestur af landinu. Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Faxaflóa frá 9 til 13 í dag. Síðan tekur við appelsínugul viðvörun á svæðinu sem gildir frá 13 til 23 í kvöld: „Suðvestan 18-25 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir á vef Veðurstofunnar. Það sama er uppi á teningnum á Breiðafirði. Þar er gul viðvörun vegna suðvestan hvassviðris og élja frá klukkan 9 til 12. Svo tekur við appelsínugul viðvörun til klukkan 23 í kvöld þar sem varað er við suðvestan stormi eða roki og éljum: „Búist er við suðvestan 18-25 m/s og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjunum.“ Mjög takmarkað skyggni á höfuðborgarsvæðinu „Það verður hvasst og ennþá hvassara í éljunum sjálfum. Þetta er allt að keyrast í gang og ætli þetta verði ekki orðið ansi leiðinlegt um hádegið,“ segir Páll í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun vegna suðvestanhríðar frá 9 í dag til 5 í fyrramálið. Spáð er 15 til 23 metrum á sekúndu og mjög dimmum éljum. Varað er við hálku á götum og gangstéttum og mjög takmörkuðu skyggni á köflum sem geti valdið vandræðum í umferðinni. Einnig er varað við suðvestanhríð á Suðurlandi með gulri viðvörun frá 12 í dag til 8 í fyrramálið: „Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.“ Á Vestfjörðum er gul viðvörun í gildi frá 10 í dag til 3 í nótt. Þar er búist við 18-25 metrum á sekúndu og talsverðum eða miklum éljagangi í suðvestan stormi eða roki og éljum. Mikið hvassviðri í éljahryðjum Þá má búast við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig er spáð miklu hvassviðri í éljahryðjum. Gul viðvörun er í gildi frá 12 í dag til 8 í fyrramálið fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna suðvestan storms eða roks og élja: „Búist er við suðvestan 18-25 og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjum.“ Á miðhálendinu gengur gul viðvörun í gildi klukkan 14 í dag og rennur út klukkan 10 í fyrramálið. Þar er spáð suðvestan stormi eða roki og éljum, 18-25 metrum á sekúndu, talsverðum éljagangi og lélegu skyggni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar. Hér má lesa um viðvaranir sem eru í gildi og hér má nálgast staðaspár. Þá er einnig vert að benda á vef Vegagerðarinnar þar sem fylgjast má með færð á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið; þau landsvæði sem sleppa við viðvaranir í þetta sinn eru Suðausturland, Austfirðir, Austurland að Glettingi og Norðurland eystra. Þegar þetta er skrifað er reyndar gul viðvörun í gildi þar vegna sunnan storms en hún fellur úr gildi klukkan 8 nú í morgunsárið. Verður einna verst á Reykjanesi Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að meðalvindur geti farið í allt að 25 metra á sekúndu og í hviðum upp í allt að 38 til 40 metra á sekúndu. Veðrið verði einna verst á Reykjanesi og á svæðinu sem nær frá Þorlákshöfn og allt norður á Snæfellsnes. Þá bendir hann á að veðrinu geti fylgt há sjávarstaða og sjógangur. Þannig megi búast við hárri sjávarstöðu í eftirmiðdaginn og mikilli ölduhæð vestur og suðvestur af landinu. Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Faxaflóa frá 9 til 13 í dag. Síðan tekur við appelsínugul viðvörun á svæðinu sem gildir frá 13 til 23 í kvöld: „Suðvestan 18-25 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir á vef Veðurstofunnar. Það sama er uppi á teningnum á Breiðafirði. Þar er gul viðvörun vegna suðvestan hvassviðris og élja frá klukkan 9 til 12. Svo tekur við appelsínugul viðvörun til klukkan 23 í kvöld þar sem varað er við suðvestan stormi eða roki og éljum: „Búist er við suðvestan 18-25 m/s og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjunum.“ Mjög takmarkað skyggni á höfuðborgarsvæðinu „Það verður hvasst og ennþá hvassara í éljunum sjálfum. Þetta er allt að keyrast í gang og ætli þetta verði ekki orðið ansi leiðinlegt um hádegið,“ segir Páll í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun vegna suðvestanhríðar frá 9 í dag til 5 í fyrramálið. Spáð er 15 til 23 metrum á sekúndu og mjög dimmum éljum. Varað er við hálku á götum og gangstéttum og mjög takmörkuðu skyggni á köflum sem geti valdið vandræðum í umferðinni. Einnig er varað við suðvestanhríð á Suðurlandi með gulri viðvörun frá 12 í dag til 8 í fyrramálið: „Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.“ Á Vestfjörðum er gul viðvörun í gildi frá 10 í dag til 3 í nótt. Þar er búist við 18-25 metrum á sekúndu og talsverðum eða miklum éljagangi í suðvestan stormi eða roki og éljum. Mikið hvassviðri í éljahryðjum Þá má búast við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig er spáð miklu hvassviðri í éljahryðjum. Gul viðvörun er í gildi frá 12 í dag til 8 í fyrramálið fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna suðvestan storms eða roks og élja: „Búist er við suðvestan 18-25 og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjum.“ Á miðhálendinu gengur gul viðvörun í gildi klukkan 14 í dag og rennur út klukkan 10 í fyrramálið. Þar er spáð suðvestan stormi eða roki og éljum, 18-25 metrum á sekúndu, talsverðum éljagangi og lélegu skyggni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar. Hér má lesa um viðvaranir sem eru í gildi og hér má nálgast staðaspár. Þá er einnig vert að benda á vef Vegagerðarinnar þar sem fylgjast má með færð á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira