Þrjár dýrustu snekkjur heims Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 14:30 Ekki amalegt að eiga snekkju af þessari gerð. Snekkjur eru eflaust nokkuð vinsælar í dag meðal þeirra ríku en þar er vel hægt að einangra sig og njóta lífsins í miðum heimsfaraldri. Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman þrjár dýrustu snekkjur heims. Rásin setur fram ákveðin fyrirvara á verð snekkjanna þar sem erfitt var að finna út nákvæmt verð á þeim. Í þriðja sæti er snekkja sem ber nafnið A+ en hún hét áður Topaz. Sú snekkja er metin á 527 milljónir dollara eða því sem samsvarar 72 milljörðum íslenskra króna. Það var skipasmíðafyrirtækið Lurssen sem byggði snekkjuna árið 2012. Talið er að eigandi snekkjunar sé Sheikh Mansour sem á meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Hann er einn ríkasti maður heims. Snekkjan er 146 metra löng og eru þar tveir þyrlupallar, sundlaug og heitur pottur og í raun allt til alls. Roman er ekkert að grínast Snekkjan í öðru sæti heitir Azzam og var sú einnig byggð af Lurssen. Eigandinn er kunnugur eiganda A+ og heitir hann Sheikh Kalifa bin Zayed al-Nayan. Hann er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Snekkjan kostaði hann 650 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega níutíu milljarða króna. Hún er 180 metra löng og er stærsta einkasnekkja í heiminum. Þar má með sanni segja að lúxusinn sé í fyrsta sæti. Dýrasta snekkja heims ber nafnið The Eclipse. Hún er talin kosta á bilinu 800 til 1500 milljónir dollara og er í raun algjörlega ótrúleg snekkja. Það er enginn annar en Roman Abramovich sem er eigandi snekkjunnar en hann er meðal annars eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Roman gætir vel að öllu öryggi og er í raun allt skothelt á skipinu. Einnig er sérstök laservörn um borð í snekkjunni svo að ljósmyndarar geta í raun ekki tekið myndir af þeim um borð. Hún er 163 metrar á lengd. Þar eru 24 gestaherbergi, tvær sundlaugar, danssalur, tveir lendingarpallar fyrir þyrlur og margt fleira. Hús og heimili Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Snekkjur eru eflaust nokkuð vinsælar í dag meðal þeirra ríku en þar er vel hægt að einangra sig og njóta lífsins í miðum heimsfaraldri. Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman þrjár dýrustu snekkjur heims. Rásin setur fram ákveðin fyrirvara á verð snekkjanna þar sem erfitt var að finna út nákvæmt verð á þeim. Í þriðja sæti er snekkja sem ber nafnið A+ en hún hét áður Topaz. Sú snekkja er metin á 527 milljónir dollara eða því sem samsvarar 72 milljörðum íslenskra króna. Það var skipasmíðafyrirtækið Lurssen sem byggði snekkjuna árið 2012. Talið er að eigandi snekkjunar sé Sheikh Mansour sem á meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Hann er einn ríkasti maður heims. Snekkjan er 146 metra löng og eru þar tveir þyrlupallar, sundlaug og heitur pottur og í raun allt til alls. Roman er ekkert að grínast Snekkjan í öðru sæti heitir Azzam og var sú einnig byggð af Lurssen. Eigandinn er kunnugur eiganda A+ og heitir hann Sheikh Kalifa bin Zayed al-Nayan. Hann er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Snekkjan kostaði hann 650 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega níutíu milljarða króna. Hún er 180 metra löng og er stærsta einkasnekkja í heiminum. Þar má með sanni segja að lúxusinn sé í fyrsta sæti. Dýrasta snekkja heims ber nafnið The Eclipse. Hún er talin kosta á bilinu 800 til 1500 milljónir dollara og er í raun algjörlega ótrúleg snekkja. Það er enginn annar en Roman Abramovich sem er eigandi snekkjunnar en hann er meðal annars eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Roman gætir vel að öllu öryggi og er í raun allt skothelt á skipinu. Einnig er sérstök laservörn um borð í snekkjunni svo að ljósmyndarar geta í raun ekki tekið myndir af þeim um borð. Hún er 163 metrar á lengd. Þar eru 24 gestaherbergi, tvær sundlaugar, danssalur, tveir lendingarpallar fyrir þyrlur og margt fleira.
Hús og heimili Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira