Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 20:16 Undirbúningur sýnatöku. Vísir/Vilhelm „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. Hlynur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Það er mikil ábyrgð að vera skólabílstjóri, við berum ábyrgð á börnunum ykkar á ferðum þeirra á milli skóla og heimilis við alls konar aðstæður. Gætum orða okkar og gröfum ekki undan trausti barnanna með ógætilegum og vanhugsuðum orðum,“ segir Hlynur m.a. í færslunni. Allir strax í sjálfskipaða sóttkví Forsaga málsins er sú að í gær greindist einn bílstjóra fyrirtækisins með Covid-19 en að sögn Hlyns setti fyrirtækið sig strax í samband við alla viðeigandi aðila. „Frá því að skólaakstur hófst í haust höfum við í okkar fyrirtæki lagt allt kapp á að vanda til verka með allar sóttvarnir. Við vorum frumkvöðlar að notkun andlitsgríma hjá bílstjórum okkar. Allir bílstjórar voru og eru með grímur á meðan á akstri með börn á sér stað. Við viljum einnig koma því á framfæri að spritt er í öllum bílum til afnota fyrir farþega og hefur verið frá því að skólahald hófst, allir snertifletir eru sápuþvegnir og sótthreinsaðir samkvæmt reglum. Hjá Sæti hópferðum er vandað til verka og enginn getur haldið öðru fram,“ segir Hlynur. Bílstjórar hafi um langan tíma verið hvattir til að vanda sig í ljósi aðstæðna en allir þeir sem höfuð verið í samskiptum við umræddan starfsmann fóru umsvifalaust í sjálfskipaða sóttkví og verða í henni þar til seinni sýnataka mun eiga sér stað á föstudag. „Við vonum að með þessum upplýsingum skapist friður, því miður þá er okkur að berast til eyrna dapurlegar athugasemdir sem engan veginn eiga rétt á sér. Eins og einhver sagði „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Sýnum frekar samstöðu og skilning. ENGINN ÆTLAR að veikjast en því miður gerist það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Tengdar fréttir Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. Hlynur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Það er mikil ábyrgð að vera skólabílstjóri, við berum ábyrgð á börnunum ykkar á ferðum þeirra á milli skóla og heimilis við alls konar aðstæður. Gætum orða okkar og gröfum ekki undan trausti barnanna með ógætilegum og vanhugsuðum orðum,“ segir Hlynur m.a. í færslunni. Allir strax í sjálfskipaða sóttkví Forsaga málsins er sú að í gær greindist einn bílstjóra fyrirtækisins með Covid-19 en að sögn Hlyns setti fyrirtækið sig strax í samband við alla viðeigandi aðila. „Frá því að skólaakstur hófst í haust höfum við í okkar fyrirtæki lagt allt kapp á að vanda til verka með allar sóttvarnir. Við vorum frumkvöðlar að notkun andlitsgríma hjá bílstjórum okkar. Allir bílstjórar voru og eru með grímur á meðan á akstri með börn á sér stað. Við viljum einnig koma því á framfæri að spritt er í öllum bílum til afnota fyrir farþega og hefur verið frá því að skólahald hófst, allir snertifletir eru sápuþvegnir og sótthreinsaðir samkvæmt reglum. Hjá Sæti hópferðum er vandað til verka og enginn getur haldið öðru fram,“ segir Hlynur. Bílstjórar hafi um langan tíma verið hvattir til að vanda sig í ljósi aðstæðna en allir þeir sem höfuð verið í samskiptum við umræddan starfsmann fóru umsvifalaust í sjálfskipaða sóttkví og verða í henni þar til seinni sýnataka mun eiga sér stað á föstudag. „Við vonum að með þessum upplýsingum skapist friður, því miður þá er okkur að berast til eyrna dapurlegar athugasemdir sem engan veginn eiga rétt á sér. Eins og einhver sagði „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Sýnum frekar samstöðu og skilning. ENGINN ÆTLAR að veikjast en því miður gerist það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Tengdar fréttir Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28
Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58
Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59