Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Kristín Ólafsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 24. nóvember 2020 14:14 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að ræða hvort skipað verði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Brynjars Níelssonar, þingmanns flokksins, sem óskað hefur eftir að hætta í nefndinni. Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og teldi starf hennar sjónarspil og pólitískan leik. Hann hefur ekki mætt á fundi nefndarinnar í rúman mánuð og kvað fjarveruna eiga sér langan aðdraganda. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var inntur eftir viðbrögðum við málinu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Bjarni hló við og kvað hárrétt að það væri óvenjulegt að þingmaður vildi hætta í nefnd af þessum ástæðum. „En hann verður auðvitað að tala fyrir sjálfan sig í því. Við getum hlustað eftir því í þingflokknum hvernig við mönnum nefndir,“ sagði Bjarni. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á.“ Gengið upp og ofan Hann benti á að á þingi væri annars vegar stjórnarmeirihluti og hins vegar væri forystu í nefndum þingsins deilt niður eftir þingstyrk. „Það hefur gengið upp að ofan í því, skulum við bara segja.“ Heldurðu að þingflokkurinn láti þetta eftir honum [Brynjari], að skipa einhvern annan í nefndina fyrir hann? „Ja, við eigum eftir að ræða það,“ sagði Bjarni. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni, raunverulega „gert kröfu um það“. Það hefði ekki borið árangur enn þá enda flókið að skipta út nefndarmanni. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að ræða hvort skipað verði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Brynjars Níelssonar, þingmanns flokksins, sem óskað hefur eftir að hætta í nefndinni. Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og teldi starf hennar sjónarspil og pólitískan leik. Hann hefur ekki mætt á fundi nefndarinnar í rúman mánuð og kvað fjarveruna eiga sér langan aðdraganda. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var inntur eftir viðbrögðum við málinu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Bjarni hló við og kvað hárrétt að það væri óvenjulegt að þingmaður vildi hætta í nefnd af þessum ástæðum. „En hann verður auðvitað að tala fyrir sjálfan sig í því. Við getum hlustað eftir því í þingflokknum hvernig við mönnum nefndir,“ sagði Bjarni. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á.“ Gengið upp og ofan Hann benti á að á þingi væri annars vegar stjórnarmeirihluti og hins vegar væri forystu í nefndum þingsins deilt niður eftir þingstyrk. „Það hefur gengið upp að ofan í því, skulum við bara segja.“ Heldurðu að þingflokkurinn láti þetta eftir honum [Brynjari], að skipa einhvern annan í nefndina fyrir hann? „Ja, við eigum eftir að ræða það,“ sagði Bjarni. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni, raunverulega „gert kröfu um það“. Það hefði ekki borið árangur enn þá enda flókið að skipta út nefndarmanni.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira