Allt eins líklegt að sóttvarnalæknir mæli með reglugerð með styttri gildistíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 12:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Í minnisblaðinu verða tillögur hans um næstu sóttvarnaaðgerðir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þarf að skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Á síðasta upplýsingafundi velti hann fyrir sér hvort hann myndi ráðleggja ráðherra að næstu sóttvarnaaðgerðir myndu gilda út þetta ár. Þórólfur segir að nú sé allt eins líklegt að þær muni duga til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef illa fer. Málið sé þó allt enn í skoðun. „Við erum náttúrulega ennþá með smit í gangi. Við erum með samfélagslegt smit; nokkur smit á dag þannig að veiran lúrir þarna einhvers staðar úti í samfélaginu þrátt fyrir að hún sé í minni mæli eins og staðan er núna. Það segir okkur enn frekar að við þurfum að aflétta hægt og þá er þá spurningin hvort það sé hægt að gera það með því að hafa tillögur sem gilda svona lengi eða hvort það sé betra að gera það í smærri skrefum. Það er í rauninni það sem þetta snýst um núna í mínum huga.“ Í gær lækkaði Landspítalinn viðbúnaðarstig sitt úr hættustigi og yfir á óvissustig í ljósi batnandi stöðu á spítalanum. Þórólfur var spurður hvort staðan í faraldrinum væri samkvæmt áætlun. „Fram að þessu hefur þetta kannski gengið heldur hraðar en ég bjóst við en við sjáum samt áfram smit úti í samfélaginu og held að það sé líka það sem maður bjóst við. Auðvitað vill maður sjá þetta fara bara niður í núll smit en það er kannski bjartsýn von. Við erum búin að ná mjög góðum árangri öll saman; allt samfélagið staðið saman og við viljum ekki glutra því niður þannig að við þurfum að fara mjög hægt af stað og reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir og hvetja alla til dáða varðandi einstaklingsbundnar sýkingavarnir og það er það sem ég mun fjalla um í mínum tillögum til ráðherra.“ Leiðbeiningar fyrir landsmenn um veisluhöld og sýkingarvarnir eru í lokavinnslu. Almannavarnir sjá um leiðbeiningarnar. „Ég á von á því að það verði bara í lok vikunnar sem við getum farið að birta það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01 Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þarf að skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Á síðasta upplýsingafundi velti hann fyrir sér hvort hann myndi ráðleggja ráðherra að næstu sóttvarnaaðgerðir myndu gilda út þetta ár. Þórólfur segir að nú sé allt eins líklegt að þær muni duga til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef illa fer. Málið sé þó allt enn í skoðun. „Við erum náttúrulega ennþá með smit í gangi. Við erum með samfélagslegt smit; nokkur smit á dag þannig að veiran lúrir þarna einhvers staðar úti í samfélaginu þrátt fyrir að hún sé í minni mæli eins og staðan er núna. Það segir okkur enn frekar að við þurfum að aflétta hægt og þá er þá spurningin hvort það sé hægt að gera það með því að hafa tillögur sem gilda svona lengi eða hvort það sé betra að gera það í smærri skrefum. Það er í rauninni það sem þetta snýst um núna í mínum huga.“ Í gær lækkaði Landspítalinn viðbúnaðarstig sitt úr hættustigi og yfir á óvissustig í ljósi batnandi stöðu á spítalanum. Þórólfur var spurður hvort staðan í faraldrinum væri samkvæmt áætlun. „Fram að þessu hefur þetta kannski gengið heldur hraðar en ég bjóst við en við sjáum samt áfram smit úti í samfélaginu og held að það sé líka það sem maður bjóst við. Auðvitað vill maður sjá þetta fara bara niður í núll smit en það er kannski bjartsýn von. Við erum búin að ná mjög góðum árangri öll saman; allt samfélagið staðið saman og við viljum ekki glutra því niður þannig að við þurfum að fara mjög hægt af stað og reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir og hvetja alla til dáða varðandi einstaklingsbundnar sýkingavarnir og það er það sem ég mun fjalla um í mínum tillögum til ráðherra.“ Leiðbeiningar fyrir landsmenn um veisluhöld og sýkingarvarnir eru í lokavinnslu. Almannavarnir sjá um leiðbeiningarnar. „Ég á von á því að það verði bara í lok vikunnar sem við getum farið að birta það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01 Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01
Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?