Zlatan ósáttur við að tölvuleikjaframleiðandi noti nafn hans og útlitseinkenni án leyfis Ísak Hallmundarson skrifar 24. nóvember 2020 18:01 Það er bara einn Zlatan. getty/Marco Canoniero Hinn sænski knattspyrnusnillingur Zlatan Ibrahimovic er engum líkur. Hann hefur skorað yfir 500 mörk á ferlinum og þrátt fyrir að verða fertugur á næsta ári er hann lykilmaður í toppliði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu til þessa. Zlatan er einnig þekktur fyrir að segja nákvæmlega það sem honum finnst utan vallar og í nýlegri Twitter-færslu furðar hann sig á því hvers vegna tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports, sem framleiðir meðal annars FIFA tölvuleikinn vinsæla, geti notað nafn hans og útlit án þess að hafa nokkurn tímann rætt við hann sjálfan. Who gave FIFA EA Sport permission to use my name and face? @FIFPro? I’m not aware to be a member of Fifpro and if I am I was put there without any real knowledge through some weird manouver. And for sure I never allowed @FIFAcom or Fifpro to make money using me— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Hann segist aldrei hafa leyft FIFA eða leikmannasamtökunum Fifpro að nota sig til að græða pening. „Einhver hefur hagnast á nafninu mínu og andliti án samkomulags öll þessi ár. Tími til kominn að rannsaka málið,“ segir Zlatan á Twitter. Somebody is making profit on my name and face without any agreement all these years.Time to investigate— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Staðreyndin er hinsvegar sú að hvort sem Svíanum líkar betur eða verr, gerði EA Sports samkomulag við bæði AC Milan og Inter Milan fyrr á árinu sem veitti EA réttinn á að nota búninga liðanna, heimavöll og útlitseinkenni leikmanna. Það síðastnefnda útskýrir hvers vegna fyrirtækið má nota útlit Zlatans í leiknum. Ítalski boltinn Rafíþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Hinn sænski knattspyrnusnillingur Zlatan Ibrahimovic er engum líkur. Hann hefur skorað yfir 500 mörk á ferlinum og þrátt fyrir að verða fertugur á næsta ári er hann lykilmaður í toppliði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu til þessa. Zlatan er einnig þekktur fyrir að segja nákvæmlega það sem honum finnst utan vallar og í nýlegri Twitter-færslu furðar hann sig á því hvers vegna tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports, sem framleiðir meðal annars FIFA tölvuleikinn vinsæla, geti notað nafn hans og útlit án þess að hafa nokkurn tímann rætt við hann sjálfan. Who gave FIFA EA Sport permission to use my name and face? @FIFPro? I’m not aware to be a member of Fifpro and if I am I was put there without any real knowledge through some weird manouver. And for sure I never allowed @FIFAcom or Fifpro to make money using me— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Hann segist aldrei hafa leyft FIFA eða leikmannasamtökunum Fifpro að nota sig til að græða pening. „Einhver hefur hagnast á nafninu mínu og andliti án samkomulags öll þessi ár. Tími til kominn að rannsaka málið,“ segir Zlatan á Twitter. Somebody is making profit on my name and face without any agreement all these years.Time to investigate— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Staðreyndin er hinsvegar sú að hvort sem Svíanum líkar betur eða verr, gerði EA Sports samkomulag við bæði AC Milan og Inter Milan fyrr á árinu sem veitti EA réttinn á að nota búninga liðanna, heimavöll og útlitseinkenni leikmanna. Það síðastnefnda útskýrir hvers vegna fyrirtækið má nota útlit Zlatans í leiknum.
Ítalski boltinn Rafíþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira