Eðlileg sveifla milli daga sem ekki má túlka of sterkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 12:43 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjölgaði þannig um sex milli daga. Sóttvarnalæknir segir þó að um sé að ræða eðlilega dagbundna sveiflu. „Þetta eru bara sveiflur milli daga og ekkert sem við erum að túlka of sterkt. Flestir þarna eru í sóttkví, fjórir einstaklingar voru ekki í sóttkví, það er það sem við horfum mest á. Þetta eru bara tölur á svipuðu róli, þetta er ekkert sem við erum að túlka of sterkt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fólk passi sig fram yfir jól Framundan er helgi, auk þess sem jólin nálgast óðfluga og því má ætla að margir hyggi á verslunarferðir. Þórólfur segir að áfram sé biðlað til landsmanna að takmarka samgang sín á milli. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að fólk fari að safnast eitthvað mikið saman og aðeins að sleppa fram af sér beislinu. Þess vegna biðlum við til fólks að gæta vel að sér, gæta vel að fjöldatakmörkunum sem eru í gangi og passi sig, þannig að við förum ekki að fá bakslag. Það er það sem við þurfum að vera að hamra á þessa dagana, og fram að jólum. Og yfir jólin eiginlega líka.“ Færri sýni hafa verið tekin í gær og fyrradag en dagana þar áður. Þórólfur segir að getan til sýnatöku sé enn sú sama og fækkunin stafi því annað hvort af því að fólk sé síður að mæta í sýnatöku eða að færri séu einfaldlega með einkenni. „Vonandi það síðarnefnda nú skýringin á því en við höldum áfram að hvetja alla sem eru með einkenni og minnsta grun um smit að mæta í sýnatöku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58 Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39 Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjölgaði þannig um sex milli daga. Sóttvarnalæknir segir þó að um sé að ræða eðlilega dagbundna sveiflu. „Þetta eru bara sveiflur milli daga og ekkert sem við erum að túlka of sterkt. Flestir þarna eru í sóttkví, fjórir einstaklingar voru ekki í sóttkví, það er það sem við horfum mest á. Þetta eru bara tölur á svipuðu róli, þetta er ekkert sem við erum að túlka of sterkt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fólk passi sig fram yfir jól Framundan er helgi, auk þess sem jólin nálgast óðfluga og því má ætla að margir hyggi á verslunarferðir. Þórólfur segir að áfram sé biðlað til landsmanna að takmarka samgang sín á milli. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að fólk fari að safnast eitthvað mikið saman og aðeins að sleppa fram af sér beislinu. Þess vegna biðlum við til fólks að gæta vel að sér, gæta vel að fjöldatakmörkunum sem eru í gangi og passi sig, þannig að við förum ekki að fá bakslag. Það er það sem við þurfum að vera að hamra á þessa dagana, og fram að jólum. Og yfir jólin eiginlega líka.“ Færri sýni hafa verið tekin í gær og fyrradag en dagana þar áður. Þórólfur segir að getan til sýnatöku sé enn sú sama og fækkunin stafi því annað hvort af því að fólk sé síður að mæta í sýnatöku eða að færri séu einfaldlega með einkenni. „Vonandi það síðarnefnda nú skýringin á því en við höldum áfram að hvetja alla sem eru með einkenni og minnsta grun um smit að mæta í sýnatöku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58 Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39 Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58
Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39
Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09