Lognið á undan storminum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 13:33 Himininn logaði gulur, bleikur og appelsínugulur í morgun. Myndin er tekin í Hlíðahverfi yfir Kringluna. Í fjarska sést gufa frá Hellisheiðarvirkjun og Bláfjöll. Vísir/Egill Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag. Langir geislar sólar skópu litríkt listaverk á suðausturhimninum í morgun sem vakti athygli margra sem voru á ferðinni eða var litið út um glugga. Á sama tíma var nær algert logn á höfuðborgarsvæðinu. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, náði meðfylgjandi myndum af sólarupprásinni í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan 10:20 í morgun. Sjónarspilið fyrir sólarupprás í morgun nefnist belti Venusar. Næst sjóndeildarhringnum var gráblár skuggi jarðarinnar og fyrir ofan hann bleikur bjarmi. Himinninn roðnar á þennan hátt þegar sól er lágt á lofti þar sem sólargeislarnir þurfa að ferðast lengri leið í gegnum lofthjúp jarðar en þegar hún er hærra á lofti. Blái hluti sólarljóssins dreifist meira en sá rauði á leiðinni í gegnum andrúmsloftið og því verður himinninn bleikur eða rauðleitur. Sama fyrirbæri sést einnig skömmu eftir sólsetur. Lognið í morgun er skammgóður vermir því gul viðvörun vegna suðaustanhríðaveðurs tekur gildi klukkan 20:00 í kvöld. Gular viðvaranir eru einnig á Suðurlandi, við Faxaflóa, við Breiðafjörð, á hluta Vestfjarða og á Norðurlandi eystra. Appelsínugular viðvaranir vegna hríðar verða í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Miðhálendinu. Falleg birta var yfir höfuðborginni í morgun sem setti svip sinn á fjallsýnina í kring, Esjuna og Akrafjall.Vísir/Egill Belti Venusar yfir Reykjavík og Seltjarnarnesi miðvikudaginn 25. nóvember 2020. Gráblái liturinn neðst við sjóndeildarhringinn er skugginn sem jörðin varpar út í geim. Fyrir ofan hann er himinninn bleikur á lit því blái hluti sólargeislanna hefur dreifst á langri leið í gegnum lofthjúp jarðar og eftir stendur rauði hluti ljóssins.Vísir/Egill Veður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag. Langir geislar sólar skópu litríkt listaverk á suðausturhimninum í morgun sem vakti athygli margra sem voru á ferðinni eða var litið út um glugga. Á sama tíma var nær algert logn á höfuðborgarsvæðinu. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, náði meðfylgjandi myndum af sólarupprásinni í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan 10:20 í morgun. Sjónarspilið fyrir sólarupprás í morgun nefnist belti Venusar. Næst sjóndeildarhringnum var gráblár skuggi jarðarinnar og fyrir ofan hann bleikur bjarmi. Himinninn roðnar á þennan hátt þegar sól er lágt á lofti þar sem sólargeislarnir þurfa að ferðast lengri leið í gegnum lofthjúp jarðar en þegar hún er hærra á lofti. Blái hluti sólarljóssins dreifist meira en sá rauði á leiðinni í gegnum andrúmsloftið og því verður himinninn bleikur eða rauðleitur. Sama fyrirbæri sést einnig skömmu eftir sólsetur. Lognið í morgun er skammgóður vermir því gul viðvörun vegna suðaustanhríðaveðurs tekur gildi klukkan 20:00 í kvöld. Gular viðvaranir eru einnig á Suðurlandi, við Faxaflóa, við Breiðafjörð, á hluta Vestfjarða og á Norðurlandi eystra. Appelsínugular viðvaranir vegna hríðar verða í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Miðhálendinu. Falleg birta var yfir höfuðborginni í morgun sem setti svip sinn á fjallsýnina í kring, Esjuna og Akrafjall.Vísir/Egill Belti Venusar yfir Reykjavík og Seltjarnarnesi miðvikudaginn 25. nóvember 2020. Gráblái liturinn neðst við sjóndeildarhringinn er skugginn sem jörðin varpar út í geim. Fyrir ofan hann er himinninn bleikur á lit því blái hluti sólargeislanna hefur dreifst á langri leið í gegnum lofthjúp jarðar og eftir stendur rauði hluti ljóssins.Vísir/Egill
Veður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira