Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 16:07 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í október. Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. Þetta kom fram í máli Páls á blaðamannafundi þar sem skýrsla um hópsýkingu á Landakoti var kynnt. Ítarlega umfjöllun Vísis um skýrsluna má nálgast hér fyrir neðan. Páll hóf framsögu sína á því að segja málið hafa verið öllum á spítalanum þungbært. Hugur stjórnenda og spítalans væri hjá aðstandendum þeirra sem misst hefðu ástvini á Landakoti, sjúklingum sem enn eru að glíma með Covid-veikindi og hjá starfsfólki. Með rannsókninni hefði skýringa verið leitað til að koma í veg fyrir að atburður á borð við hópsýkinguna á Landakoti endurtæki sig ekki. „Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga,“ sagði Páll. Frekara mat á málinu væri nú einkum í höndum embættis landlæknis. Þá varpaði Páll því fram hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sýkinguna. „Nei, líklega ekki,“ sagði hann. Hún hefði verið sérstaklega erfið viðureignar því hún hefði komið inn á stofnunina á fleiri en einum stað á sama tíma. Þegar smit er jafnútbreitt í samfélaginu og þegar sýkingin kom upp væri miklu erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Ráðist í endurbætur eftir sýkingu í vor Þá hefðu stjórnendur svo sannarlega verið meðvitaðir um að ástandið á Landakoti væri ekki gott, líkt og rakið var í niðurstöðum rannsóknarinnar. Aðstæður á Landakoti hefðu til að mynda komist í hámæli um aldamótin og þá hefði lausnin átt að vera nýr Landspítali, sem sífellt hefði dregist en væri nú loks í byggingu. Enn fremur hefði 1,8 milljörðum verið varið í endurbætur á Landakoti síðustu ár. Þá vísaði Páll til þess að kórónuveirusýking hefði komið upp á Landakoti í vor. Sú sýking hafi verið minni og afmarkaðri, aðeins á einni deild, en orðið hafi eitt dauðsfall. Þá hefði verið ráðist í endurnýjun á matsal og starfsmannaaðstöðu, verklagsreglur endurskoðaðar og hætt með þríbýli sjúklinga, svo eitthvað væri nefnt. „Þrátt fyrir þetta kemur aftur upp hópsýking. Hvaða lærdóm getum við dregið af því?“ spurði Páll. Ljóst væri að strangari reglur þyrftu um flutninga sjúklinga milli stofnana. Þá hefði bráðabirgðaleið verið fundin til að setja upp loftræstingu í herbergjum Covid-sjúklinga. „Við sem þjóðfélag erum miður okkar. Þetta er harmleikur,“ sagði Páll. „Við sem þjóð berum þá virðingu fyrir lífinu að við sættum okkur ekki við dauðsföll af völdum veirunnar.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í október. Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. Þetta kom fram í máli Páls á blaðamannafundi þar sem skýrsla um hópsýkingu á Landakoti var kynnt. Ítarlega umfjöllun Vísis um skýrsluna má nálgast hér fyrir neðan. Páll hóf framsögu sína á því að segja málið hafa verið öllum á spítalanum þungbært. Hugur stjórnenda og spítalans væri hjá aðstandendum þeirra sem misst hefðu ástvini á Landakoti, sjúklingum sem enn eru að glíma með Covid-veikindi og hjá starfsfólki. Með rannsókninni hefði skýringa verið leitað til að koma í veg fyrir að atburður á borð við hópsýkinguna á Landakoti endurtæki sig ekki. „Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga,“ sagði Páll. Frekara mat á málinu væri nú einkum í höndum embættis landlæknis. Þá varpaði Páll því fram hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sýkinguna. „Nei, líklega ekki,“ sagði hann. Hún hefði verið sérstaklega erfið viðureignar því hún hefði komið inn á stofnunina á fleiri en einum stað á sama tíma. Þegar smit er jafnútbreitt í samfélaginu og þegar sýkingin kom upp væri miklu erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Ráðist í endurbætur eftir sýkingu í vor Þá hefðu stjórnendur svo sannarlega verið meðvitaðir um að ástandið á Landakoti væri ekki gott, líkt og rakið var í niðurstöðum rannsóknarinnar. Aðstæður á Landakoti hefðu til að mynda komist í hámæli um aldamótin og þá hefði lausnin átt að vera nýr Landspítali, sem sífellt hefði dregist en væri nú loks í byggingu. Enn fremur hefði 1,8 milljörðum verið varið í endurbætur á Landakoti síðustu ár. Þá vísaði Páll til þess að kórónuveirusýking hefði komið upp á Landakoti í vor. Sú sýking hafi verið minni og afmarkaðri, aðeins á einni deild, en orðið hafi eitt dauðsfall. Þá hefði verið ráðist í endurnýjun á matsal og starfsmannaaðstöðu, verklagsreglur endurskoðaðar og hætt með þríbýli sjúklinga, svo eitthvað væri nefnt. „Þrátt fyrir þetta kemur aftur upp hópsýking. Hvaða lærdóm getum við dregið af því?“ spurði Páll. Ljóst væri að strangari reglur þyrftu um flutninga sjúklinga milli stofnana. Þá hefði bráðabirgðaleið verið fundin til að setja upp loftræstingu í herbergjum Covid-sjúklinga. „Við sem þjóðfélag erum miður okkar. Þetta er harmleikur,“ sagði Páll. „Við sem þjóð berum þá virðingu fyrir lífinu að við sættum okkur ekki við dauðsföll af völdum veirunnar.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45
Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent