Ósammála Kára um forgang í bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 12:34 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samsett/vilhelm Sóttvarnalæknir kveðst ósammála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um að heilbrigðisstarfsmenn ættu ekki endilega að vera í forgangi í bólusetningu við kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að þegar bólusetningar hefjist verði miðað við að heilbrigðisstarfsmenn sem eru í samskiptum við sjúklinga verði í forgangi. Vonir eru bundnar við að bólusetningar gætu hafist hér á landi á fyrri hluta næsta árs, þó að ekkert sé enn fast í hendi í þeim efnum. Talsvert hefur verið rætt um hverjir verði bólusettir fyrst þegar bóluefni kemur á markað og í flestum tilvikum hafa heilbrigðisstarfsmenn, einkum þeir sem eru í mikilli smithættu í störfum sínum, verið settir í efsta forgang. Umfjöllun um forgangsröðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar má til að mynda nálgast hér fyrir neðan. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var inntur eftir því hvað honum þætti um þessa forgangsröðun í þættinum 21 á Hringbraut í gær. Hann sagði að í sínum huga væri þetta „ekki endilega rétta röðin“. „Vegna þess að þegar við skoðuðum mótefni í Íslendingum þá skoðuðum við sérstaklega mótefni í starfsmönnum Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og komumst að raun um að það var nákvæmlega sami hundraðshluti af heilbrigðisstarfsmönnum og Íslendingum almennt sem hafði sýkst. Sem bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn séu ekkert meira útsettir fyrir smiti en aðrir,“ sagði Kári. „Þannig að ég held að heilbrigðisstarfsmenn í flestum tilfellum eigi ekki að vera í forgangshópi heldur þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir svona smitum, þeir sem hefur verið sýnt fram á að séu sérstaklega líklegir til að smitast.“ Viðbúið að verði metingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í þetta mat Kára á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Hann tók ekki undir með þeim síðarnefnda. „Ég er ósammála Kára í þessu. Heilbrigðisstarfsmenn í „sjúklingakontakt“ verða í forgangi hjá okkur og eru það líka samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þannig að við munum hafa það að leiðarljósi.“ Þá var Þórólfur spurðir hver ynni að áætlun um forgangsröðunina hér á landi og hverjir yrðu síðastir í röðinni. Hann sagði að sóttvarnalæknir bæri ábyrgð röðuninni, sem reyndar kæmi líka inn í reglugerð. „Við erum að vinna að því en ég er ekki tilbúinn að tala um einstaka hópa. Við vitum að það mun koma, sérstaklega ef það verður takmarkað aðgengi að bóluefni, að það muni koma metingur milli starfsgreina og einstaklinga en við munum bara taka á því þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sóttvarnalæknir kveðst ósammála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um að heilbrigðisstarfsmenn ættu ekki endilega að vera í forgangi í bólusetningu við kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að þegar bólusetningar hefjist verði miðað við að heilbrigðisstarfsmenn sem eru í samskiptum við sjúklinga verði í forgangi. Vonir eru bundnar við að bólusetningar gætu hafist hér á landi á fyrri hluta næsta árs, þó að ekkert sé enn fast í hendi í þeim efnum. Talsvert hefur verið rætt um hverjir verði bólusettir fyrst þegar bóluefni kemur á markað og í flestum tilvikum hafa heilbrigðisstarfsmenn, einkum þeir sem eru í mikilli smithættu í störfum sínum, verið settir í efsta forgang. Umfjöllun um forgangsröðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar má til að mynda nálgast hér fyrir neðan. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var inntur eftir því hvað honum þætti um þessa forgangsröðun í þættinum 21 á Hringbraut í gær. Hann sagði að í sínum huga væri þetta „ekki endilega rétta röðin“. „Vegna þess að þegar við skoðuðum mótefni í Íslendingum þá skoðuðum við sérstaklega mótefni í starfsmönnum Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og komumst að raun um að það var nákvæmlega sami hundraðshluti af heilbrigðisstarfsmönnum og Íslendingum almennt sem hafði sýkst. Sem bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn séu ekkert meira útsettir fyrir smiti en aðrir,“ sagði Kári. „Þannig að ég held að heilbrigðisstarfsmenn í flestum tilfellum eigi ekki að vera í forgangshópi heldur þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir svona smitum, þeir sem hefur verið sýnt fram á að séu sérstaklega líklegir til að smitast.“ Viðbúið að verði metingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í þetta mat Kára á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Hann tók ekki undir með þeim síðarnefnda. „Ég er ósammála Kára í þessu. Heilbrigðisstarfsmenn í „sjúklingakontakt“ verða í forgangi hjá okkur og eru það líka samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þannig að við munum hafa það að leiðarljósi.“ Þá var Þórólfur spurðir hver ynni að áætlun um forgangsröðunina hér á landi og hverjir yrðu síðastir í röðinni. Hann sagði að sóttvarnalæknir bæri ábyrgð röðuninni, sem reyndar kæmi líka inn í reglugerð. „Við erum að vinna að því en ég er ekki tilbúinn að tala um einstaka hópa. Við vitum að það mun koma, sérstaklega ef það verður takmarkað aðgengi að bóluefni, að það muni koma metingur milli starfsgreina og einstaklinga en við munum bara taka á því þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16
Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25
Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58
Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32