Vill að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði framtíðarúrræði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2020 14:28 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra vonar að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði í boði til frambúðar. Í gær var opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005–2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er auðvitað algjör nýjung að ríkisvaldið sé að koma inn með þessum hætti, á erfiðum tímum að koma inn í íþrótta- og tómstundastarf með þessum stuðningi,“ segir Ásmundur Einar. Á landsvísu verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021. „Við vorum einfaldlega að forma okkur og þróa okkur áfram með þessar fjárveitingar sem við höfðum á yfirstandandi ári sem voru 600 milljónir og svo 300 milljónir á næsta ári og töldum mikilvægt að það væri hægt að koma inn gagnvart þessum árgöngum,“ segir Ásmundur. Ásmundur segist sjá þessa aðgerð fyrir sér sem framtíðarúrræði. „Til þess að tryggja börnum möguleika á því að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð fjárhagslegri afkomu foreldra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Íþróttir barna Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra vonar að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði í boði til frambúðar. Í gær var opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005–2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er auðvitað algjör nýjung að ríkisvaldið sé að koma inn með þessum hætti, á erfiðum tímum að koma inn í íþrótta- og tómstundastarf með þessum stuðningi,“ segir Ásmundur Einar. Á landsvísu verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021. „Við vorum einfaldlega að forma okkur og þróa okkur áfram með þessar fjárveitingar sem við höfðum á yfirstandandi ári sem voru 600 milljónir og svo 300 milljónir á næsta ári og töldum mikilvægt að það væri hægt að koma inn gagnvart þessum árgöngum,“ segir Ásmundur. Ásmundur segist sjá þessa aðgerð fyrir sér sem framtíðarúrræði. „Til þess að tryggja börnum möguleika á því að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð fjárhagslegri afkomu foreldra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Íþróttir barna Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira