Segir erfitt að mæla fordóma innan lögreglunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 19:53 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir erfitt að segja til um hvort það fyrir finnist fordómar í garð minnihlutahópa innan lögreglunnar þegar ekki liggi fyrir nægilega góðir mælikvarðar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði í dag um merkingar á lögreglufatnaði og fræðslu innan embættisins. Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum eftir að mynd af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum, líkt og merki hvítra þjóðernissinna, vakti athygli. Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í dag voru dómsmálaráðherra, yfirmaður menntamála hjá lögreglu og ríkislögreglustjóri. „Þetta var bara mjög gagnlegur fundur, við áttum bara mjög gott og árangursríkt samtal við lögregluna og mér fannst mjög jákvætt að heyra hvað hún er opin og móttækileg og bara öll að vilja gerð að efla fræðslu innan lögreglunnar um fordóma og aðferðir til að bregðast við þeim og bara almennt um fjölbreytilegt samfélag og hvernig lögreglan getur unnið fyrir alla,“ sagði Þórhildur Sunna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum, sagði hún að viðbrögð lögreglunnar vegna málsins benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Þórhildur Sunna var spurð um viðhorf sitt til þessa, nú að loknum fundi um málið í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það voru allir sammála um að það skorti meiri fræðslu innan lögreglunnar. Hver einasti gestur sem við töluðum við var á þeirri skoðun og er að vinna að því að byggja það upp. Þannig að það er bara gríðarlega jákvætt og ég tek það frá þessum fundi að lögreglan þarf stuðning til þess að byggja upp betri fræðslu og meiri mannafla og ég tek það inn í fjárlagavinnuna til þess að geta bara fylgt því eftir,“ sagði Þórhildur Sunna. „Svo kom líka fram að við þurfum bara betri mælikvarða um hvað þetta þýðir allt saman. Samskipti lögreglunnar við mismunandi hópa í samfélaginu og hvernig er hægt að mæla hvort að það fyrir finnist fordómar eða ekki. Ef við höfum enga leið til að mæla það þá getum við heldur ekki talað um það á neinn uppbyggilegan hátt og það stendur líka til bóta þannig það er gríðarlega jákvætt.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir erfitt að segja til um hvort það fyrir finnist fordómar í garð minnihlutahópa innan lögreglunnar þegar ekki liggi fyrir nægilega góðir mælikvarðar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði í dag um merkingar á lögreglufatnaði og fræðslu innan embættisins. Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum eftir að mynd af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum, líkt og merki hvítra þjóðernissinna, vakti athygli. Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í dag voru dómsmálaráðherra, yfirmaður menntamála hjá lögreglu og ríkislögreglustjóri. „Þetta var bara mjög gagnlegur fundur, við áttum bara mjög gott og árangursríkt samtal við lögregluna og mér fannst mjög jákvætt að heyra hvað hún er opin og móttækileg og bara öll að vilja gerð að efla fræðslu innan lögreglunnar um fordóma og aðferðir til að bregðast við þeim og bara almennt um fjölbreytilegt samfélag og hvernig lögreglan getur unnið fyrir alla,“ sagði Þórhildur Sunna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum, sagði hún að viðbrögð lögreglunnar vegna málsins benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Þórhildur Sunna var spurð um viðhorf sitt til þessa, nú að loknum fundi um málið í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það voru allir sammála um að það skorti meiri fræðslu innan lögreglunnar. Hver einasti gestur sem við töluðum við var á þeirri skoðun og er að vinna að því að byggja það upp. Þannig að það er bara gríðarlega jákvætt og ég tek það frá þessum fundi að lögreglan þarf stuðning til þess að byggja upp betri fræðslu og meiri mannafla og ég tek það inn í fjárlagavinnuna til þess að geta bara fylgt því eftir,“ sagði Þórhildur Sunna. „Svo kom líka fram að við þurfum bara betri mælikvarða um hvað þetta þýðir allt saman. Samskipti lögreglunnar við mismunandi hópa í samfélaginu og hvernig er hægt að mæla hvort að það fyrir finnist fordómar eða ekki. Ef við höfum enga leið til að mæla það þá getum við heldur ekki talað um það á neinn uppbyggilegan hátt og það stendur líka til bóta þannig það er gríðarlega jákvætt.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira