Stefnir í miklar breytingar í miðbæ Kópavogs Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2020 17:38 Hér má sjá hvernig miðbærinn mun líta út samvkæmt nýju aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi. PK arkitektar Útlit er fyrir að miðbær Kópavogs muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Samkvæmt breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem hafa verið samþykktar til kynningar verða 550 íbúðir á svæðinu. Svæðið í kringum Hamraborg verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði eða þéttingarsvæði og gert verður ráð fyrir verslun, þjónustu og íbúðum þar. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða gömlu bæjarskrifstofur Kópavogs að Fannaborg 2,4 og 6 rifnar og á það sama við um hús við Vallartröð og Neðstutröð. Þá er fyrirhugað að íbúðirnar nýju verði að fjölbreyttum stærðum og verða nýju húsin frá einni hæð til tólf. Skipulagssvæðið afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 í norður. Hér er svo mynd tekin frá sama sjónarhorni.Onno Í áðurnefndri tilkynningu segir að mannlífsás, gata fyrir gangandi og hjólandi, muni liggja frá menningarhúsum Kópavogs og alla leið að Kópavogsskóla. Milli þeirra fjölbýlishúsa sem standi við Hamraborg og nýju húsanna. Þar er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð nýju húsanna og verður áhersla lögð á að skapa aðlaðanadi umhverfi og nýta kosti umhverfisins og staðsetningarinnar í miðbæ Kópavogs. Ein stærsta skiptistöð Strætó sé í næsta nágrenni og tvær leiðir Borgarlínu muni stoppa þar. „Hamraborgarsvæðið er afar vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu og mikil tækifæri til þéttingar og endurnýjunar á þessu svæði. Við munum leggja áherslu á gott umhverfi fyrir iðandi mannlíf og þjónustu, íbúðir verða af ýmsum stærðum og gerðum en munu meðal annars henta vel þeim sem kjósa bíllausan lífstíl og vilja hafa alla þjónustu í göngufjarlægð,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóri Kópavogs. Kynningarfundur um nýtt skipulag miðbæjar Kópavogs og fyrirhugaða uppbyggingu verður haldinn í desember. Fundinum verður streymt og verður hægt að leggja fyrir spurningar á meðan honum stendur. Að loknum fundi verður upptaka af honum gerð aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Dagsetning fundarins verður auglýst þegar hún liggur fyrir. Kópavogur Borgarlína Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Útlit er fyrir að miðbær Kópavogs muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Samkvæmt breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem hafa verið samþykktar til kynningar verða 550 íbúðir á svæðinu. Svæðið í kringum Hamraborg verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði eða þéttingarsvæði og gert verður ráð fyrir verslun, þjónustu og íbúðum þar. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða gömlu bæjarskrifstofur Kópavogs að Fannaborg 2,4 og 6 rifnar og á það sama við um hús við Vallartröð og Neðstutröð. Þá er fyrirhugað að íbúðirnar nýju verði að fjölbreyttum stærðum og verða nýju húsin frá einni hæð til tólf. Skipulagssvæðið afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 í norður. Hér er svo mynd tekin frá sama sjónarhorni.Onno Í áðurnefndri tilkynningu segir að mannlífsás, gata fyrir gangandi og hjólandi, muni liggja frá menningarhúsum Kópavogs og alla leið að Kópavogsskóla. Milli þeirra fjölbýlishúsa sem standi við Hamraborg og nýju húsanna. Þar er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð nýju húsanna og verður áhersla lögð á að skapa aðlaðanadi umhverfi og nýta kosti umhverfisins og staðsetningarinnar í miðbæ Kópavogs. Ein stærsta skiptistöð Strætó sé í næsta nágrenni og tvær leiðir Borgarlínu muni stoppa þar. „Hamraborgarsvæðið er afar vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu og mikil tækifæri til þéttingar og endurnýjunar á þessu svæði. Við munum leggja áherslu á gott umhverfi fyrir iðandi mannlíf og þjónustu, íbúðir verða af ýmsum stærðum og gerðum en munu meðal annars henta vel þeim sem kjósa bíllausan lífstíl og vilja hafa alla þjónustu í göngufjarlægð,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóri Kópavogs. Kynningarfundur um nýtt skipulag miðbæjar Kópavogs og fyrirhugaða uppbyggingu verður haldinn í desember. Fundinum verður streymt og verður hægt að leggja fyrir spurningar á meðan honum stendur. Að loknum fundi verður upptaka af honum gerð aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Dagsetning fundarins verður auglýst þegar hún liggur fyrir.
Kópavogur Borgarlína Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira