Forseti ASÍ segir SA vera að gíra sig upp gegn launahækkunum um áramót Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2020 12:22 Samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði eiga laun að hækka um áramótin. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir Samtök atvinnulífsins greinilega vera að gíra sig upp í að það sé ofrausn að samningsbundnar launahækkanir taki gildi um áramótin. En forstöðumaður efnahagssviðs SA segir laun hér á landi hafa hækkað mest innan allra Norðurlandanna undanfarið ár. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að laun hafi hækkað mest að raunvirði á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin síðustu tólf mánuði. Þetta komi væntanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar áhrif kórónuveirunnar hafi leitt til mikils tekjufalls og atvinnuleysis. Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.Mynd/heimasíða SA Anna Hrefna segir aðlaun hafi hækkað um 7,1 prósent hér á landi síðustu tólf mánuðina. Það sémesta ársbreyting á launum fráárinu 2018. Þá segir hún dræmustu hagvaxtarhorfurnar vera hér á landi en Ísland sé í flokki með Luxemburg og Sviss með hæstu launin innan OECD ríkjanna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þetta ótrúlegan málflutning. „Og greinilega verið að gíra sig upp í það að það sé ofrausn að það komi til krónutöluhækkana í janúar. Þetta dregur hins vegar upp þá mynd fyrir okkur að kjarasamingar hafi tekist að því leyti að lægstu laun hækka mest. Það virðist ekki vera almennt launaskrið í kjölfarið á almenna markaðnum,“segir forseti ASÍ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þá sé ekki hægt að hengja sig á launabreytingar í október því ýmislegt ýki áhrifin þar eins og stytting vinnutíma sem ekki feli í sér kostnaðasráhrif fyrir vinnuveitendur. Sá kostnaður sléttist út með minni veikindum starfsfólks og auknum afköstum. Þá séu ýmsar stéttir að fá umsamdar afturvirkar greiðslur. Launaþróun hér hafi verið í samhengi við gerða samninga. Það komi ekki á óvart að laun hér mælist hærri en á hinum Norðurlöndunum. „Ef við skoðum Norðurlöndin þá eru margir að gera kjarasamninga þar þessa dagana og þeir eru svipaðir og okkar kjarasamningar. Það er að segja prinsippið að vera með hækkun lægstu launa og krónutöluhækkanir. Þannig að það er í rauninni viðbrögð við kreppunni. Ef við myndum ganga til samninga núna væru þetta augljóslega okkar áherslur eins og samið var um síðast,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir Samtök atvinnulífsins greinilega vera að gíra sig upp í að það sé ofrausn að samningsbundnar launahækkanir taki gildi um áramótin. En forstöðumaður efnahagssviðs SA segir laun hér á landi hafa hækkað mest innan allra Norðurlandanna undanfarið ár. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að laun hafi hækkað mest að raunvirði á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin síðustu tólf mánuði. Þetta komi væntanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar áhrif kórónuveirunnar hafi leitt til mikils tekjufalls og atvinnuleysis. Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.Mynd/heimasíða SA Anna Hrefna segir aðlaun hafi hækkað um 7,1 prósent hér á landi síðustu tólf mánuðina. Það sémesta ársbreyting á launum fráárinu 2018. Þá segir hún dræmustu hagvaxtarhorfurnar vera hér á landi en Ísland sé í flokki með Luxemburg og Sviss með hæstu launin innan OECD ríkjanna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þetta ótrúlegan málflutning. „Og greinilega verið að gíra sig upp í það að það sé ofrausn að það komi til krónutöluhækkana í janúar. Þetta dregur hins vegar upp þá mynd fyrir okkur að kjarasamingar hafi tekist að því leyti að lægstu laun hækka mest. Það virðist ekki vera almennt launaskrið í kjölfarið á almenna markaðnum,“segir forseti ASÍ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þá sé ekki hægt að hengja sig á launabreytingar í október því ýmislegt ýki áhrifin þar eins og stytting vinnutíma sem ekki feli í sér kostnaðasráhrif fyrir vinnuveitendur. Sá kostnaður sléttist út með minni veikindum starfsfólks og auknum afköstum. Þá séu ýmsar stéttir að fá umsamdar afturvirkar greiðslur. Launaþróun hér hafi verið í samhengi við gerða samninga. Það komi ekki á óvart að laun hér mælist hærri en á hinum Norðurlöndunum. „Ef við skoðum Norðurlöndin þá eru margir að gera kjarasamninga þar þessa dagana og þeir eru svipaðir og okkar kjarasamningar. Það er að segja prinsippið að vera með hækkun lægstu launa og krónutöluhækkanir. Þannig að það er í rauninni viðbrögð við kreppunni. Ef við myndum ganga til samninga núna væru þetta augljóslega okkar áherslur eins og samið var um síðast,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira