„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 16:20 Flugvirkjar að störfum hjá Landhelgisgæslunni. vísir/vilhelm Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. Engin björgunarþyrla verði þá til taks á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/vilhelm Undanþágubeiðnum hafnað ítrekað Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ef fram fari sem horfi muni þyrlufloti Gæslunnar stöðvast í síðasta lagi um miðja næstu viku, þegar reglubundin skoðun á TF-GRO, einu starfhæfu þyrlu stofnunarinnar, þarf að fara fram. „Hin björgunarþyrlan, TF-EIR, verður ekki til taks eins og áætlað var þar sem vinna við skoðun sem hún er í hefur legið niðri í verkfallinu,“ segir í tilkynningu. Vinna við viðhaldsskipulagningu hafi jafnframt legið niðri í verkfallinu sem hafi þau áhrif að undirbúningur skoðana, eftirlit og frágangur viðhaldsgagna sé enginn. Ítrekuðum undanþágubeiðnum frá verkfalli vegna viðhaldsskipulagningar hafi verið hafnað af Flugvirkjafélagi Íslands. „Eftir sem áður þá blasir nú þegar við að ekki verður alltaf tiltæk björgunarþyrla og áhrifa verkfallsins mun gæta fram á næsta ár hvað varðar björgunarþjónustu LHG,“ segir í tilkynningu. Þyrlan gæti stöðvast fyrr Þá hafi verkefnum og æfingum verið frestað til að unnt sé að bregðast við neyðartilfellum en ljóst sé að slíkt ástand geti ekki varað lengi. „Neyðarástand skapast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar þyrlan stöðvast en hafa verður í huga að þyrlan getur stöðvast fyrr vegna óvæntra bilana. Engin björgunarþyrla verður þá til taks á landinu sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir í tilkynningu. Annarra áhrifa verkfallsins muni jafnframt gæta næstu vikur og mánuði. Fresta þurfi að taka leiguþyrluna TF-GNA í gagnið sem væntanleg er í janúar. Þá sé TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, óflughæf sem og flugvél Isavia, TF-FMS, sem Landhelgisgæslan sinnir viðhaldi á. Ástandið þegar grafalvarlegt Haft er eftir Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar í tilkynningu að úrræði Landhelgisgæslunnar séu senn á þrotum. Enn fremur verði að hafa í huga að Landhelgisgæslan sé ekki aðili að deilunni heldur sé hún á milli Flugvirkjafélagsins og ríkisins. „Það skiptir þjóðina máli að Landhelgisgæslan hafi björgunarþyrlur til taks ef vá ber að garði. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda ef mannskaði verður vegna þessa. […] Hlutverk Landhelgisgæslunnar er að tryggja að hægt sé að bregðast við neyðartilfellum sem upp koma. Ástandið er þegar orðið grafalvarlegt en ljóst er að neyðarástand mun ríkja í næstu viku þegar engin þyrla verður til taks.“ Átján flugvirkjar starfa hjá Landhelgisgæslunni. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði, að því er fram kom í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn fréttastofu fyrr í mánuðinum. Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. 21. október 2020 08:30 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. Engin björgunarþyrla verði þá til taks á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/vilhelm Undanþágubeiðnum hafnað ítrekað Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ef fram fari sem horfi muni þyrlufloti Gæslunnar stöðvast í síðasta lagi um miðja næstu viku, þegar reglubundin skoðun á TF-GRO, einu starfhæfu þyrlu stofnunarinnar, þarf að fara fram. „Hin björgunarþyrlan, TF-EIR, verður ekki til taks eins og áætlað var þar sem vinna við skoðun sem hún er í hefur legið niðri í verkfallinu,“ segir í tilkynningu. Vinna við viðhaldsskipulagningu hafi jafnframt legið niðri í verkfallinu sem hafi þau áhrif að undirbúningur skoðana, eftirlit og frágangur viðhaldsgagna sé enginn. Ítrekuðum undanþágubeiðnum frá verkfalli vegna viðhaldsskipulagningar hafi verið hafnað af Flugvirkjafélagi Íslands. „Eftir sem áður þá blasir nú þegar við að ekki verður alltaf tiltæk björgunarþyrla og áhrifa verkfallsins mun gæta fram á næsta ár hvað varðar björgunarþjónustu LHG,“ segir í tilkynningu. Þyrlan gæti stöðvast fyrr Þá hafi verkefnum og æfingum verið frestað til að unnt sé að bregðast við neyðartilfellum en ljóst sé að slíkt ástand geti ekki varað lengi. „Neyðarástand skapast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar þyrlan stöðvast en hafa verður í huga að þyrlan getur stöðvast fyrr vegna óvæntra bilana. Engin björgunarþyrla verður þá til taks á landinu sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir í tilkynningu. Annarra áhrifa verkfallsins muni jafnframt gæta næstu vikur og mánuði. Fresta þurfi að taka leiguþyrluna TF-GNA í gagnið sem væntanleg er í janúar. Þá sé TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, óflughæf sem og flugvél Isavia, TF-FMS, sem Landhelgisgæslan sinnir viðhaldi á. Ástandið þegar grafalvarlegt Haft er eftir Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar í tilkynningu að úrræði Landhelgisgæslunnar séu senn á þrotum. Enn fremur verði að hafa í huga að Landhelgisgæslan sé ekki aðili að deilunni heldur sé hún á milli Flugvirkjafélagsins og ríkisins. „Það skiptir þjóðina máli að Landhelgisgæslan hafi björgunarþyrlur til taks ef vá ber að garði. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda ef mannskaði verður vegna þessa. […] Hlutverk Landhelgisgæslunnar er að tryggja að hægt sé að bregðast við neyðartilfellum sem upp koma. Ástandið er þegar orðið grafalvarlegt en ljóst er að neyðarástand mun ríkja í næstu viku þegar engin þyrla verður til taks.“ Átján flugvirkjar starfa hjá Landhelgisgæslunni. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði, að því er fram kom í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn fréttastofu fyrr í mánuðinum.
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. 21. október 2020 08:30 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13
Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16
Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. 21. október 2020 08:30