„Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 17:37 Frá samningafundi ríkisins og flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem eru í verkfalli, hjá ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Vilhelm Samningafundi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið, sem hófst klukkan fjögur í dag, er lokið. Fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir alvarlega stöðu blasa við ef ekki tekst að semja sem allra fyrst. Ríkissáttasemjari hafði frumkvæði að boðun fundarins samkvæmt upplýsingum fréttastofu eftir að hafa rætt við formenn samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en verkfall hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagðist í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, skömmu áður en fundinum lauk, að hann bindi vonir við að fljótlega fari að rofa til í deilunni. „Ég ætla nú að leyfa mér að vera bjartsýnn, ég held að þetta hljóti nú að fara að ganga eitthvað,“ sagði Georg. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum. Það liggur fyrir hvað svo sem gerist í dag, að við verðum stopp frá og með miðnætti og vonandi þó ekki lengur en fram á helgina, fram á laugardag sunnudag,“ sagði Georg. Landhelgisgæslan er með þrjár þyrlur á sínum snærum. TF Líf, Gró og Eir. Líf og Eir hafa verið óhreyfðar síðan verkfallið hófst. Líf hefur verið í viðhaldi lengi og stendur til að selja hana. Eir var í viðhaldsskoðun þegar verkfallið skall á. Á miðnætti í kvöld þarf Gró að fara í viðhald vegna uppsafnaðs flugtíma. „Það er svokölluð dagsetningarskoðun á þessari einu vél sem að við höfum getað haldið úti og hún verður ekkert umflúin og tekur ákveðinn tíma. Spurningin er í raun bara hvort við fáum nægan mannafla til þess að klára þetta á tveim dögum eða hvort við verðum lengur vegna mannaskorts,“ sagði Georg. Áhrifa verkfallsins gæti fram í febrúar Enn alvarlegri staða blasi við ef verkfallið dregst frekar á langinn. „Þetta er í sjálfu sér lítið mál miðað við það sem er í vændum ef verkfallið leysist ekki. Þá er allsherjarstopp, ekki seinna en 12. desember. Þá munum við ekki lengur geta haldið úti neinni þyrlu og það sem að bættist svo við er að viðhaldsþörfin hún safnast upp og öll planlaggning, öll skipulagning á viðhaldi, er stopp. Þannig að skoðanir sem eiga að vera á næstu vikum og meira að segja mánuðum, þær munu dragast. Það er ekki búið að gera þær ráðstafanir sem þarf að gera eins og að panta íhluti eða planleggja hvernig skuli unnið,“ segir Georg. „Þannig að desembermánuður verður mjög slæmur og þessa mun gæta alveg fram í febrúar í rauninni.“ Landhelgisgæslan muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að tryggja öryggi og þjónustu eftir fremsta megni í ljósi stöðunnar. Meðal annars verði hægt að nýta skipaflota gæslunnar eftir föngum. „Það er í sjálfu sér ekki um marga kosti að ræða. Við erum einungis með tvö tiltæk skip eins og á stendur en munum að sjálfsögðu reyna að gera eins og við getum,“ segir Georg. Viðtal við hann í heild sinni úr þættinum Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan. Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið, sem hófst klukkan fjögur í dag, er lokið. Fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir alvarlega stöðu blasa við ef ekki tekst að semja sem allra fyrst. Ríkissáttasemjari hafði frumkvæði að boðun fundarins samkvæmt upplýsingum fréttastofu eftir að hafa rætt við formenn samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en verkfall hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagðist í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, skömmu áður en fundinum lauk, að hann bindi vonir við að fljótlega fari að rofa til í deilunni. „Ég ætla nú að leyfa mér að vera bjartsýnn, ég held að þetta hljóti nú að fara að ganga eitthvað,“ sagði Georg. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum. Það liggur fyrir hvað svo sem gerist í dag, að við verðum stopp frá og með miðnætti og vonandi þó ekki lengur en fram á helgina, fram á laugardag sunnudag,“ sagði Georg. Landhelgisgæslan er með þrjár þyrlur á sínum snærum. TF Líf, Gró og Eir. Líf og Eir hafa verið óhreyfðar síðan verkfallið hófst. Líf hefur verið í viðhaldi lengi og stendur til að selja hana. Eir var í viðhaldsskoðun þegar verkfallið skall á. Á miðnætti í kvöld þarf Gró að fara í viðhald vegna uppsafnaðs flugtíma. „Það er svokölluð dagsetningarskoðun á þessari einu vél sem að við höfum getað haldið úti og hún verður ekkert umflúin og tekur ákveðinn tíma. Spurningin er í raun bara hvort við fáum nægan mannafla til þess að klára þetta á tveim dögum eða hvort við verðum lengur vegna mannaskorts,“ sagði Georg. Áhrifa verkfallsins gæti fram í febrúar Enn alvarlegri staða blasi við ef verkfallið dregst frekar á langinn. „Þetta er í sjálfu sér lítið mál miðað við það sem er í vændum ef verkfallið leysist ekki. Þá er allsherjarstopp, ekki seinna en 12. desember. Þá munum við ekki lengur geta haldið úti neinni þyrlu og það sem að bættist svo við er að viðhaldsþörfin hún safnast upp og öll planlaggning, öll skipulagning á viðhaldi, er stopp. Þannig að skoðanir sem eiga að vera á næstu vikum og meira að segja mánuðum, þær munu dragast. Það er ekki búið að gera þær ráðstafanir sem þarf að gera eins og að panta íhluti eða planleggja hvernig skuli unnið,“ segir Georg. „Þannig að desembermánuður verður mjög slæmur og þessa mun gæta alveg fram í febrúar í rauninni.“ Landhelgisgæslan muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að tryggja öryggi og þjónustu eftir fremsta megni í ljósi stöðunnar. Meðal annars verði hægt að nýta skipaflota gæslunnar eftir föngum. „Það er í sjálfu sér ekki um marga kosti að ræða. Við erum einungis með tvö tiltæk skip eins og á stendur en munum að sjálfsögðu reyna að gera eins og við getum,“ segir Georg. Viðtal við hann í heild sinni úr þættinum Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan.
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira