Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 01:17 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hefur sagt að minnst fjórðungur Íslendinga tejlist til áhættuhóps vegna Covid-19. Vísir Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. Prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 þá glími margir við langvinn eftirköst. „Venjulegra líf“ eftir bólusetningar viðkvæmustu hópa Lyfjafyrirtækið Moderna tilkynnti í gær um 95 prósenta vernd gegn Covid-19. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Niðurstöðurnar eru framar vonum en sóttvarnalæknir segir enn ekki hægt að segja til um hvenær bólusetning hefjist hér á landi. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í viðtali á RÚV í kvöld hvenær búið verði að bólusetja svo marga að öllum hömlum og takmörkunum verði hætt? „Um leið og við getum farið að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk að þá getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ sagði Svandís. Sjaldgæfir atburðir vegna fámennis Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands, staldrar við orð Svandísar. „Er hún að grínast?“ spyr Jóhanna í færslu á Facebook. Hún vilji sjá skilgreininguna á viðkvæmustu hópum áður en þetta verði gert. „Um leið og við slökum á og leyfum þessu að gusast yfir unga og hrausta fólkið þá förum við að sjá „sjaldgæfa“ atburði, sem eru ekkert svo sjaldgæfir,“ segir Jóhanna. Nefnir hún atburði á borð við að jafnaldrar hennar falli fyrir Covid-19. Jóhanna er á 39. aldursári. „Þeir eru bara það sjaldgæfir að við höfum ekki séð þá í þessum raunverulega fáu sem hafa smitast hér.“ Hún leggur því til viðbótar til að hugað verði að handahófskenndri bólusetningu í þýðinu til að lækka smitstuðulinn. Langvinn eftirköst og heilsubrestur Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segist fagna með Svandísi að bjartari tímar séu fram undan með væntanlegu bóluefni. „Vonandi getum við byrjað að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og eldra fólk sem er í mestri áhættu í byrjun næsta árs,“ segir Ingileif í færslu á Facebook. Baráttunni sé þó langt í frá lokið á þeim tímapunkti. „Við verðum áfram að beita sóttvarnaraðgerðum til að hindra að ný smit berist til landsins og breiðist út í samfélaginu, þar til búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Gleymum því ekki að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyji af COVID-19 þá glíma margir við langvinn eftirköst og heilsubrest.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. Prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 þá glími margir við langvinn eftirköst. „Venjulegra líf“ eftir bólusetningar viðkvæmustu hópa Lyfjafyrirtækið Moderna tilkynnti í gær um 95 prósenta vernd gegn Covid-19. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Niðurstöðurnar eru framar vonum en sóttvarnalæknir segir enn ekki hægt að segja til um hvenær bólusetning hefjist hér á landi. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í viðtali á RÚV í kvöld hvenær búið verði að bólusetja svo marga að öllum hömlum og takmörkunum verði hætt? „Um leið og við getum farið að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk að þá getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ sagði Svandís. Sjaldgæfir atburðir vegna fámennis Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands, staldrar við orð Svandísar. „Er hún að grínast?“ spyr Jóhanna í færslu á Facebook. Hún vilji sjá skilgreininguna á viðkvæmustu hópum áður en þetta verði gert. „Um leið og við slökum á og leyfum þessu að gusast yfir unga og hrausta fólkið þá förum við að sjá „sjaldgæfa“ atburði, sem eru ekkert svo sjaldgæfir,“ segir Jóhanna. Nefnir hún atburði á borð við að jafnaldrar hennar falli fyrir Covid-19. Jóhanna er á 39. aldursári. „Þeir eru bara það sjaldgæfir að við höfum ekki séð þá í þessum raunverulega fáu sem hafa smitast hér.“ Hún leggur því til viðbótar til að hugað verði að handahófskenndri bólusetningu í þýðinu til að lækka smitstuðulinn. Langvinn eftirköst og heilsubrestur Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segist fagna með Svandísi að bjartari tímar séu fram undan með væntanlegu bóluefni. „Vonandi getum við byrjað að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og eldra fólk sem er í mestri áhættu í byrjun næsta árs,“ segir Ingileif í færslu á Facebook. Baráttunni sé þó langt í frá lokið á þeim tímapunkti. „Við verðum áfram að beita sóttvarnaraðgerðum til að hindra að ný smit berist til landsins og breiðist út í samfélaginu, þar til búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Gleymum því ekki að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyji af COVID-19 þá glíma margir við langvinn eftirköst og heilsubrest.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira