Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2020 08:55 Jón Eiríksson var gjarnan kallaður Drangeyjarjarl enda tíður gestur í eynni. Siv Friðleifsdóttir Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. Það er Morgunblaðið sem greinir frá andláti Jóns. Jón fluttist ungur að árum á Reykjaströnd í Skagafirði og bjó lengst af að Fagranesi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni en sneri að því loknu aftur á heimaslóðirnar. Á Fagranesi rak Jón lengi blandað bú og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í sveitinni. Hann fór snemma að sækja í Drangey þar sem hann seig í björg eftir eggjum og veiddi fugla. Hann hóf skipulagðar ferðir út í eyna árið 1990 og kom upp nýrri bryggju og lendingaraðstöðu. Ný höfn var svo útbúin um 2008 líkt og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2008 þar sem rætt er við Jón. Jón var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir, fædd 1940 og eignuðust þau fimm börn - Eirík, Sigurjón, Viggó, Sigmund og Öldu. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir (1944-1997). Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn. Siglt út í Drangey.Siv Friðleifsdóttir Að neðan má sjá tilkynningu frá aðstandendum Jóns: Jón Sigurður Eiríksson, Drangeyjarjarl, fæddist á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði hefðbundinn búskap ásamt samt því að gera út á grásleppu og veiðar á þorski. Jón byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum á Reykjaströnd og hóf Drangeyjarferðir þar sem hann fræddi margar kynslóðir um Grettir sterka og sögu eyjarinnar. Hann stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 50 ár. Einn af fáum sem kleif Kerlinguna sem er 52m hár drangur við Drangey. Jón átti auðvelt með að hrífa fólk með nærveru sinni og frásagnarhæfileikar hans voru einstakir, þar með varð öllum þeim sem fóru með honum til Drangeyjar þær ferðir ógleymanlegar. Jón hefur náð að áorka gífurlega miklu um ævina. Hann steypti upp bryggju í Drangey, byggði upp Grettislaug og síðar Jarlslaug.Einnig sá hann um gerð varnargarðs til verndar landminja á Reykjum fyrir sjóágangi. Jón var útsjónarsamur og gerði hvað hann gat til að nýta það sem hann hafði til fullnustu. Það sýndi sig best í því þegar hann kom upp rafstöð bæði á Fagranesi árið 1958 og á Reykjum árið 2007. Jón var stórhuga enda voru jákvæðni og drifkrafturinn allsráðandi í hans hugarfari. Framlag hans til menningar-, ferða- og félagsmála voru mikils metin í samfélaginu. Jón var mikill hagyrðingur og liggja margar góðar vísur eftir hann. Jón hafði oft orðatiltækið; Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysinu. Jón eignaðist 10 börn og eru þau öll uppkomin. Drangeyjarjarlinn með gesti úti í eynni.Siv Friðleifsdóttir Andlát Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. Það er Morgunblaðið sem greinir frá andláti Jóns. Jón fluttist ungur að árum á Reykjaströnd í Skagafirði og bjó lengst af að Fagranesi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni en sneri að því loknu aftur á heimaslóðirnar. Á Fagranesi rak Jón lengi blandað bú og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í sveitinni. Hann fór snemma að sækja í Drangey þar sem hann seig í björg eftir eggjum og veiddi fugla. Hann hóf skipulagðar ferðir út í eyna árið 1990 og kom upp nýrri bryggju og lendingaraðstöðu. Ný höfn var svo útbúin um 2008 líkt og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2008 þar sem rætt er við Jón. Jón var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir, fædd 1940 og eignuðust þau fimm börn - Eirík, Sigurjón, Viggó, Sigmund og Öldu. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir (1944-1997). Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn. Siglt út í Drangey.Siv Friðleifsdóttir Að neðan má sjá tilkynningu frá aðstandendum Jóns: Jón Sigurður Eiríksson, Drangeyjarjarl, fæddist á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði hefðbundinn búskap ásamt samt því að gera út á grásleppu og veiðar á þorski. Jón byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum á Reykjaströnd og hóf Drangeyjarferðir þar sem hann fræddi margar kynslóðir um Grettir sterka og sögu eyjarinnar. Hann stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 50 ár. Einn af fáum sem kleif Kerlinguna sem er 52m hár drangur við Drangey. Jón átti auðvelt með að hrífa fólk með nærveru sinni og frásagnarhæfileikar hans voru einstakir, þar með varð öllum þeim sem fóru með honum til Drangeyjar þær ferðir ógleymanlegar. Jón hefur náð að áorka gífurlega miklu um ævina. Hann steypti upp bryggju í Drangey, byggði upp Grettislaug og síðar Jarlslaug.Einnig sá hann um gerð varnargarðs til verndar landminja á Reykjum fyrir sjóágangi. Jón var útsjónarsamur og gerði hvað hann gat til að nýta það sem hann hafði til fullnustu. Það sýndi sig best í því þegar hann kom upp rafstöð bæði á Fagranesi árið 1958 og á Reykjum árið 2007. Jón var stórhuga enda voru jákvæðni og drifkrafturinn allsráðandi í hans hugarfari. Framlag hans til menningar-, ferða- og félagsmála voru mikils metin í samfélaginu. Jón var mikill hagyrðingur og liggja margar góðar vísur eftir hann. Jón hafði oft orðatiltækið; Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysinu. Jón eignaðist 10 börn og eru þau öll uppkomin. Drangeyjarjarlinn með gesti úti í eynni.Siv Friðleifsdóttir
Andlát Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira