Vill starfandi verkalýðsforingja á þing Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 20:00 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. vísir/Arnar Halldórsson Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun MMR mælist Sósíalistaflokkurinn með fjögurra prósenta fylgi, eða rétt meira en Flokkur fólksins. Flokkurinn hefur sveiflast í kringum fimm prósenta þröskuldinn síðasta árið. „Ég reikna með því að um leið og við sýnum okkar andlit, ekki bara fólkið sem er í framboði heldur einnig erindi okkar inn á þing, að þá býst ég við að þetta fylgi muni tvöfaldast og síðan muni það í kosningabaráttunni tvöfaldast enn aftur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Miðað við núverandi stöðu er stefnan því sett á allt að sextán prósenta fylgi og hyggst flokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum. Orðrómur hefur verið um mögulegt framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún var á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en að sögn Gunnars verður gengið frá framboðslistum í vor. Hann vill sjá verkalýðsforrystuna á þingi. „Ég held að það væri miklu betra fyrir þingið að hafa þar fólk sem er fulltrúar almannasamtaka, verkalýðshreyfingarinnar, öryrkjabandalagsins og fleiri og eru þá málsvarar þess þar. Eins og var áður,“ segir Gunnar Smári. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einn stofnenda Sósíalistaflokksins og var á lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.vísir/vilhelm „Eiginlega alla síðustu öld var það talinn vera styrkur fyrir þingið að hafa tengsl út í grasrótarsamtök almennings. Það er bara á liðnum áratugum sem sú hugmynd kemur að við eigum bara að hafa þar fólk sem er á eigin vegum og hrekja verkalýðshreyfinguna í að hún eigi ekki að hafa vit á neinu nema bara samningum um kaup og kjör.“ Starfandi formenn geti vikið til hliðar ef upp koma hagsmunaárekstrar. „Það er fáránlegt að taka svona ríka hagsmuni og svona mikilvæga hagsmunabaráttu og einangra hana af því viðkomandi gætu lent í einhverjum hagsmunaárekstrum,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfitt fyrir nýjar hreyfingar að etja kappi við þingflokkana í kosningabaráttu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skipta þeir með sér um 730 milljóna króna framlögum úr ríkissjóði á næsta ári. „Þetta er náttúrulega ótrúleg skekkja í lýðræðisbaráttunni, að þeir sem hafa komist þar inn og náð einhverjum sess, að þeir geti gengið inn í ríkissjóð og fjármagnað sjálfan sig.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun MMR mælist Sósíalistaflokkurinn með fjögurra prósenta fylgi, eða rétt meira en Flokkur fólksins. Flokkurinn hefur sveiflast í kringum fimm prósenta þröskuldinn síðasta árið. „Ég reikna með því að um leið og við sýnum okkar andlit, ekki bara fólkið sem er í framboði heldur einnig erindi okkar inn á þing, að þá býst ég við að þetta fylgi muni tvöfaldast og síðan muni það í kosningabaráttunni tvöfaldast enn aftur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Miðað við núverandi stöðu er stefnan því sett á allt að sextán prósenta fylgi og hyggst flokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum. Orðrómur hefur verið um mögulegt framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún var á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en að sögn Gunnars verður gengið frá framboðslistum í vor. Hann vill sjá verkalýðsforrystuna á þingi. „Ég held að það væri miklu betra fyrir þingið að hafa þar fólk sem er fulltrúar almannasamtaka, verkalýðshreyfingarinnar, öryrkjabandalagsins og fleiri og eru þá málsvarar þess þar. Eins og var áður,“ segir Gunnar Smári. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einn stofnenda Sósíalistaflokksins og var á lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.vísir/vilhelm „Eiginlega alla síðustu öld var það talinn vera styrkur fyrir þingið að hafa tengsl út í grasrótarsamtök almennings. Það er bara á liðnum áratugum sem sú hugmynd kemur að við eigum bara að hafa þar fólk sem er á eigin vegum og hrekja verkalýðshreyfinguna í að hún eigi ekki að hafa vit á neinu nema bara samningum um kaup og kjör.“ Starfandi formenn geti vikið til hliðar ef upp koma hagsmunaárekstrar. „Það er fáránlegt að taka svona ríka hagsmuni og svona mikilvæga hagsmunabaráttu og einangra hana af því viðkomandi gætu lent í einhverjum hagsmunaárekstrum,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfitt fyrir nýjar hreyfingar að etja kappi við þingflokkana í kosningabaráttu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skipta þeir með sér um 730 milljóna króna framlögum úr ríkissjóði á næsta ári. „Þetta er náttúrulega ótrúleg skekkja í lýðræðisbaráttunni, að þeir sem hafa komist þar inn og náð einhverjum sess, að þeir geti gengið inn í ríkissjóð og fjármagnað sjálfan sig.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira