Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2020 22:03 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Egill Aðalsteinsson Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. 260 íbúar Reykhólasveitar hafa ekki getað verslað í eigin heimabyggð eftir að Hólabúð og sambyggðum veitingastað var lokað í byrjun október. Hólabúð og veitingastaðurinn voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum.Egill Aðalsteinsson „Þetta var áfall,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Fyrir íbúana í þéttbýlinu á Reykhólum þýddi þetta að það var ekki lengur hægt að skreppa út í búð að kaupa í matinn. Næsta búð er nefnilega á Hólmavík en þangað er 50-60 mínútna akstur yfir Þröskulda. Sveitarstjórinn segir íbúana einnig sækja í Búðardal og jafnvel alla leið í Borgarnes til að gera innkaupin en í öllum tilvikum þarf að fara yfir fjallveg. „Þetta er ekki þægilegt ástand og það fer náttúrlega versnandi. Við erum búin að búa við það að það hafi verið gott veður hingað til. Það er ekki búin að vera hálka eða annað. En auðvitað þegar fara að koma snjór og hálka þá fara aðstæður að breytast og þá verður þetta mikið erfiðara.“ Frá Reykhólum. Þaðan eru 58 kílómetrar til Hólmavíkur um Þröskulda og 75 kílómetrar í Búðardal um Svínadal.Egill Aðalsteinsson En ekki er öll nótt úti enn. Reykhólabúar gætu brátt tekið gleði sína á ný. Sveitarstjórinn segir áhugasama aðila hafa gefið sig fram um að reka verslun. „Þannig að ég sé bara fram á bjarta tíma. Þetta eru ekki endalokin. Það opnast dyr þegar aðrar lokast.“ -Þannig að það verður kannski hægt að kaupa jólamatinn á Reykhólum? „Kannski ekki jólamatinn. En væntanlega mjög fljótlega eftir áramót verður hægt að kaupa í matinn á Reykhólum,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Strandabyggð Dalabyggð Byggðamál Verslun Tengdar fréttir Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. 260 íbúar Reykhólasveitar hafa ekki getað verslað í eigin heimabyggð eftir að Hólabúð og sambyggðum veitingastað var lokað í byrjun október. Hólabúð og veitingastaðurinn voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum.Egill Aðalsteinsson „Þetta var áfall,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Fyrir íbúana í þéttbýlinu á Reykhólum þýddi þetta að það var ekki lengur hægt að skreppa út í búð að kaupa í matinn. Næsta búð er nefnilega á Hólmavík en þangað er 50-60 mínútna akstur yfir Þröskulda. Sveitarstjórinn segir íbúana einnig sækja í Búðardal og jafnvel alla leið í Borgarnes til að gera innkaupin en í öllum tilvikum þarf að fara yfir fjallveg. „Þetta er ekki þægilegt ástand og það fer náttúrlega versnandi. Við erum búin að búa við það að það hafi verið gott veður hingað til. Það er ekki búin að vera hálka eða annað. En auðvitað þegar fara að koma snjór og hálka þá fara aðstæður að breytast og þá verður þetta mikið erfiðara.“ Frá Reykhólum. Þaðan eru 58 kílómetrar til Hólmavíkur um Þröskulda og 75 kílómetrar í Búðardal um Svínadal.Egill Aðalsteinsson En ekki er öll nótt úti enn. Reykhólabúar gætu brátt tekið gleði sína á ný. Sveitarstjórinn segir áhugasama aðila hafa gefið sig fram um að reka verslun. „Þannig að ég sé bara fram á bjarta tíma. Þetta eru ekki endalokin. Það opnast dyr þegar aðrar lokast.“ -Þannig að það verður kannski hægt að kaupa jólamatinn á Reykhólum? „Kannski ekki jólamatinn. En væntanlega mjög fljótlega eftir áramót verður hægt að kaupa í matinn á Reykhólum,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Strandabyggð Dalabyggð Byggðamál Verslun Tengdar fréttir Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07