Innlent

Fimm greindust smitaðir og allir í sóttkví

Kjartan Kjartansson skrifar
Sýnataka vegna Covid -9 hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.
Sýnataka vegna Covid -9 hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Fimm manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Þeir voru allir í sóttkví við greiningu samkvæmt nýjustu tölum landlæknis og almannavarna.

Fjórir greindust smitaðir af veirunni eftir svokölluð einkennasýni en einn í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. Á landamærunum greindust þrír með virkt smit við skimun og einn með mótefni. Beðið er niðurstaðna úr mótefnamælingu í sjö tilfellum.

Nú eru 52 á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu, jafnmargir og síðustu tvo daga. Í Í einangrun eru nú 205 manns en 224 í gær. Þá eru 205 í sóttkví í dag en 217 í gær.

Flest smitin eru í höfuðborginni og á Norðurlandi eystra. Á höfuðborgarsvæðinu eru 154 í einangrun og 148 í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru 28 í einangrun og 24 í sóttkví.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 43,6 en var 45,8 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 10,9 en var 11,2 í gær.

Núverandi bylgja faraldursins hefur verið í rénun upp á síðkastið. Í síðustu viku greindust mest fimmtán manns smitaðir í gær, laugardag. Á miðvikudag greindust aðeins fjórir smitaðir.

Nú hafa 5.277 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins. Á síðu landlæknis og almannavarna segir að af þeim sem hafa veikst af Covid-19 eru 26 nú látnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×