Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 14:45 Ef einhver þessara menntaskólanema hefur fengið Covid-19 og lokið einangrun getur sá hinn sami varpað grímunni frá og með 18. nóvember - að framvísuðu vottorði. Vísir/vilhelm Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi. Á fimmta þúsund Íslendinga munu þannig ekki þurfa að nota grímu. Þessa undanþágu lagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til í minnisblaði sínu og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst fara eftir í reglugerð sinni. Til þess að komast hjá því að bera grímur þurfa þeir sem fengið hafa Covid þó að sýna vottorð þar að lútandi á stöðum þar sem grímuskylda er. Hvorki er farið nánar í saumana á umræddu vottorði í minnisblaði sóttvarnalæknis né tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Þegar þetta er ritað hafa 5.170 greinst með kórónuveiruna hér á landi og 4.698 lokið einangrun. 447 eru í einangrun en ætla má að einhverjir þeirra losni úr henni fyrir 18. nóvember. Þannig munu hátt í fimm þúsund Íslendingar geta hætt að bera grímur þegar ný reglugerð tekur gildi. Einnig verður þeim veitt undanþága frá grímuskyldu sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Grímuskylda gildir nú í landinu þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin tveggja metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Í skólum er grímuskylda fyrir börn í 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi. Á fimmta þúsund Íslendinga munu þannig ekki þurfa að nota grímu. Þessa undanþágu lagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til í minnisblaði sínu og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst fara eftir í reglugerð sinni. Til þess að komast hjá því að bera grímur þurfa þeir sem fengið hafa Covid þó að sýna vottorð þar að lútandi á stöðum þar sem grímuskylda er. Hvorki er farið nánar í saumana á umræddu vottorði í minnisblaði sóttvarnalæknis né tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Þegar þetta er ritað hafa 5.170 greinst með kórónuveiruna hér á landi og 4.698 lokið einangrun. 447 eru í einangrun en ætla má að einhverjir þeirra losni úr henni fyrir 18. nóvember. Þannig munu hátt í fimm þúsund Íslendingar geta hætt að bera grímur þegar ný reglugerð tekur gildi. Einnig verður þeim veitt undanþága frá grímuskyldu sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Grímuskylda gildir nú í landinu þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin tveggja metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Í skólum er grímuskylda fyrir börn í 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37
Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26