Lára ánægð með að Foden sé kominn aftur í landsliðið: „Ég samgleðst honum innilega“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2020 16:13 Lára Clausen segir að það hafi verið tekið rosalega hart á drengjunum eftir atvikið á Hótel Sögu og hafi þeir ekki fengið sanngjarna meðferð í fjölmiðlum. Myndir/instagram/getty „Ég samgleðst honum innilega,“ segir Lára Clausen en hún varð nánast heimsfræg eftir að hafa farið í heimsókn til landsliðsmannsins Phil Foden á Hótel Sögu í september. Þá var enska landsliðið í knattspyrnu hér á landi til að keppa við íslenska liðið í Þjóðadeildinni. Þær Lára Clausen og Nadía Sif Líndal heimsóttu þá Phil Foden og Mason Greenwood og með því brutu leikmennirnir sóttvarnarreglur og ferðuðust ekki með landsliðinu í næsta leik gegn Danmörku. Foden og Greenwood voru til umfjöllunar í öllum breskum miðlum og fengu drengirnir að finna fyrir því. „Það er bara gott að ferillinn sé kominn aftur á uppleið hjá honum og maður hafi ekki eyðilagt meira fyrir honum. Mér fannst tekið alveg svakalega hart á þeim og mjög ósanngjörn umfjöllun. Við fengum alveg að finna fyrir þessu líka en það var tekið harðara á þeim.“ Phil Foden fór á kostum í landsleiknum gegn Íslandi í vikunni og skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri. „Það var mjög erfitt að horfa upp á þá missa eitthvað sem þeir voru búnir að vinna svo mikið fyrir. Þeir voru kallaðir heimskri og ég veit ekki hvað og það fannst mér ömurlegt að lesa,“ segir Lára og bætir við að það hafi aldrei verið planið hjá þeim að málið myndi rata í fjölmiðla. „Ég horfði ekki á leikinn í vikunni en fékk rosalega mikið af snöppum frá leiknum og hann stóð sig greinilega vel,“ segir Lára. Hún lenti sjálf í fjölmiðlafárinu í september og segir það hafa verið erfið reynsla. „Maður var allt í einu komin í alla miðla nánast í heiminum og það var erfitt. Ég á ömmu sem hét líka Lára Clausen og mamma mín var að reyna finna upplýsingar um hana á netinu um daginn og það komu bara upp endalausar fréttir um mig, meira segja í kínverskum miðlum.“ Eftir allt fjölmiðlafárið er Lára komin með yfir þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by L A R A C L A U S E N (@laracclausen) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lífið Fleiri fréttir Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk eftir „Vík í Gírdal“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Sjá meira
„Ég samgleðst honum innilega,“ segir Lára Clausen en hún varð nánast heimsfræg eftir að hafa farið í heimsókn til landsliðsmannsins Phil Foden á Hótel Sögu í september. Þá var enska landsliðið í knattspyrnu hér á landi til að keppa við íslenska liðið í Þjóðadeildinni. Þær Lára Clausen og Nadía Sif Líndal heimsóttu þá Phil Foden og Mason Greenwood og með því brutu leikmennirnir sóttvarnarreglur og ferðuðust ekki með landsliðinu í næsta leik gegn Danmörku. Foden og Greenwood voru til umfjöllunar í öllum breskum miðlum og fengu drengirnir að finna fyrir því. „Það er bara gott að ferillinn sé kominn aftur á uppleið hjá honum og maður hafi ekki eyðilagt meira fyrir honum. Mér fannst tekið alveg svakalega hart á þeim og mjög ósanngjörn umfjöllun. Við fengum alveg að finna fyrir þessu líka en það var tekið harðara á þeim.“ Phil Foden fór á kostum í landsleiknum gegn Íslandi í vikunni og skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri. „Það var mjög erfitt að horfa upp á þá missa eitthvað sem þeir voru búnir að vinna svo mikið fyrir. Þeir voru kallaðir heimskri og ég veit ekki hvað og það fannst mér ömurlegt að lesa,“ segir Lára og bætir við að það hafi aldrei verið planið hjá þeim að málið myndi rata í fjölmiðla. „Ég horfði ekki á leikinn í vikunni en fékk rosalega mikið af snöppum frá leiknum og hann stóð sig greinilega vel,“ segir Lára. Hún lenti sjálf í fjölmiðlafárinu í september og segir það hafa verið erfið reynsla. „Maður var allt í einu komin í alla miðla nánast í heiminum og það var erfitt. Ég á ömmu sem hét líka Lára Clausen og mamma mín var að reyna finna upplýsingar um hana á netinu um daginn og það komu bara upp endalausar fréttir um mig, meira segja í kínverskum miðlum.“ Eftir allt fjölmiðlafárið er Lára komin með yfir þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by L A R A C L A U S E N (@laracclausen)
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lífið Fleiri fréttir Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk eftir „Vík í Gírdal“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Sjá meira