Alsælir fangar með jólaverkefni frá skógræktinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2020 19:35 Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni, segir fangaverði og fagna vera alsæla með jólaverkefnið, sem skógræktin kemur með í fangelsið. Fangarnir sjá um að setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá föngum og fangavörðum á Litla Hrauni með verkefni frá skógræktinni, sem fangelsið hefur fengið fyrir jólin. Það snýst um að fangar setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir. Starfsmenn skógræktarinnar á Suðurlandi sjá um að klippa greinarnar af trjánum, auk þess að týna köngla af þeim. Síðan er farið á Litla Hraun með afraksturinn þar sem fangarnir taka við keflinu. „Já, við viljum láta leiða gott af okkur og skapa störf á Litla Hrauni, vinum okkar þar. Þeir hafa séð um það að útbúa vöru úr hráefninu okkar, það er það að nýta greinar úr skóginum inn á jólamarkaðinn, einnig erum við að koma með köngla, sem við pökkum inn, sem jólaköngla, það fer allt í gegnum Litla Hraun, pökkkun og framleiðslu þar,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi. „Það er bara algjörlega frábært að fá svona verkefni, þetta er það sem skiptir öllu máli, að menn hafi eitthvað að gera, vakni til einhvers á morgnanna, þetta er gott mál,“ segir Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni. Fangarnir setja líka köngla í gjafaöskjur, sem hafa notið mikilla vinsælda í skreytingar hjá landsmönnum fyrir jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Ingi segir að Covid ástandið fari illa í fanga eins og aðra landsmenn og því sé svo frábært að fá fá verkefni inn í fanglesið eins og frá skógræktinni. „Þetta lagar allt þunglyndi, að hafa eitthvað að gera og vakna til verkefna og svo er frábært að geta hjálpað skógræktinni, þetta er svona vinn, vinn fyrir alla aðila.“ Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi er líka mjög ánægður með verkefnið og samstarfið við Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skógrækt og landgræðsla Fangelsismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mikil ánægja er hjá föngum og fangavörðum á Litla Hrauni með verkefni frá skógræktinni, sem fangelsið hefur fengið fyrir jólin. Það snýst um að fangar setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir. Starfsmenn skógræktarinnar á Suðurlandi sjá um að klippa greinarnar af trjánum, auk þess að týna köngla af þeim. Síðan er farið á Litla Hraun með afraksturinn þar sem fangarnir taka við keflinu. „Já, við viljum láta leiða gott af okkur og skapa störf á Litla Hrauni, vinum okkar þar. Þeir hafa séð um það að útbúa vöru úr hráefninu okkar, það er það að nýta greinar úr skóginum inn á jólamarkaðinn, einnig erum við að koma með köngla, sem við pökkum inn, sem jólaköngla, það fer allt í gegnum Litla Hraun, pökkkun og framleiðslu þar,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi. „Það er bara algjörlega frábært að fá svona verkefni, þetta er það sem skiptir öllu máli, að menn hafi eitthvað að gera, vakni til einhvers á morgnanna, þetta er gott mál,“ segir Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni. Fangarnir setja líka köngla í gjafaöskjur, sem hafa notið mikilla vinsælda í skreytingar hjá landsmönnum fyrir jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Ingi segir að Covid ástandið fari illa í fanga eins og aðra landsmenn og því sé svo frábært að fá fá verkefni inn í fanglesið eins og frá skógræktinni. „Þetta lagar allt þunglyndi, að hafa eitthvað að gera og vakna til verkefna og svo er frábært að geta hjálpað skógræktinni, þetta er svona vinn, vinn fyrir alla aðila.“ Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi er líka mjög ánægður með verkefnið og samstarfið við Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skógrækt og landgræðsla Fangelsismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira