Stundum gengið of langt í sóttvarnaraðgerðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 12:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um sóttvarnaraðgerðir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Mannréttindi, ferðafrelsi, atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi hefur verið skert á fordæma- og fyrirvaralausan hátt hérlendis síðastliðna níu mánuði,“ sagði Sara og spurði hvort fjármálaráðherra væri þeirrar skoðunar að meðalhófs hafi verið gætt. Hún spurði hvort ráðherra líti svo á að meðalhófs hafi verið gætt. „Eða lítur ráðherra svo á að frelsi hafi verið takmarkað umfram það sem aðstæður gáfu tilefni til?“ Bjarni sagði ekki auðvelt að svara hvort meðalhófs hafi verið gætt í einu og öllu. Alltaf hafi þó verið stefnt að því. „Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að stundum hefur manni fundist að svona hinar tölulegu staðreyndir sem við höfum í höndunum hverju sinni gefi kannski ekki tilefni til að ganga alveg jafnlangt eins og við erum að gera á einstaka sviðum,“ sagði Bjarni. „Það liggur til dæmis fyrir að við höfum verið að stöðva atvinnustarfsemi þar sem er svona einstaklingsþjónusta. Snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkir aðilar hafa þurft að loka starfsemi sinni. Það er mjög fátítt að það sé gert í öðrum löndum.“ „Það er nokkuð alvarlegt að gera það vegna þess að þarna er auðvitað um framfærslu og lífsviðurværi fólks að ræða,“ sagði Bjarni. Sara Elísa spurði Bjarna hvort aukin gagnrýni stjórnarliða væri mögulega til þess fallin að ýta undir rof á samstöðu í samfélaginu. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því. „Við megum aldrei ganga út frá því, jafnvel þótt mikið sé undir, að stjórnvöld eigi að hafa og hljóti að hafa allar heimildir til þess að grípa inn í líf fólks og rekstur fyrirtækja.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um sóttvarnaraðgerðir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Mannréttindi, ferðafrelsi, atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi hefur verið skert á fordæma- og fyrirvaralausan hátt hérlendis síðastliðna níu mánuði,“ sagði Sara og spurði hvort fjármálaráðherra væri þeirrar skoðunar að meðalhófs hafi verið gætt. Hún spurði hvort ráðherra líti svo á að meðalhófs hafi verið gætt. „Eða lítur ráðherra svo á að frelsi hafi verið takmarkað umfram það sem aðstæður gáfu tilefni til?“ Bjarni sagði ekki auðvelt að svara hvort meðalhófs hafi verið gætt í einu og öllu. Alltaf hafi þó verið stefnt að því. „Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að stundum hefur manni fundist að svona hinar tölulegu staðreyndir sem við höfum í höndunum hverju sinni gefi kannski ekki tilefni til að ganga alveg jafnlangt eins og við erum að gera á einstaka sviðum,“ sagði Bjarni. „Það liggur til dæmis fyrir að við höfum verið að stöðva atvinnustarfsemi þar sem er svona einstaklingsþjónusta. Snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkir aðilar hafa þurft að loka starfsemi sinni. Það er mjög fátítt að það sé gert í öðrum löndum.“ „Það er nokkuð alvarlegt að gera það vegna þess að þarna er auðvitað um framfærslu og lífsviðurværi fólks að ræða,“ sagði Bjarni. Sara Elísa spurði Bjarna hvort aukin gagnrýni stjórnarliða væri mögulega til þess fallin að ýta undir rof á samstöðu í samfélaginu. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því. „Við megum aldrei ganga út frá því, jafnvel þótt mikið sé undir, að stjórnvöld eigi að hafa og hljóti að hafa allar heimildir til þess að grípa inn í líf fólks og rekstur fyrirtækja.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira