Bil eða Víðisfjarri? Leitað að orði fyrir lykilhugtak í kórónukreppunni Þórir Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni á blaðamannafundi í Hörpu Vísir/vilhelm Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. Ágústa segir að sárlega vanti góða þýðingu á enska hugtakinu physical distancing, sem lýsir því þegar fólk heldur fjarlægð frá öðru fólki. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kom upphaflega með social distancing en síðan var því breytt í physical distancing sem er heppilegra,“ segir Ágústa. „Þetta snýst bara um fjarlægð en maður á að halda samskiptum við aðra.“ Ágústa segir að margir virðist hafa fest sig í fyrra hugtakinu, og komið með orð eins og félagsforðun, en ekki tekið eftir því þegar því var breytt. Samt vanti ekki hugvitsamlegar tillögur. Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs.Aðsend „Það hafa komið alveg ótrúlega margar tillögur, alls í kringum 70,“ segir Ágústa. „Þær eru meðal annars nálægðartakmörk, samskiptafjarlægð, fjarlægðarmörk, félagsleg fjarlægð og sumir segja bara bil og vilja ekkert annað orð. Og út í það að vera Víðisfjarri, sem gengur nú ekki. Það er ekkert eitt orð fast en gríðarlega margar tillögur.“ Nýyrðavefurinn er tveggja ára. Hann var birtur á degi íslenskrar tungu fyrir tveimur árum en deginum er einmitt fagnað í dag. Eins og nærri má geta endurspegla hugmyndir að nýyrðum sem Ágústu berast veruleikann og tíðarandann í samfélaginu á hverjum tíma. „Stundum er það þannig að ef það er ekki auglýst eftir orði þá er bara ekkert eitt orð sem sigrar. Svo eru önnur orð sem eru bara notuð eins og smitgát, heimasóttkví og úrvinnslusóttkví. Fólk er bara sátt við þau orð og er ekkert að breyta þeim.“ Eitt orð, sem byrjaði sem slangur, er farið að vinna sér fastan sess í orðaforða margra segir Ágústa. „Það sem lifir er orðið kóviti, um þennan sjálfskipaða sérfræðing í veirufræðum sem veit í rauninni ekki neitt.“ Á vefnum má sjá að umtalaðasta nýyrðið er orð sem er reyndar alls ekki nýtt heldur hefur fengið aðra merkingu. Orðið dóni þýðir ekki bara dóni, það er einhver sem er dónalegur, heldur má nota það yfir dróna með myndavél. Einhverjum finnast slík tæki greinilega vera dónar. Önnur umtöluð orð eru til dæmis blökkudagur fyrir Black Friday, sjallaballi fyrir fyrrum alþýðubandalagsmenn sem nú eru í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn og Víxla, sem er hugsað sem íslenskt heiti á Nintendo Switch leikjatölvunni. Þeir sem heima sitja á þessum heimaverutímum ættu auðveldlega að geta varið tímanum vel við að vafra á nýyrðavefnum. Hægt er að fletta upp vinsælustu nýyrðunum, þeim nýjustu og þeim sem eru mest umtöluð. Þannig er vinsælasta nýyrðið þyrnihrós, sem lýsir því þegar „einhver gefur þér hrós sem er sagt eða meint á niðrandi máta.“ Nýjasta nýyrðið þegar þetta er skrifað er heyrnartappi, sem flestir kalla bara airpods upp á ensku. Önnur orð eru til dæmis standhjól, kraftakría, bossabrennir og brjóstblundur – sem lesendur geta reynt að geta sér til um hvað þýða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. Ágústa segir að sárlega vanti góða þýðingu á enska hugtakinu physical distancing, sem lýsir því þegar fólk heldur fjarlægð frá öðru fólki. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kom upphaflega með social distancing en síðan var því breytt í physical distancing sem er heppilegra,“ segir Ágústa. „Þetta snýst bara um fjarlægð en maður á að halda samskiptum við aðra.“ Ágústa segir að margir virðist hafa fest sig í fyrra hugtakinu, og komið með orð eins og félagsforðun, en ekki tekið eftir því þegar því var breytt. Samt vanti ekki hugvitsamlegar tillögur. Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs.Aðsend „Það hafa komið alveg ótrúlega margar tillögur, alls í kringum 70,“ segir Ágústa. „Þær eru meðal annars nálægðartakmörk, samskiptafjarlægð, fjarlægðarmörk, félagsleg fjarlægð og sumir segja bara bil og vilja ekkert annað orð. Og út í það að vera Víðisfjarri, sem gengur nú ekki. Það er ekkert eitt orð fast en gríðarlega margar tillögur.“ Nýyrðavefurinn er tveggja ára. Hann var birtur á degi íslenskrar tungu fyrir tveimur árum en deginum er einmitt fagnað í dag. Eins og nærri má geta endurspegla hugmyndir að nýyrðum sem Ágústu berast veruleikann og tíðarandann í samfélaginu á hverjum tíma. „Stundum er það þannig að ef það er ekki auglýst eftir orði þá er bara ekkert eitt orð sem sigrar. Svo eru önnur orð sem eru bara notuð eins og smitgát, heimasóttkví og úrvinnslusóttkví. Fólk er bara sátt við þau orð og er ekkert að breyta þeim.“ Eitt orð, sem byrjaði sem slangur, er farið að vinna sér fastan sess í orðaforða margra segir Ágústa. „Það sem lifir er orðið kóviti, um þennan sjálfskipaða sérfræðing í veirufræðum sem veit í rauninni ekki neitt.“ Á vefnum má sjá að umtalaðasta nýyrðið er orð sem er reyndar alls ekki nýtt heldur hefur fengið aðra merkingu. Orðið dóni þýðir ekki bara dóni, það er einhver sem er dónalegur, heldur má nota það yfir dróna með myndavél. Einhverjum finnast slík tæki greinilega vera dónar. Önnur umtöluð orð eru til dæmis blökkudagur fyrir Black Friday, sjallaballi fyrir fyrrum alþýðubandalagsmenn sem nú eru í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn og Víxla, sem er hugsað sem íslenskt heiti á Nintendo Switch leikjatölvunni. Þeir sem heima sitja á þessum heimaverutímum ættu auðveldlega að geta varið tímanum vel við að vafra á nýyrðavefnum. Hægt er að fletta upp vinsælustu nýyrðunum, þeim nýjustu og þeim sem eru mest umtöluð. Þannig er vinsælasta nýyrðið þyrnihrós, sem lýsir því þegar „einhver gefur þér hrós sem er sagt eða meint á niðrandi máta.“ Nýjasta nýyrðið þegar þetta er skrifað er heyrnartappi, sem flestir kalla bara airpods upp á ensku. Önnur orð eru til dæmis standhjól, kraftakría, bossabrennir og brjóstblundur – sem lesendur geta reynt að geta sér til um hvað þýða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira