Fær ekki skaðabætur eftir að hafa farið í hjartastopp við handtöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 17:34 Hæstiréttur mat það svo að Ívar Örn hafi ekki fært sannanir fyrir því að orsök hjartastoppsins sem hann fór í við handtöku hafi verið handtakan sjálf. Vísir/Vilhelm Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Ívar Örn hafði við handtökuna farið í hjartastopp og hlaut við það dreifðan heilaskaða. Málið hefur áður verið tekið fyrir í héraðsdómi og Landsrétti og var það mat beggja dómstóla að Ívari hafi ekki tekist að færa sönnun fyrir orsakatengslum milli handtökunnar og líkamstjónsins sem hann varð fyrir og var það mat Hæstaréttar að það stæðist. Fjórar matsgerðir sérfræðinga lágu fyrir í málinu um orsakir þess að hjarta Ívars hætti að slá. Að þeirra mati var það ástand Ívars fyrir handtökuna sem var frumorsök þess að hjarta hans stöðvaðist og að viðbrögð hans við handtökunni hafi átt þátt í eða aukið líkurnar á hjartastoppinu. Matsmenn voru hins vegar ekki sammála um hvort og hversu líklegt hefði verið að hjarta Ívars hefði stöðvast þó til handtökunnar hefði ekki komið. Ívar Örn sagði sögu sína í DV árið 2013. Töldu matsmennirnir líklegustu skýringuna á hjartastoppi Ívars sturlunar- eða geðrofsástandið sem hann virtist hafa verið í auk lífshættulegrar brenglunar á sýrustigi blóðs og gríðarlegri hækkun á vöðvaensímum. Það mætti rekja til ofneyslu á orkugeli eða orkudrykkjum í aðdraganda handtökunnar. Var handjárnaður og benslaður á fótum við handtökuna Málið má rekja aftur til 11. maí 2010 þegar neyðarlínu barst tilkynning þegar klukkan var að ganga 12 um blóðugan mann sveiflandi golfkylfu. Sjúkrabíll var í kjölfarið sendur á vettvang og var lögreglu gert viðvart. Nokkrum mínútum síðar barst annað símtal til neyðarlínu þar sem tilkynnt var að maðurinn, Ívar Örn, hafði hlaupið í átt að kirkju í hverfinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði Ívar hlaupið að kjallaraíbúð í nágrenninu og þegar lögregla ræddi við húsráðanda greindi hann frá því að Ívar hafi barið á dyr og virst útataður í blóði. Húsráðandinn taldi að hann hafi lent í slysi og bauð Ívari að fara í sturtu. Ívar hafi tekið boðinu en í sturtunni hafi hann öskrað og látið undarlega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar lögregla fór inn í baðherbergið hitti hún Ívar fyrir í sturtunni þar sem hann öskraði og lét einkennilega, barði í veggi og kúgaðist. Reynt hafi verið að ræða við hann en hann veitti lögreglu enga athygli. Lögreglumenn hafi því þurft að fara inn í sturtuna, skrúfa fyrir vatnið og þegar reynt var að ræða aftur við Ívar hafi hann orðið mjög æstur og hann var færður í handjárn. Þá kemur fram í dómnum að talið hafi verið nauðsynlegt að bensla fætur hans þar sem hann hafi ítrekað sparkað til lögreglu. Rétt eftir að sjúkrabíll kom á vettvang barst tilkynning frá lögreglu um að Ívar væri hættur að anda og að enginn hjartsláttur fyndist hjá honum. Ívar var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Ívar Örn hafði við handtökuna farið í hjartastopp og hlaut við það dreifðan heilaskaða. Málið hefur áður verið tekið fyrir í héraðsdómi og Landsrétti og var það mat beggja dómstóla að Ívari hafi ekki tekist að færa sönnun fyrir orsakatengslum milli handtökunnar og líkamstjónsins sem hann varð fyrir og var það mat Hæstaréttar að það stæðist. Fjórar matsgerðir sérfræðinga lágu fyrir í málinu um orsakir þess að hjarta Ívars hætti að slá. Að þeirra mati var það ástand Ívars fyrir handtökuna sem var frumorsök þess að hjarta hans stöðvaðist og að viðbrögð hans við handtökunni hafi átt þátt í eða aukið líkurnar á hjartastoppinu. Matsmenn voru hins vegar ekki sammála um hvort og hversu líklegt hefði verið að hjarta Ívars hefði stöðvast þó til handtökunnar hefði ekki komið. Ívar Örn sagði sögu sína í DV árið 2013. Töldu matsmennirnir líklegustu skýringuna á hjartastoppi Ívars sturlunar- eða geðrofsástandið sem hann virtist hafa verið í auk lífshættulegrar brenglunar á sýrustigi blóðs og gríðarlegri hækkun á vöðvaensímum. Það mætti rekja til ofneyslu á orkugeli eða orkudrykkjum í aðdraganda handtökunnar. Var handjárnaður og benslaður á fótum við handtökuna Málið má rekja aftur til 11. maí 2010 þegar neyðarlínu barst tilkynning þegar klukkan var að ganga 12 um blóðugan mann sveiflandi golfkylfu. Sjúkrabíll var í kjölfarið sendur á vettvang og var lögreglu gert viðvart. Nokkrum mínútum síðar barst annað símtal til neyðarlínu þar sem tilkynnt var að maðurinn, Ívar Örn, hafði hlaupið í átt að kirkju í hverfinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði Ívar hlaupið að kjallaraíbúð í nágrenninu og þegar lögregla ræddi við húsráðanda greindi hann frá því að Ívar hafi barið á dyr og virst útataður í blóði. Húsráðandinn taldi að hann hafi lent í slysi og bauð Ívari að fara í sturtu. Ívar hafi tekið boðinu en í sturtunni hafi hann öskrað og látið undarlega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar lögregla fór inn í baðherbergið hitti hún Ívar fyrir í sturtunni þar sem hann öskraði og lét einkennilega, barði í veggi og kúgaðist. Reynt hafi verið að ræða við hann en hann veitti lögreglu enga athygli. Lögreglumenn hafi því þurft að fara inn í sturtuna, skrúfa fyrir vatnið og þegar reynt var að ræða aftur við Ívar hafi hann orðið mjög æstur og hann var færður í handjárn. Þá kemur fram í dómnum að talið hafi verið nauðsynlegt að bensla fætur hans þar sem hann hafi ítrekað sparkað til lögreglu. Rétt eftir að sjúkrabíll kom á vettvang barst tilkynning frá lögreglu um að Ívar væri hættur að anda og að enginn hjartsláttur fyndist hjá honum. Ívar var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira