Segir af sér vegna minkamálsins Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2020 11:47 Mogens Jensen tók við ráðherraembætti í júní 2019. Getty Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins svokallaða. Hart hefur verið sótt að Jensen vegna ákvörðunar danskra stjórnvalda að ráðast í að lóga öllum minkum á minkabúum landsins vegna afbrigðis kórónuveiru, án þess að hafa til þess lagaheimild. Jensen segir í samtali við DR að honum þyki ljóst að hann njóti ekki lengur stuðnings þingflokka – stuðnings sem sé nauðsynlegur til áframhaldandi starfa. Greint var frá því í gær að meirihluti hafi náðst á þingi um að lóga skyldi öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. Fréttir bárust einnig af því í gær að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á nokkrum minkabúum til viðbótar í landinu. Þá var sagt frá því að um tvö hundruð starfsmenn minkabúa í landinu hafi greinst með veiruna. 4. nóvember síðastliðinn greindi Frederiksen frá því að ákveðið hafi verið að lóga öllum minkum í landinu. Ákvörðunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til að grípa til þessa ráðs og beindust spjótin þá sérstaklega að landbúnaðarráðherranum Jensen sem nú hefur sagt af sér. Samkvæmt samkomulaginu frá í gær munu minkaræktendur fá 30 danskar krónur á hvern mink sem er aflífaður. Þá verður óheimilt að rækta minka í landinu til ársloka 2021. Jensen er hefur verið þingmaður Jafnaðarmannaflokksins frá árinu 2005. Hann tók við ráðherraembætti sumarið 2019. Danmörk Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Vissu að minkatilskipunin var ólögleg Að minnsta kosti viku áður en danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti um að allir minkar í landinu yrðu drepnir, vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru sem greindist i dýrunum, höfðu embættismenn komist að því að slík fyrirskipun væri ólögleg. 11. nóvember 2020 11:44 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins svokallaða. Hart hefur verið sótt að Jensen vegna ákvörðunar danskra stjórnvalda að ráðast í að lóga öllum minkum á minkabúum landsins vegna afbrigðis kórónuveiru, án þess að hafa til þess lagaheimild. Jensen segir í samtali við DR að honum þyki ljóst að hann njóti ekki lengur stuðnings þingflokka – stuðnings sem sé nauðsynlegur til áframhaldandi starfa. Greint var frá því í gær að meirihluti hafi náðst á þingi um að lóga skyldi öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. Fréttir bárust einnig af því í gær að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á nokkrum minkabúum til viðbótar í landinu. Þá var sagt frá því að um tvö hundruð starfsmenn minkabúa í landinu hafi greinst með veiruna. 4. nóvember síðastliðinn greindi Frederiksen frá því að ákveðið hafi verið að lóga öllum minkum í landinu. Ákvörðunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til að grípa til þessa ráðs og beindust spjótin þá sérstaklega að landbúnaðarráðherranum Jensen sem nú hefur sagt af sér. Samkvæmt samkomulaginu frá í gær munu minkaræktendur fá 30 danskar krónur á hvern mink sem er aflífaður. Þá verður óheimilt að rækta minka í landinu til ársloka 2021. Jensen er hefur verið þingmaður Jafnaðarmannaflokksins frá árinu 2005. Hann tók við ráðherraembætti sumarið 2019.
Danmörk Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Vissu að minkatilskipunin var ólögleg Að minnsta kosti viku áður en danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti um að allir minkar í landinu yrðu drepnir, vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru sem greindist i dýrunum, höfðu embættismenn komist að því að slík fyrirskipun væri ólögleg. 11. nóvember 2020 11:44 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17
Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17
Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04
Vissu að minkatilskipunin var ólögleg Að minnsta kosti viku áður en danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti um að allir minkar í landinu yrðu drepnir, vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru sem greindist i dýrunum, höfðu embættismenn komist að því að slík fyrirskipun væri ólögleg. 11. nóvember 2020 11:44