„Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu atvinnulausra og öryrkja. Vísir/Vilhelm Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur upp í ríflega 307 þúsund krónur á næsta ári eða um sex prósent. Auk þess fá atvinnuleitendur 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdar til 31. maí á næsta ári. Auk þess hækka greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda. Stutt verður enn frekar við tómstundaiðkun barna á tekjulægri heimilum og skerðingarmörk barnabóta hækka. Þá hækka barnabætur hjá tekjulægri foreldrum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Örorku og- endurhæfingargreiðslur hækka á næsta ári um tæpar 20 þúsund krónur hjá þeim tekjulægstu. Greidd verður skattfrjáls eingreiðsla uppá 50 þúsund krónur í desember og desemberuppbót fer í tæpar 62 þúsund krónur fyrir þá sem búa einir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt hafi verið að kynna aðgerðirnar nú fyrir næstu mánuði. „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika og sömuleiðis í því sem varðar félagslegu aðgerðirnar. Við erum að hækka barnabætur, við erum að grunnbætur atvinnuleysistrygginga, styðja betur við börn atvinnuleitenda og ákveða ákveðnar ráðstafanir á fjármunum sem voru ætlaðar í kerfisbreytingar á örorkukerfinu til að komast á móts við tekjulægri örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Lokunarstyrkir fyrirtækja eru framlengdir til 31. maí 2021 og er hámarks styrkur 120 milljónir króna. Tekjufallstyrkir gilda nú frá apríl til október og eiga við um fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Þeir geta að hámarki verið 17,5 milljónir. Þá kemur til nýrra styrkja sem kallast viðspyrnustyrkir þeir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og er óháð rekstrarformi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ráði vel við aðgerðirnar. „Það hefur gengið mjög vel að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári. við komum inní árið í ágætri stöðu og ég held að við höfum það fjölbreytt úrræði fyrir framan okkur að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur upp í ríflega 307 þúsund krónur á næsta ári eða um sex prósent. Auk þess fá atvinnuleitendur 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdar til 31. maí á næsta ári. Auk þess hækka greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda. Stutt verður enn frekar við tómstundaiðkun barna á tekjulægri heimilum og skerðingarmörk barnabóta hækka. Þá hækka barnabætur hjá tekjulægri foreldrum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Örorku og- endurhæfingargreiðslur hækka á næsta ári um tæpar 20 þúsund krónur hjá þeim tekjulægstu. Greidd verður skattfrjáls eingreiðsla uppá 50 þúsund krónur í desember og desemberuppbót fer í tæpar 62 þúsund krónur fyrir þá sem búa einir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt hafi verið að kynna aðgerðirnar nú fyrir næstu mánuði. „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika og sömuleiðis í því sem varðar félagslegu aðgerðirnar. Við erum að hækka barnabætur, við erum að grunnbætur atvinnuleysistrygginga, styðja betur við börn atvinnuleitenda og ákveða ákveðnar ráðstafanir á fjármunum sem voru ætlaðar í kerfisbreytingar á örorkukerfinu til að komast á móts við tekjulægri örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Lokunarstyrkir fyrirtækja eru framlengdir til 31. maí 2021 og er hámarks styrkur 120 milljónir króna. Tekjufallstyrkir gilda nú frá apríl til október og eiga við um fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Þeir geta að hámarki verið 17,5 milljónir. Þá kemur til nýrra styrkja sem kallast viðspyrnustyrkir þeir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og er óháð rekstrarformi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ráði vel við aðgerðirnar. „Það hefur gengið mjög vel að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári. við komum inní árið í ágætri stöðu og ég held að við höfum það fjölbreytt úrræði fyrir framan okkur að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06