Til skoðunar að stofna rannsóknarnefnd um vistheimili síðustu áttatíu ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar. visir/Vilhelm Velferðarnefnd skoðar að leggja fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar sem yrði falið að rannsaka aðbúnað fólks á vistheimilum síðustu áttatíu árin. Nefndarformaður segir mikilvægt fyrir samfélagið að opna þessi mál. Eftir að fréttir bárust af aðbúnaði fólks í Arnarholti hafa samtökin Þroskahjálp og Geðhjálp skorað á stjórnvöld að gera víðtæka úttekt á vistheimilum. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns velferðarnefndar, er nefndin með þetta til skoðunar og á morgun verður rætt hvort leggja eigi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. „Nefndin er með til skoðunar hvort fara eigi að í sambærilega rannsókn og varðandi vistheimilin. Þá var rannsóknin einskorðuð við börn sem voru vistuð á heimlum en þessi rannsókn myndi einnig lúta að börnum og fullorðnum einstaklingum sem hafa verið vistuð á opinberum og einkareknum heimilum í gegnum tíðina,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm Í áskorun til nefndarinnar er lagt til að rannsóknin nái til aðbúnaðar fólks með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Helga Vala segir að djúp umræða um málið eigi eftir að fara fram innan nefndarinnar en telur þó að vilji sé fyrir málinu. „Miðað við þær sögur sem okkur berast í kjölfarið á fréttum um það sem gerðist í Arnarholti þá held ég að það sé full ástæða til að fara í svona rannsókn. Pósthólfin okkar eru að fyllast af sögum, bæði frá einstaklingunum sjálfum og aðstendendum.“ Henni er ekki kunnugt um hversu mörg heimili myndu falla þarna undir. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt fyrir samfélagið allt að við opnum á þetta. Ef það finnst ekkert misjafnt er það auðvitað mjög jákvætt, en ég óttast að svo sé ekki.“ „Það er vont að við séum að fá skýrslur sem sýna hvernig þetta var fyrir 50 árum á meðan við erum kannski minna að horfa nær okkur í tíma. Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum líka hvað hefur verið að gerast í nútímanum,“ segir Helga Vala. Félagsmál Alþingi Vistheimili Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira
Velferðarnefnd skoðar að leggja fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar sem yrði falið að rannsaka aðbúnað fólks á vistheimilum síðustu áttatíu árin. Nefndarformaður segir mikilvægt fyrir samfélagið að opna þessi mál. Eftir að fréttir bárust af aðbúnaði fólks í Arnarholti hafa samtökin Þroskahjálp og Geðhjálp skorað á stjórnvöld að gera víðtæka úttekt á vistheimilum. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns velferðarnefndar, er nefndin með þetta til skoðunar og á morgun verður rætt hvort leggja eigi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. „Nefndin er með til skoðunar hvort fara eigi að í sambærilega rannsókn og varðandi vistheimilin. Þá var rannsóknin einskorðuð við börn sem voru vistuð á heimlum en þessi rannsókn myndi einnig lúta að börnum og fullorðnum einstaklingum sem hafa verið vistuð á opinberum og einkareknum heimilum í gegnum tíðina,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm Í áskorun til nefndarinnar er lagt til að rannsóknin nái til aðbúnaðar fólks með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Helga Vala segir að djúp umræða um málið eigi eftir að fara fram innan nefndarinnar en telur þó að vilji sé fyrir málinu. „Miðað við þær sögur sem okkur berast í kjölfarið á fréttum um það sem gerðist í Arnarholti þá held ég að það sé full ástæða til að fara í svona rannsókn. Pósthólfin okkar eru að fyllast af sögum, bæði frá einstaklingunum sjálfum og aðstendendum.“ Henni er ekki kunnugt um hversu mörg heimili myndu falla þarna undir. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt fyrir samfélagið allt að við opnum á þetta. Ef það finnst ekkert misjafnt er það auðvitað mjög jákvætt, en ég óttast að svo sé ekki.“ „Það er vont að við séum að fá skýrslur sem sýna hvernig þetta var fyrir 50 árum á meðan við erum kannski minna að horfa nær okkur í tíma. Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum líka hvað hefur verið að gerast í nútímanum,“ segir Helga Vala.
Félagsmál Alþingi Vistheimili Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira