Alfons við það að skrá sig í sögubækurnar í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 11:46 Alfons hefur vart getað látið sig dreyma um árangurinn á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Hér er hann í Evrópuleik gegn AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni sem og U21 árs landsliðs Íslands, er við við það að skrá sig í sögubækur norskrar knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum. Liðið trónir á toppi deildarinnar og er aðeins stigi frá því að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil þó enn séu sex umferðir eftir. Framganga liðsins hefur verið það góð að Rory Smith sem starfar hjá The New York Times ákvað aðeins að fjalla um þetta öskubuskuævintýri. Þar er farið yfir víðan völl, hvernig lið í bæ með 50 þúsund íbúa er við það að landa sínum fyrsta meistaratitli. Spilamennskuna sem hefur skilað 21 sigri í 24 leikjum og 83 mörkum ásamt svo mörgu öðru. Bodø/Glimt are the best story in Europe this season, and literally the perfect underdog: home-grown team, kamikaze style, family ties. They're about to win their first ever title in the one year when stadiums are (all but) empty. https://t.co/e2ZSqW6Ur1— Rory Smith (@RorySmith) November 8, 2020 Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa í þessu liði. Alfons Sampsted gekk til liðs við Bodö/Glimt fyrir tímabilið. Alfons er fæddur 1998 en hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2017. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og kom hann til að mynda heim og spilaði átta leiki með uppeldisfélagi sínu Breiðablik sumarið 2019. Þar áður hafði hann verið á láni hjá liðum í sænsku B-deildinni en samdi svo við norska félagið eftir lánsdvölina í Kópavogi. Það var sannkallað heillaskref enda hefur hann átt góðu gengi að fagna í Noregi sem og með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann hefur leikið alls 29 leiki. Alfons ræddi við Fótbolti.net á dögunum og fór yfir þetta magnaða tímabil. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta hefur verið draumi líkast. Það er skemmtileg stemning í bænum. Það er jákvæðni og allir mjög glaðir hvernig er búið að vera að ganga. Þetta hefur vakið athygli á ótrúlegustu stöðum.“ „Við erum með þannig hugarfar að við förum inn í leikinn til að spila skemmtilegan fótbolta og skila eins góðri frammistöðu og hægt er. Hingað til hefur kerfið okkar virkað það vel og við höfum spilað mjög skemmtilegan fótbolta.“ sagði hægri bakvörðurinn öflugi við Fótbolti.net. „Tækifærin voru takmörkuð í Svíþjóð. Ég nýtti tímann til að bæta mig sem leikmaður en maður vill spila leiki á endanum. Það er komið núna og það er mjög gaman. Ég fann það mjög fljótlega að ég henta vel í þessu kerfi. Strákarnir eru opnir og mjög móttækilegir fyrir manni. Ég kom inn í hópinn og leið mjög fljótlega eins og heima,“ sagði Alfons að lokum um vistaskiptin til Noregs. Alfons í leik með A-landsliðinu gegn Belgíu.EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Viðtal Fótbolti.net við Alfons má lesa í heild sinni hér. Alfons og liðsfélagar hans í U21 árs landsliði Íslands eiga enn möguleika á að komast í umspil um sæti á Evrópumótinu í þeim aldursflokki. Mæta þeir Írlandi ytra á morgun, sunnudag. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni sem og U21 árs landsliðs Íslands, er við við það að skrá sig í sögubækur norskrar knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum. Liðið trónir á toppi deildarinnar og er aðeins stigi frá því að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil þó enn séu sex umferðir eftir. Framganga liðsins hefur verið það góð að Rory Smith sem starfar hjá The New York Times ákvað aðeins að fjalla um þetta öskubuskuævintýri. Þar er farið yfir víðan völl, hvernig lið í bæ með 50 þúsund íbúa er við það að landa sínum fyrsta meistaratitli. Spilamennskuna sem hefur skilað 21 sigri í 24 leikjum og 83 mörkum ásamt svo mörgu öðru. Bodø/Glimt are the best story in Europe this season, and literally the perfect underdog: home-grown team, kamikaze style, family ties. They're about to win their first ever title in the one year when stadiums are (all but) empty. https://t.co/e2ZSqW6Ur1— Rory Smith (@RorySmith) November 8, 2020 Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa í þessu liði. Alfons Sampsted gekk til liðs við Bodö/Glimt fyrir tímabilið. Alfons er fæddur 1998 en hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2017. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og kom hann til að mynda heim og spilaði átta leiki með uppeldisfélagi sínu Breiðablik sumarið 2019. Þar áður hafði hann verið á láni hjá liðum í sænsku B-deildinni en samdi svo við norska félagið eftir lánsdvölina í Kópavogi. Það var sannkallað heillaskref enda hefur hann átt góðu gengi að fagna í Noregi sem og með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann hefur leikið alls 29 leiki. Alfons ræddi við Fótbolti.net á dögunum og fór yfir þetta magnaða tímabil. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta hefur verið draumi líkast. Það er skemmtileg stemning í bænum. Það er jákvæðni og allir mjög glaðir hvernig er búið að vera að ganga. Þetta hefur vakið athygli á ótrúlegustu stöðum.“ „Við erum með þannig hugarfar að við förum inn í leikinn til að spila skemmtilegan fótbolta og skila eins góðri frammistöðu og hægt er. Hingað til hefur kerfið okkar virkað það vel og við höfum spilað mjög skemmtilegan fótbolta.“ sagði hægri bakvörðurinn öflugi við Fótbolti.net. „Tækifærin voru takmörkuð í Svíþjóð. Ég nýtti tímann til að bæta mig sem leikmaður en maður vill spila leiki á endanum. Það er komið núna og það er mjög gaman. Ég fann það mjög fljótlega að ég henta vel í þessu kerfi. Strákarnir eru opnir og mjög móttækilegir fyrir manni. Ég kom inn í hópinn og leið mjög fljótlega eins og heima,“ sagði Alfons að lokum um vistaskiptin til Noregs. Alfons í leik með A-landsliðinu gegn Belgíu.EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Viðtal Fótbolti.net við Alfons má lesa í heild sinni hér. Alfons og liðsfélagar hans í U21 árs landsliði Íslands eiga enn möguleika á að komast í umspil um sæti á Evrópumótinu í þeim aldursflokki. Mæta þeir Írlandi ytra á morgun, sunnudag.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn