Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. nóvember 2020 19:01 Ástin er allskonar segir Dóra Júlía. Hér er hún með kærustu sinni Báru Guðmundsdóttur og er augljóst að ástin blómstrar hjá þessu fallega pari. Aðsend mynd Plötusnúðurinn og tískudrottningin Dóra Júlía er þekkt fyrir einstakan sjarma og litríkan persónulegan stíl. Hún var lengi ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins en í byrjun árs fann hún ástina og geislar nú af hamingju með kærustu sinni Báru Guðmundsdóttur. Dóra er óneitanlega ein af vinsælustu plötusnúðum landsins en ásamt því að spila mikið á Íslandi hefur hún einnig ferðast út um heim allan að spila á klúbbum, partýjum og ýmiskonar viðburðum. Þó svo að Covid faraldurinn hafi nánast lokað á starfsmöguleika Dóru sem plötusnúður þá situr hún alls ekki auðum höndum. Ásamt því að stýra vinsældarlistanum Tónlistinn - Topp 40 og skrifa jákvæða pistla fyrir K100 þá stundar hún einnig mastersnám í listfræðum við Háskóla Íslands. Ég er reyndar svo heppin að geta plötusnúðast smá í desember og verð með svokallað Jóla-brunch-beat á veitingastaðnum Sjálandi á laugardögum og sunnudögum. Þá mun ég spila skemmtileg jólalög og vonandi koma fólki í jólastemmninguna. Hér að neðan svarar Dóra Júlía spurningum í viðtalsliðnum, Ást er. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Jólamyndir eru efst í huga mér akkúrat núna þannig að Holiday er það fyrsta sem mér dettur í hug. Ég elska líka 10 Things I Hate About You. Rómantíkin í hryllingsþáttunum Haunting of Bly Manor er líka í persónulegu uppáhaldi. Fyrsti kossinn: Einverntíma þegar ég var of ung, fannst fljótt rosa gaman að kyssa. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Örugglega What Now með Rihönnu, hef ansi oft blastað því hátt og gargað með. Lagið „okkar“ er: Við eigum tvö lög. FAR AWAY með Jessie Reyez og No Type með Rae Sremmurd. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þegar maður tekur tíma frá daglegu amstri, getur verið eins auðvelt og að fara saman út í göngutúr. Dóra segir rómantíkina ekki vera bundna við einhvern ákveðinn stað. Aðsend mynd Uppáhaldsmaturinn minn: Humar. Humar tempurað á Sushi Social er ultimate uppáhalds maturinn minn. Humarpizzan á Sjálandi er líka sturlað góð. Annars finnst mér flest allur matur góður og Bára er prýðilegur kokkur þó að maturinn líti ekki alltaf vel út. Við höfum mikið verið að vinna með grænmetisrétti undanfarið (þá aðallega sætar kartöflur skornar niður, soja nagga og salat, hehe) og erum stöðugt að reyna að vera í takt við tímann hvað mat varðar. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærustunni minni: Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærustunni minni voru hjartasólgleraugu. Það var áður en við byrjuðum saman og meira að segja áður en ég hafði viðurkennt fyrir sjálfri mér að ég væri skotin í henni. Ætli gjöfin gefi samt ekki annað í skyn. Fyrsta gjöfin sem kæ rastan mín gaf mér: Fyrsta gjöfin sem Bára gaf mér voru nokkur sokkapör þegar við vorum nýbúnar að kynnast því að ég hafði verið að tala um að ég væri búin að týna öllum sokkunum mínum. Ég elska að: Elska. Kærastan mín er: Skemmtilegasta og fyndnasta manneskja sem ég hef kynnst. Allt er skemmtilegra þegar ég er með henni og einhvernveginn betra. Dóra Júlía og Bára, ástfangnar upp fyrir haus. Aðsend mynd Rómantískasti staður á landinu er: Rómantíkin er ekki bundin við stað, hún einfaldlega bara er. Ást er: Allskonar. Dóra Júlía segir ástina vera allskonar. Aðsend mynd Fyrir þá sem vilja fylgja Dóru Júlíu á Instagram þá er hægt að nálgast prófílinn hennar hér. Ástin og lífið Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Heldur þú upp á sambands- eða brúðkaupsafmælin? Er hægt að fagna ástinni of oft? Það er misjafnt hversu rómantísk við erum og hversu mikla þörf við höfum til að halda upp á eða fagna dögum eins og brúðkaups- eða sambandsafmælum. 20. nóvember 2020 09:02 Óvænt bónorð í Köben: „Hún grét og hló og grét svo ennþá meira“ „Að fá lánaða kirkju undir bónorð að kvöldi föstudagsins þrettánda var svolítið maus,“ segir Máni Snær Hafdísarson í viðtali við Makamál. 18. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Plötusnúðurinn og tískudrottningin Dóra Júlía er þekkt fyrir einstakan sjarma og litríkan persónulegan stíl. Hún var lengi ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins en í byrjun árs fann hún ástina og geislar nú af hamingju með kærustu sinni Báru Guðmundsdóttur. Dóra er óneitanlega ein af vinsælustu plötusnúðum landsins en ásamt því að spila mikið á Íslandi hefur hún einnig ferðast út um heim allan að spila á klúbbum, partýjum og ýmiskonar viðburðum. Þó svo að Covid faraldurinn hafi nánast lokað á starfsmöguleika Dóru sem plötusnúður þá situr hún alls ekki auðum höndum. Ásamt því að stýra vinsældarlistanum Tónlistinn - Topp 40 og skrifa jákvæða pistla fyrir K100 þá stundar hún einnig mastersnám í listfræðum við Háskóla Íslands. Ég er reyndar svo heppin að geta plötusnúðast smá í desember og verð með svokallað Jóla-brunch-beat á veitingastaðnum Sjálandi á laugardögum og sunnudögum. Þá mun ég spila skemmtileg jólalög og vonandi koma fólki í jólastemmninguna. Hér að neðan svarar Dóra Júlía spurningum í viðtalsliðnum, Ást er. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Jólamyndir eru efst í huga mér akkúrat núna þannig að Holiday er það fyrsta sem mér dettur í hug. Ég elska líka 10 Things I Hate About You. Rómantíkin í hryllingsþáttunum Haunting of Bly Manor er líka í persónulegu uppáhaldi. Fyrsti kossinn: Einverntíma þegar ég var of ung, fannst fljótt rosa gaman að kyssa. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Örugglega What Now með Rihönnu, hef ansi oft blastað því hátt og gargað með. Lagið „okkar“ er: Við eigum tvö lög. FAR AWAY með Jessie Reyez og No Type með Rae Sremmurd. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þegar maður tekur tíma frá daglegu amstri, getur verið eins auðvelt og að fara saman út í göngutúr. Dóra segir rómantíkina ekki vera bundna við einhvern ákveðinn stað. Aðsend mynd Uppáhaldsmaturinn minn: Humar. Humar tempurað á Sushi Social er ultimate uppáhalds maturinn minn. Humarpizzan á Sjálandi er líka sturlað góð. Annars finnst mér flest allur matur góður og Bára er prýðilegur kokkur þó að maturinn líti ekki alltaf vel út. Við höfum mikið verið að vinna með grænmetisrétti undanfarið (þá aðallega sætar kartöflur skornar niður, soja nagga og salat, hehe) og erum stöðugt að reyna að vera í takt við tímann hvað mat varðar. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærustunni minni: Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærustunni minni voru hjartasólgleraugu. Það var áður en við byrjuðum saman og meira að segja áður en ég hafði viðurkennt fyrir sjálfri mér að ég væri skotin í henni. Ætli gjöfin gefi samt ekki annað í skyn. Fyrsta gjöfin sem kæ rastan mín gaf mér: Fyrsta gjöfin sem Bára gaf mér voru nokkur sokkapör þegar við vorum nýbúnar að kynnast því að ég hafði verið að tala um að ég væri búin að týna öllum sokkunum mínum. Ég elska að: Elska. Kærastan mín er: Skemmtilegasta og fyndnasta manneskja sem ég hef kynnst. Allt er skemmtilegra þegar ég er með henni og einhvernveginn betra. Dóra Júlía og Bára, ástfangnar upp fyrir haus. Aðsend mynd Rómantískasti staður á landinu er: Rómantíkin er ekki bundin við stað, hún einfaldlega bara er. Ást er: Allskonar. Dóra Júlía segir ástina vera allskonar. Aðsend mynd Fyrir þá sem vilja fylgja Dóru Júlíu á Instagram þá er hægt að nálgast prófílinn hennar hér.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Heldur þú upp á sambands- eða brúðkaupsafmælin? Er hægt að fagna ástinni of oft? Það er misjafnt hversu rómantísk við erum og hversu mikla þörf við höfum til að halda upp á eða fagna dögum eins og brúðkaups- eða sambandsafmælum. 20. nóvember 2020 09:02 Óvænt bónorð í Köben: „Hún grét og hló og grét svo ennþá meira“ „Að fá lánaða kirkju undir bónorð að kvöldi föstudagsins þrettánda var svolítið maus,“ segir Máni Snær Hafdísarson í viðtali við Makamál. 18. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Heldur þú upp á sambands- eða brúðkaupsafmælin? Er hægt að fagna ástinni of oft? Það er misjafnt hversu rómantísk við erum og hversu mikla þörf við höfum til að halda upp á eða fagna dögum eins og brúðkaups- eða sambandsafmælum. 20. nóvember 2020 09:02
Óvænt bónorð í Köben: „Hún grét og hló og grét svo ennþá meira“ „Að fá lánaða kirkju undir bónorð að kvöldi föstudagsins þrettánda var svolítið maus,“ segir Máni Snær Hafdísarson í viðtali við Makamál. 18. nóvember 2020 12:30